Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ástin spyr um stétt og stöðu

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir Auði Jóns­dótt­ur er lengi í gang en er full af inn­sæi um fólk á jaðri sam­fé­lags­ins, líf­ið í leigu­hjöll­um höf­uð­borg­ar­inn­ar og allt það tráma sem fylg­ir fólki í ógæfu sinni.

Ástin spyr um stétt og stöðu
Auður Jónsdóttir Gaf út sína fyrstu bók, Stjórnlausa lukku, árið 1998. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið

Höfundur Auður Jónsdóttir
Bjartur
359 blaðsíður
Niðurstaða:

Bók sem er alltof lengi í gang og á það til að vera full melódramatísk á köflum – en þegar hún kemst almennilega í gang er hún full af innsæi um fólk á jaðri samfélagsins, lífið í leiguhjöllum höfuðborgarinnar og allt það tráma sem fylgir fólki í ógæfu sinni og fær það til að endurtaka sinn ógæfublús aftur og aftur.

Gefðu umsögn

„Öll þessi líf. Fíflar í órækt.“ Þessi orð eru fyrstu kynni okkar af Björt, sögumanni okkar sem er önnum kafin við að skrásetja líf ókunnugra í miðbæ Reykjavíkur. Svo önnum kafin við að stúdera aðra að maður verður strax fyrst og fremst forvitinn um hvaða sjálf hún sé um leið að fela, þessi draugur sem annað fólk virðist varla taka eftir núorðið og talar um eins og hún sé ekki viðstödd.

Hún kallar sig ráfara, hennar helsta iðja er að skrásetja hegðun fólks og flokka hana í möppur á borð við „atvik“, „farsæld“, og „vafaatriði og athuganir“. Hún lætur eins og dýrafræðingur að flokka tegundir en afneitar um leið sinni raunverulegu iðju sem skáld hversdagsleikans. Skammar sjálfa sig þegar hún túlkar – en er þó nánast ófær um að gera það ekki.

„Hér staldra ég við. Veit samt betur  … Hvað er hlaupið í mig? Er ég að túlka fólk …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár