Sonur Hjálmars Georgs Theódórssonar var búinn með einn vetur í menntaskóla þegar hann veiktist mjög skyndilega og alvarlega. Veikindin komu fyrst í ljós á meðan hann var í sumarfríi hjá pabba sínum á Íslandi, en sonur Hjálmars bjó þá og býr enn í Danmörku. Sjálfur bjó Hjálmar í Kaupmannahöfn en hann flutti þangað með barnsmóður sinni og tveimur börnum en flutti svo aftur heim til Íslands eftir að leiðir hans og konunnar skildu og það er á Íslandi sem sagan hefst:
„Ég vakna við símann snemma morguns og þá er mamma hans að hringja frá Kaupmannahöfn og segir mér að það sé eitthvað skrýtið í gangi. Hún hafði þá fengið símtal frá kennaranum hans úr grunnskóla, sem var yndisleg kona sem reyndist honum mjög vel. Hann var búinn að vera að dæla á hana sms skilaboðum alla nóttina, mjög svona skrítnum skilaboðum, ruglingslegum og skrýtnum. Ég fer þá …
11. desember 2021 12:15: ÖÖ nei - borgin ber enga ábyrgð á meðferð