Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ísteka riftir samningum við blóðmerabændur

Fyr­ir­tæk­ið seg­ir að á mynd­bandi sem sviss­nesk dýra­vernd­ar­sam­tök birtu sjá­ist fæmi um ólíð­andi með­ferð hrossa. Slíkt verði ekki lið­ið og samn­ing­um við þá bænd­ur sem um er að ræða hafi ver­ið rift.

Ísteka riftir samningum við blóðmerabændur
Ólíðandi meðferð Ísteka segir meðferðina á hrossunum sem sést í myndbandinu ólíðandi og brot á velferðarsamningum. Mynd: AWF/TSB

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum um blóðgjafir hryssa við bændur sem uppvísir urðu að illri meðferð á hrossum. Í myndbandi sem svissnesku dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu á Youtube á dögunum var sýnt frá blóðtöku þar sem hryssur voru barðar með spítum og stöngum meðal annars. Ísteka segir að í myndbandinu sjáist „dæmi um ólíðandi meðferð hrossa hjá samstarfsbændum líftæknifyrirtækisins Ísteka. Þessi meðferð er augljóslega brot á velferðarsamningum fyrirtækisins og viðkomandi bænda. Samningum við þá hefur því verið rift“.

Í tilkynningu Ísteka kemur ekki fram um hversu marga bændur er að ræða. Á þessu ári hafi fyrirtækið átt í samstarfi við 119 bændur um blóðtöku úr hryssum. Blóðið er nýtt til lyfjaframleiðslu. Gerðir séu bæði viðskiptasamningar og sérstakir velferðarsamningar við bændur. Meðferðin sem sjáist á myndbandinu sé augljóst brot á þeim velferðarsamningum.

„Þrátt fyrir að regluverk um blóðgjafir sé strangt og eftirlit mjög mikið er ljóst að óviðeigandi frávik geta komið upp. Slíkt er ekki liðið af hálfu Ísteka og samningum við bændur er rift ef ekki er staðið við þá.“

Þá segir í tilkynningunni að Ísteka hafi auk þess ákveðið að ráðast í umfangsmiklar umbætur á eftirliti með blóðtökunni. Fræðsla og þjálfun bænda verði aukin, velferðareftirlitsmönnum verði fjölgað og þeir verði framvegis viðstaddir allar blóðgjafir og myndavélaeftirlit verði með allri blóðtöku.

„Með þessu vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að ólíðandi frávik varðandi dýravelferð í blóðgjöf hryssna á Íslandi endurtaki sig ekki.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ýrr Baldursdótttir skrifaði
    Mikið vona ég að þessu verði fylgt eftir. Þá get eg ekki annað sagt en vel gert hjá Ísteka 🙏🥰
    0
  • Ýrr Baldursdótttir skrifaði
    0
  • Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði
    Ég er ekki Rögnvaldsson
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Og dýralæknirinn sem er ábyrgur? Er búið að kæra hann?
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Já sniðugt, góðu mennirnir að fórna einhverjum bændum á altari gróðans. Hættið þessu bara, blóðmjólkun á fylfullum hryssum á einfaldlega ekki að líðast á 21 öldinni
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Populisti dauðans,Arnar blóðgróða maður og Vígdís Hauks skifta með sér GILSINUM þessa vikuna,Arnar vegna sérlega slunginar viðskitaa flettu þar sem öllu er snúið á haus.Vigdís hlítur verðlaunin líka á viðskiftalegum grunni ,en þar erum að ræða eina mestu frændhilgni við sjálfa sig sem um getur .Njótið heil
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu