Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sakborningur í Namibíumálinu laus gegn 7 milljóna tryggingu

Ricar­do Gusta­vo, sem set­ið hef­ur í varð­haldi síð­an í nóv­em­ber 2019 vegna Namib­íu­máls Sam­herja, er laus úr haldi gegn trygg­ingu. Hon­um hef­ur þó ver­ið gert að halda sig heima og þarf að sæta ra­f­rænu eft­ir­lits. Ekki er von á að mál hans og fjölda annarra sak­born­inga verði tek­ið til efn­is­með­ferð­ar hjá dóm­stól­um fyrr en á næsta ári.

Sakborningur í Namibíumálinu laus gegn 7 milljóna tryggingu
Undir eftirliti Þó Ricardo Gustavo þurfi ekki að dúsa á bak við lás og slá lengur er hann ekki frjáls ferða sinna og þarf að mæta fyrir dóm þegar mál hans og hinna sakborninganna verður tekið til meðferðar.

Ricardo Gustavo, einum sakborninga í Namibíumálinu svokallaða í Namibíu, hefur verið sleppt úr varðhaldi gegn tryggingu. Dómari komst að þessari niðurstöðu í morgun, samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Gustavo þarf að reiða fram 800 þúsund Namibíudollara tryggingu, jafnvirði um 6,8 milljóna króna. Ákvörðun dómarans var tekin eftir að Gustavo bauðst til að bera staðsetningarbúnað öllum stundum. Slíkum búnaði verður komið fyrir í bíl hans líka. 

Gustavo hefur setið í varðhaldi allt frá því að greint var frá málinu í samstarfi Wikileaks, Kveiks og Stundarinnar undir lok árs 2019 og horfði hann því fram á sín þriðju jól innan fangelsismúranna. Að óbreyttu munu aðrir sakborningar í málinu, svo sem ráðherrarnir fyrrverandi Bernhardt Esau og Sacky Shanghala, þurfa að verja lengri tíma í fangelsi á meðan beðið er eftir að mál þeirra fái meðferð fyrir dómstólum. Kröfum þeirra um að vera sleppt úr haldi hefur ítrekað verið hafnað. 

Samkvæmt niðurstöðunni má Gustavo ekki koma innan við 25 kílómetra fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum Windhoek og ekki í innan við eins kílómetra fjarlægð frá öðrum flugvelli. Hann þarf að hafa samband við skilorðsfulltrúa tvisvar á sólarhring og verður að halda sig á heimili sínu stærstan hluta dagsins. Þá er honum bannað að hafa samband við nokkurn þann sem tengist Samherjamálinu; vitni eða sakborninga. 

Gustavo var starfsmaður fjárfestingafélagsins Investec sem stýrt var af James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor og einn sakborninga. Hann sá um að stofna og halda utan um þau félög sem notuð voru til að taka við kvóta vegna milliríkjasamnings Namibíu og Angóla sem er meðal ákæruefna í málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár