Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja segja allir í svörum sínum til Stundarinnar um gerð stjórnarsáttmálans að ótilgreint „trúnaðarfólk“ eða „trúnaðarmenn“ í flokkunum hafi komið að því að vinna stjórnarsáttmálann með þeim. Í svörunum tilgreina þeir ekki hvaða aðilar þetta eru. Stundin sendi spurningar á formennina þar sem spurt var hvaða aðilar hefðu komið að gerð stjórnarsáttmálans.
Í svari Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formanns VG, um þetta segir meðal annars: „Hvað VG varðar þá átti ég samráð við þingmenn hreyfingarinnar, aðstoðarmenn mína og trúnaðarmenn í hreyfingunni.“
Ein af spurningunum sem eftir stendur út frá lestri á svörum formannanna er hvort „trúnaðarmaður“ í flokki geti ekki líka verið hagsmunaaðili í einhverri atvinnugrein eða málaflokki, eða þá starfsmaður hagsmunasamtaka eða þrýstihóps, nú eða starfandi ráðgjafi hjá almannatengsla- eða PR fyrirtæki sem mögulega starfar fyrir einhverja hagsmunaaðila. Sökum þess að formennirnir nefna ekki hvaða trúnaðarmenn þetta eru er ekki mögulegt að átta sig á …
Athugasemdir