Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjálmar flytja lag við ástarljóð Kára til Valgerðar

Kári Stef­áns­son samdi eig­in­konu sinni, Val­gerði Ólafs­dótt­ur, ljóð á sjö­tugsaf­mæl­inu 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Mán­uði síð­ar lést hún. Hljóm­sveit­in Hjálm­ar flyt­ur lag við ljóð Kára til Val­gerð­ar.

Hljómsveitin Hjálmar hefur gefið út lag í samstarfi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og ljóðskáld, sem byggir á ljóði Kára til eiginkonu sinnar, Valgerðar Ólafsdóttur, sem féll frá fyrr í mánuðinum.

Í ljóðinu endurómar Kári minningar um bjartar og friðsælar sumarnætur og konuna sem hrekur burtu myrkrið innra með honum. 

Kári birti einnig ljóð til Valgerðar þegar hann greindi frá andláti hennar 12. nóvember síðastliðinn. „Ástin mín hún Valgerður Ólafsdóttir, sem var förunautur minn í 53 ár, lést á Landspítalanum í gær,“ sagði hann. Annað ljóðið var á ensku, en hitt vísaði til konunnar í appelsínugulum kjól, sem drakk með honum kaffi á Mökka eða Tröð. „Og þú í appelsínugulum kjól og allt sem ég gat gert fyrir þig en gerði ekki og get ekki meir,“ segir hann henni.

Valgerður var þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna. Þau eignuðust þrjú börn saman.

Lagið við ljóð Kára samdi Þorsteinn Einarsson í Hjálmum.

Kári samdi ljóðið í tilefni af 70 ára afmæli Valgerðar. „Ég orti það til hennar í tilefni 70 ára afmælis hennar. Steini samdi lagið og flutti á afmælinu og svo lést Vala rétt rúmum mánuði síðar,“ segir Kári.

Kári og ValgerðurÞau áttu 53 ár saman. „Ég hlusta til þess eins að heyra í þér hjarta sem slær í takt við veröld svo fjarri,“ orti Kári í kveðju sinni til hennar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár