Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ástin spyr um stétt og stöðu

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir Auði Jóns­dótt­ur er lengi í gang en er full af inn­sæi um fólk á jaðri sam­fé­lags­ins, líf­ið í leigu­hjöll­um höf­uð­borg­ar­inn­ar og allt það tráma sem fylg­ir fólki í ógæfu sinni.

Ástin spyr um stétt og stöðu
Auður Jónsdóttir Gaf út sína fyrstu bók, Stjórnlausa lukku, árið 1998. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið

Höfundur Auður Jónsdóttir
Bjartur
359 blaðsíður
Niðurstaða:

Bók sem er alltof lengi í gang og á það til að vera full melódramatísk á köflum – en þegar hún kemst almennilega í gang er hún full af innsæi um fólk á jaðri samfélagsins, lífið í leiguhjöllum höfuðborgarinnar og allt það tráma sem fylgir fólki í ógæfu sinni og fær það til að endurtaka sinn ógæfublús aftur og aftur.

Gefðu umsögn

„Öll þessi líf. Fíflar í órækt.“ Þessi orð eru fyrstu kynni okkar af Björt, sögumanni okkar sem er önnum kafin við að skrásetja líf ókunnugra í miðbæ Reykjavíkur. Svo önnum kafin við að stúdera aðra að maður verður strax fyrst og fremst forvitinn um hvaða sjálf hún sé um leið að fela, þessi draugur sem annað fólk virðist varla taka eftir núorðið og talar um eins og hún sé ekki viðstödd.

Hún kallar sig ráfara, hennar helsta iðja er að skrásetja hegðun fólks og flokka hana í möppur á borð við „atvik“, „farsæld“, og „vafaatriði og athuganir“. Hún lætur eins og dýrafræðingur að flokka tegundir en afneitar um leið sinni raunverulegu iðju sem skáld hversdagsleikans. Skammar sjálfa sig þegar hún túlkar – en er þó nánast ófær um að gera það ekki.

„Hér staldra ég við. Veit samt betur  … Hvað er hlaupið í mig? Er ég að túlka fólk …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár