Eignarhaldsfélag Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guðmundsdóttur, á eignir upp á tæplega 56 milljarða króna. Á móti þessum eignum eru litlar skuldir, einungis rúmlega 1,5 milljarðar króna. Félagið heitir Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. Ársreikningi félagsins var skilað til Ríkisskattstjóra í byrjun desember síðastliðinn.
Þetta félag hélt utan um eignarhluti þeirra Þorsteins Más og Helgu í Samherja þar til það seldi bréfin til eignarhaldsfélags barna þeirra, Baldvins og Kötlu Þorsteinsbarna, í fyrra. Bréfin voru seld með láni frá Eignarhaldsfélaginu Steini ehf. sem stóð í rúmlega 214 milljónum evra, rúmum 29 milljörðum króna, í lok árs í fyrra.
Lánið er skilgreint sem krafa á hendur „tengdum aðila“ í ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. Lántakandinn er eignarhaldsfélag þeirra Baldvins og Kötlu, K&B ehf. …
Athugasemdir (1)