Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nýr heilbrigðisráðherra ítrekað reynt að heimila rekstur spilavíta

Will­um Þór Þórs­son sem tek­inn er við sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur í þrígang lagt fram frum­varp sem myndi heim­ila rekst­ur spila­víta. Rann­sókn­ir benda til að spila­víti hafi veru­leg­an hluta tekna sinna frá fólki með spilafíkn. Lit­ið er á spilafíkn sem lýð­heilsu­vanda.

Nýr heilbrigðisráðherra ítrekað reynt að heimila rekstur spilavíta
Taldi spilavíti jákvæð fyrir ferðaþjónustuna Willum lagði fram frumvarp sitt byggt á skýrslum áhugamanna um rekstur spilavíta. Í umsögnum var á það bent að flest benti til að enginn sérfróður aðili um spilafíkn hefði komið að samningu frumvarpsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, hefur í þrígang lagt fram frumvarp í því skyni að heimila rekstur spilavíta hér á landi. Frumvarpið lagði hann fram í tvígang árið 2014 og í þriðja skiptið árið 2015. Það náði ekki fram að ganga.

Rannsóknir benda til að verulegur hluti tekna spilavíta komi frá þeim sem eiga við spilafíkn að stríða. Litið er á spilafíkn sem lýðheilsuvanda og hefur Lýðheilsusjóður, sem heilbrigðisráðherra skipar stjórn yfir, á síðustu þremur árum veitt tæpum 3,5 milljónum til forvarnarstarfs, meðferðar og rannsókna á spilafíkn.

Rannsóknir á spilavanda 16 til 18 ára ungmenna hér á landi sýnir að spilavandi er á bilinu 2-3 prósent. Árið 2012 sýndi rannsókn fram á að 2,5 prósent þjóðarinnar glímdi við spilavanda. Í mars á þessu ári lagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fram frumvarp á Alþingi sem gerði ráð fyrir að bann yrði sett við rekstri spilakassa. Í umsögn við frumvarpið frá embætti Landlæknis kom fram að landlæknir styddi bann við spilakössum. Í umsögninni sagði meðal annars að erlendar rannsóknir á spilafíkn sýndu „að þátttaka í spilakössum sé sú tegund fjárhættuspila sem tengist helst spilafikn“. Enn fremur var vísað til sænskrar rannsóknar sem sýndi að um 70 prósent af veltu frá spilakönnum kæmi frá fólki með spilavanda. Í spilavítum eru spilakassar alla jafna stór hluti þeirra fjárhættuspila sem boðið er upp á.

Á síðustu þremur árum hefur Lýðheilsusjóður, sem lögum samkvæmt er ætlað að styrkja lýðheilsustarf, úthlutað tæpum 3,5 milljónum króna til samtaka sem vinna gegn spilafíkn og til rannsókna á spilafíkn. Heilbrigðisráðherra skipar stjórn sjóðsins og fjármunir hans koma frá hlutfalli af áfengisgjaldi, af tóbakssölu og með framlagi úr ríkissjóði af fjárlögum.

„Þetta smellpassar fyrir Reykjavík“
Willum Þór Þórsson
í viðtali um framvarpið árið 2014

Í frétt Vísis frá árinu 2014, um frumvarp sem heimila myndi rekstur spilavíta, lýsti Willum því að spilavíti myndi styrkja íslenska ferðaþjónustu. „Þetta smellpassar fyrir Reykjavík,“ sagði Willum. Þar kom einnig fram að frumvarpið byggði á tveimur skýrslum sem einkaaðilar og áhugamenn um rekstur spilavíta. Önnur þeirra var unnin fyrir tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fyrrverandi knattspyrnumenn, en þeir höfðu þegar árið 2010 sýnt því áhuga að opna hér á landi spilavíti. Þeim bræðrum hafði Willum kynnst sem knattspyrnuþjálfari. „Þeir mösuðu mikið um þetta þegar ég var að þjálfa.“

Frumvarpinu slátrað í umsögnum

Frumvarp Willums fékk ekki umfjöllun á Alþingi fyrr en í þriðja skiptið sem það var lagt fram en þá má með allri sanngirni segja að því hafi verið slátrað í umsögnum. Málið var svæft í allsherjar- og menntamálanefnd árið 2016.

Átján umsagnir bárust um frumvarpið. Flestar voru þær frá aðilum sem segja má að hefðu orðið samkeppnisaðilar spilavíta, það er aðilum sem reka happdrætti og spilakassa hér á landi nú þegar. Þá bárust athugasemdir frá eigendum slíkra happdrætta einnig. Í flestum tilvikum lýstu umsagnirnar andstöðu við frumvarpið á forsendum þess að með því yrði vegið að „samfélagssáttmála“ um rekstur peningaspila á Íslandi, sem gengi út á að um áratugaskeið hefði ríkt sátt um það að hagnaði af peningaspilum væri varið til góðgerðarmála hér á landi.

„Í greinargerð með frumvarpinu er ekki gerð grein fyrir afleiðingum spilahalla á spilafíkn“
úr umsögn Happdrættis SÍBS

Í umsögnum þeirra aðila sem sáu fram á að lenda í samkeppni við spilavíti, yrði frumvarpið að lögum, var þó í sumum tilfellum vísað til hættunnar af því að heimila slíka starfsemi þegar kemur að spilafíkn. Þannig sagði í umsögn Happdrættis SÍBS: „Í greinargerð með frumvarpinu er ekki gerð grein fyrir afleiðingum spilahalla á spilafíkn; hvorki er vísað í innlendar rannsóknir né fylgir frumvarpinu greining á núverandi stöðu svo mæla megi áhrifin verði frumvarpið að veruleika.“ Í umsögn Íslandsspila var einnig vakin athygli á sömu áhættuþáttum og Íslensk getspá og Íslenskar getraunir voru á sömu nótum í umsögn sinni.

Sagt að frumvarpið bæri engin merki þess að sérfræðingar hefðu komið að því

Fastanefnd á sviði happdrættismála skilaði einnig inn umsögn um frumvarpið. Í nefndinni sitja fulltrúar þeirra félaga sem þegar halda úti peningaspilum hér á landi, auk þess sem í henni situr fulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn nefndarinnar var fjallað um þá hættu að ef frumvarpið yrði samþykkt setti það rekstur þeirra fyrirtækja sem um ræðir í uppnám en einnig var vísað til mögulegrar skaðsemi spilavíta þegar kæmi að peningaþvætti og spilafíkn. „Alvarlegustu annmarkarnir þó fólgnir í þeirri léttúð sem umfjöllun um mögulega skaðsemi af starfsemi spilahallar fær í frumvarpinu. Frumvarpið ber þess engin merki að sérfræðingar með þekkingu á peningaþvætti eða spilafíkn hafi komið að vinnu þess. Má sjá þess glögg merki að svo gott sem engrar þekkingar hafi verið aflað á þessum alvarlegu áhættuþáttum við mögulega starfsemi spilahalla hér á landi.“

Eini aðilinn sem skilaði inn umsögn sem segja má að hafi ekki átt viðskiptalegra hagsmuna að gæta var Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands en umsögnina ritaði Dr. Daníel Þór Ólason. Umsögn Daníels er ítarleg en hann hefur um langt árabil rannsakað spilahegðun og algengi spilavanda, eins og það er nefnt.

„Spilahallir munu því líklega auka á vanda þessa hóps“
Dr. Daníel Þór Ólason
um vanda þeirra sem glíma við spilafíkn

Í stuttu máli var það niðurstaða Daníels að með opnun spilavíta myndi framboð af peningaspilum aukast og nýjar gerðir peningaspila verði aðgengilegar, spil á borð við póker og rúllettu til að mynda. „Það sem einkennir þessar tegundir peningaspila er samfelld spilamennska með tiltölulega miklum spilahraða og tíðri endurgjöf vinninga en niðurstöður erlendra rannsókna benda til að slík peningaspil hafi að öllu jöfnu sterkari tengsl við spilavanda en aðrar tegundir.“

Þá segir einnig í umsögn Daníels að erlendar rannsóknir bendi til þess að 30 til 60 prósent tekna spilakassa og borðspila á borð við rúllettu, 21 og póker komi „úr vasa þess fámenna hóps sem á við spilavanda að stríða. Engin ástæða er til að halda að það verði öðruvísi hér á landi og ekki ólíklegt að tilvist spilahalla muni leiða til þess að þeir sem eiga við vanda að stríða muni leita í meira mæli eftir þeirri þjónustu sem þar er í boði. Spilahallir munu því líklega auka á vanda þessa hóps.“

Spilavíti myndu auka á vanda spilafíklaDr. Daníel Þór Ólason hefur um áraraðir rannsakað spilahegðun og spilavanda. Í umsögn um frumvarp Willums mælti hann eindregið gegn því að það yrði að lögum.

Aðeins ferðaþjónustan var jákvæð

Í umsögn Háskóla Íslands var vísað til umsagnar Dr. Daníels og eindregið varað við að það yrði að lögum. „Verði frum varpið að lögum eru líkur á að spilavandi aukist m eð tilheyrandi kostnaði fyrir sam félagið.“

Aðeins ein umsögn um frumvarpið var á jákvæðum nótum. Var það umsögn Samtök ferðaþjónustunnar en í henni sagði að það að heimila starfsemi spilavíta væri að mati samtakanna  „jákvætt skref í þróun afþreyingar hér á landi.“

Ekki náðist í Willum við vinnslu fréttarinnar.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það verður fróðlegt að fylgjast með Wilhelm með spilavítin og Áslaugu Örnu með vínið í búðir ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár