Jesúbarnið dró sverð sitt úr slíðrum og renndi fingri eftir egginni. Sverðið beit vel og myndi duga. Svo leit Jesúbarnið yfir að Tíberfljóti. Hersveitir óvinanna gráar fyrir járnum höfðu streymt norður eftir Flaminíuveginum frá Rómaborg og framvarðasveitir þeirra voru á leið yfir Milvíubrúna. Þar ætluðu þær greinilega að verjast hersveitunum úr Gallíu sem nú voru undir fánum Jesúbarnsins.
Stríðshross Jesúbarnsins frýsaði. Það var eins og dýrið gæti ekki beðið eftir því að orrustan hæfist. Jesúbarnið hvarflaði augunum að Konstantínusi, hershöfðingjanum risavaxna og sterkbyggða sem hafði afhent Jesúbarninu hersveitir sínar gegn því að hann sjálfur fengi tign keisara yfir öllu Rómaveldi. Konstantínus virtist spenntur að sjá, næstum óstyrkur, en Jesúbarnið vissi að hann hafði háð ótal orrustur og alltaf sigrað.
Fyrir aftan þá beið herinn tilbúinn eftir að …
Athugasemdir