Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ástin spyr um stétt og stöðu

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir Auði Jóns­dótt­ur er lengi í gang en er full af inn­sæi um fólk á jaðri sam­fé­lags­ins, líf­ið í leigu­hjöll­um höf­uð­borg­ar­inn­ar og allt það tráma sem fylg­ir fólki í ógæfu sinni.

Ástin spyr um stétt og stöðu
Auður Jónsdóttir Gaf út sína fyrstu bók, Stjórnlausa lukku, árið 1998. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið

Höfundur Auður Jónsdóttir
Bjartur
359 blaðsíður
Niðurstaða:

Bók sem er alltof lengi í gang og á það til að vera full melódramatísk á köflum – en þegar hún kemst almennilega í gang er hún full af innsæi um fólk á jaðri samfélagsins, lífið í leiguhjöllum höfuðborgarinnar og allt það tráma sem fylgir fólki í ógæfu sinni og fær það til að endurtaka sinn ógæfublús aftur og aftur.

Gefðu umsögn

„Öll þessi líf. Fíflar í órækt.“ Þessi orð eru fyrstu kynni okkar af Björt, sögumanni okkar sem er önnum kafin við að skrásetja líf ókunnugra í miðbæ Reykjavíkur. Svo önnum kafin við að stúdera aðra að maður verður strax fyrst og fremst forvitinn um hvaða sjálf hún sé um leið að fela, þessi draugur sem annað fólk virðist varla taka eftir núorðið og talar um eins og hún sé ekki viðstödd.

Hún kallar sig ráfara, hennar helsta iðja er að skrásetja hegðun fólks og flokka hana í möppur á borð við „atvik“, „farsæld“, og „vafaatriði og athuganir“. Hún lætur eins og dýrafræðingur að flokka tegundir en afneitar um leið sinni raunverulegu iðju sem skáld hversdagsleikans. Skammar sjálfa sig þegar hún túlkar – en er þó nánast ófær um að gera það ekki.

„Hér staldra ég við. Veit samt betur  … Hvað er hlaupið í mig? Er ég að túlka fólk …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár