Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011

Bjarni Bene­dikts­son var harð­orð­ur í um­ræð­um um ógild­ingu kosn­inga til stjórn­laga­þings ár­ið 2011. Með­al ann­ars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgj­ast með taln­ingu at­kvæða“ ætti það að leiða til ógild­ing­ar. Bjarni greiddi hins veg­ar í gær at­kvæði með því að úr­slit kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um ættu að standa, þrátt fyr­ir fjöl­marga ann­marka á fram­kvæmd­inni.

Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
Taldi annmarka leiða til ógildingar Bjarni Benediktsson taldi árið 2011 eðlilegt að annmarkar á framkvæmd kosninga leiddu til ógildingar þeirra. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf á Alþingi í gær var hann ekki sama sinnis. Mynd: RÚV

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi í janúar 2011, um dóm Hæstaréttar, sem ógilti kosningu til stjórnlagaþings, að ómögulegt væri fyrir nokkurn mann að halda því fram að ágallarnir sem verið hefðu á kosningunni hefðu engin áhrif haft. „Minnsti vafi um að gallar við framkvæmd kosninga hafi haft áhrif á niðurstöðuna á að leiða til þess að hún sé ógild.“ Við atkvæðagreiðslu í gær um hvort samþykkja bæri niðurstöðu síðustu alþingiskosninga, þrátt fyrir að ljóst væri að verulegir ágallar hefðu verið á framkvæmd þeirra í Norðvesturkjördæmi, greiddi Bjarni atkvæði með samþykkt.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 25. janúar 2011 að kosningar til stjórnlagaþings, sem fóru fram 27. nóvember 2010, hefði verið ógild vegna þeirra annmarka sem voru á framkvæmd þeirra. Þrjá kærur bárust vegna kosninganna og fjallaði rétturinn um þær sameiginlega. Meðal þeirra annmarka sem Hæstiréttur tiltók sérstaklega að hefðu verið á kosningunni voru að verulegur annmarki hefði verið á að frambjóðendur hefðu ekki fengið að hafa umboðsmann viðstaddan kosninguna sjálfa og síðan talningu og einnig að talning hafi ekki farið fram fyrir opnum dyrum. Auk þess gerði dómurinn aðra annmarka að umtalsefni.

Nefndin taldi verulegan annmarka hafa verið á

Í bókun landskjörstjórnar kemur fram að ekki hafi „borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis á að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi.“ Með þeim hætti vakti landskjörstjórn athygli Alþingis á því að vafi kunni að vera á að kjörgögn hafi verið varin með þeim hætti að treysta megi því að þau endurspegli vilja kjósenda.

Óumdeilt er að við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi voru umboðsmenn framboða ekki viðstaddir nema hluta þess tíma sem talning stóð yfir. Þá segir í málsatvikalýsingu undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar að samkvæmt upplýsingum lögreglu „liggur fyrir að endurtalning atkvæða hafi ekki verið auglýst sérstaklega.“ Þar fyrir utan er ljóst að margvíslegir aðrir annmarkar voru á framkvæmd talningar í kjördæminu, svo sem að kjörgögn voru geymd í opnum kössum í rými sem ekki var læst eða innsiglað, óviðkomandi aðilar höfðu aðgang að því og áður en til endurtalningarinnar kom var oddviti yfirkjörstjórnar einn í talningarsal í rúman hálftíma. Í áliti meirihluta kjörbréfanefndar Alþingis, sem Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar skrifaði upp á ásamt fimm öðrum nefndarmönnum, segir meðal annars að „telja verður að alvarlegur annmarki hafi verið á vörslu kjörgagnanna.“

„Það er ekki hægt að búa við það við framkvæmd almennra kosninga í landinu að það ríki almennur vafi um hvort rétt hafi verið staðið að málum“
Bjarni Benediktsson
um ógildingu á stjórnlagaþingskosningunum 2011

Í umræðum um dóm Hæstaréttar árið 2011 sagði Bjarni Benediktsson, sem þá var í stjórnarandstöðu, meðal annars að ef fólki þætti framkvæmd kosninganna brjóta í bága við grundvallaratriði laga um framkvæmd kosninga þá kæmi upp vafi um þær. Sá vafi dygði til að leiða fram þá niðurstöðu að ógilda skyldi kosningarnar. „Ef mistekst að halda leynilega kosningu, ef menn fá ekki að fylgjast með talningu atkvæða, ef menn hafa efasemdir um að talningavélar telji rétt, ef mönnum finnst framkvæmd kosninganna að öðru leyti brjóta í bága við grundvallaratriði laga um framkvæmd kosninga þá kemur upp vafi og vafinn dugar til að leiða fram þessa niðurstöðu. Það er mín skoðun. En hæstv. ráðherrum finnst greinilega engu máli skipta þó að þjóðin þurfi að búa við vafa um það hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Ef það er vafi þá þarf að eyða honum. Það er ekki hægt að búa við það við framkvæmd almennra kosninga í landinu að það ríki almennur vafi um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Eða er það svo, hæstv. utanríkisráðherra, að það skipti engu máli hvort kosningar eru leynilegar eða ekki? Skiptir engu máli hvort menn fái að fylgjast með talningu atkvæða eða ekki?“

Birgir sagði ábyrgðina hjá ríkisstjórninni árið 2011

Birgir Ármannsson

Birgir Ármannsson lýsti því við sömu umræður að ábyrgð á því hvernig mál hefðu æxlast lægi hjá ríkisstjórninni. „Hvar liggur sú ábyrgð? Liggur hún hjá einhverjum sveitarstjórnum? Liggur hún hjá embættismönnum í einhverjum ráðuneytum? Nei, auðvitað liggur hún hjá ríkisstjórninni í landinu, hinni pólitísku forustu ríkisstjórnarinnar í landinu. Getur einhver velkst í vafa um það að höfuðábyrgð á því klúðri, sem ég held að við séum öll sammála um að sé komið upp í málinu, liggur hjá þeim sem hafa forustu, pólitíska forustu bæði fyrir löggjafar- og framkvæmdarvaldinu í landinu, pólitískum leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna? Þar liggur ábyrgðin.“

Dómsmálaráðuneytið fer lögum samkvæmt með ábyrgð á framkvæmd kosninga til Alþingis. Í dómsmálaráðuneytinu situr samflokkskona Birgis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, í ráðherrastól.

Birgir sagði ennfremur í umræðunum að við kosningarnar „hafi mönnum verið svo mislagðar hendur við framkvæmdina og klaufaskapurinn svo mikill að útkoman er sú sögulega niðurstaða að Hæstiréttur telur kosninguna ekki gilda.“

Dómur Hæstaréttar byggði á formgöllum en ekki áhrifum á niðurstöðu

Birgir er formaður kjörbréfanefndar og var einnig formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar. Í áliti meirihluta kjörbréfanefndar gerði Birgir, ásamt öðrum þingmönnum sem mynduðu meirihutann, það að tillögu sinni kjörbréf þingmanna sem landsskjörstjórn gaf út eftir seinni talningu í Norðvesturkjördæmi yrðu samþykkt, og þar með samþykkt að bregðast ekki við framkomnum upplýsingum um annmarka meðferð á kjörgögnum í Norðvesturkjördæmi.

„Ekki er krafist lögfullrar sönnunar fyrir því að gallinn hafi raunverulega haft áhrif á úrslit kosninganna“
Birgir Ármannsson
við umræður um útgáfu kjörbréfa 25. nóvember 2021

Meðal þess sem Birgir sagði við umfjöllun um málið á Alþingi í gær var að vissulega væri rétt að ekki þyrfti að koma til sönnun þess að annmarkar á kosningaferlinu hefðu haft áhrif á úrslit. „ „Eins og háttvirtur þingmaður bendir á, segir „ef ætla megi“. Ekki er krafist lögfullrar sönnunar fyrir því að gallinn hafi raunverulega haft áhrif á úrslit kosninganna heldur má segja að matsreglan sé sett fram með þeim hætti, þ.e. ef ætla megi það. En til þess að ætla megi að gallinn hafi haft áhrif verða að koma fram einhverjar vísbendingar, eitthvað sem bendir til þess að hægt sé að draga þá ályktun að svo megi ætla.“

Síðar í umræðunum sagði Birgir einnig, í andsvari við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar: „Telur hún að það sé ekki þörf á því að sýna með einhverjum hætti fram á eitthvert samhengi, eitthvert orsakasamhengi milli gallans, sem vissulega er fyrir hendi, og milli úrslita kosninganna, sem líka liggja fyrir, til að hægt sé að beita ógildingarúrræðinu? Þetta segi ég vegna þess að ákvæðið er orðað þannig að ógilding sé heimil ef má ætla — ef má ætla, ekki bara ef hugsanlegt er eða ef kannski gæti komið til greina. Það er sagt „ætla má“ sem felur í sér ákveðna vísbendingu um að það þurfi að vera einhver líkindi fyrir því að þessi galli hafi haft þessi áhrif.“

Í dómi Hæstaréttar frá 2011 var ekki að finna slíkt orsakasamhengi, það er að gallar við framkvæmd kosninganna hefðu leitt til bjagaðrar niðurstöðu þeirra. Ógildingin byggði á annmörkum á kosninguninni.

„Hvernig ætla menn að útskýra það fyrir útlendingum að við getum ekki haldið kosningar skammlaust?“
Guðlaugur Þór Þórðarson
um ógildingu á stjórnlagaþingskosningunum 2011

Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í gær greiddi Birgir atkvæði gegn tillögu Björns Leví Gunnarssonar Pírata, um að staðfesta engin kjörbréf sem hefði haft í för með sér nýjar kosningar um land allt. Það gerði einnig meginþorri þingmanna, 53 greiddu atkvæði gegn tillögunni. Birgir greiddi einnig atkvæði gegn tillögu Svandísar Svavarsdóttur, Vinstri grænum, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Samfylkingu, sem fól í sér uppkosningu í Norðvesturkjördæmi. Hann greiddi atkvæði með eigin tillögu um að samþykkja kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út, og þar með niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Guðlaugur Þór Þórðarson

Auk þessa má nefna að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var harðorður fyrir rúmum tíu árum síðan, í umræðum um dóm Hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu. „Þjóð okkar sem oft hefur verið nefnd elsta lýðræðisþjóðin, við eigum elstu lýðræðisstofnunina, Alþingi Íslendinga, getur ekki haldið kosningar skammlaust. Virðulegi forseti. Hvernig ætla menn að útskýra það fyrir útlendingum að við getum ekki haldið kosningar skammlaust? Virðulegi forseti. Hæstv. innanríkisráðherra segir: Þetta voru bara formreglur. En til hvers halda menn að formreglur séu? Þær eru til þess að ekki sé hægt að hafa rangt við í kosningum. Til þess eru þær meðal annars.“

Guðlaugur Þór var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær, sökum þess að hann er í sóttkví, en hann hafði kallað til varamann sinn, Kjartan Magnússon. Atkvæði Kjartans féllu eins og flokksbróður hans, Birgis, sem og flokksformannsins, fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Bjarni kemmst upp með allt því tugir þúsunda styðja hann þrátt fyrir lygi, fals, þjófnað, hroka, yfirgang, drottnun og illsku.
    1
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Birgir Ármannsson stóð í ströngu fimmtudaginn örlagaríka 2021-11-25 við að leggja fram andmæli gegn þeim sem vildu ekki staðfesta síðari talningu og kom ávallt með þau rök að engar vísbendingar hefðu fundist um að ágallar í norðvestur hafi breytt niðurstöðum kosninga. Þetta var að auki álit meirihluta kjörbréfanefndar sem Birgir var í forsvari fyrir.

    Það tvennt að tölur breyttust og að meðferð kjörgagna var svo verulega ábótavant milli talninga eins og allir eru sammála um í gögnum þessa máls er vísbending um að ágallar í norðvestur hafi breytt niðurstöðum kosninga.

    Speki Birgis Ármannssonar og annarra sem lögðu blessun sína yfir kjörbréf sín fimmtudaginn 2021-11-25 virðist því vera að mæla sannleik með því einfaldlega að endurtaka lygina nógu oft.
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    þessir trúðar hafa ekkert umboð til eins né neins sem gerir alla gjörninga þeirra ólögmæta enda valdstjórnin patt úri í skurði . . .
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Sorglegt!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ísland á VERULEGA bágt !!
    0
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    ekki batnar ástandid , hef mist alla trú á íslenskum stjórnmálum sem er greinilega snýst um völd en ekki lýdrædi, thad er hreinlega fótum trodid. karl gauti fyrrum thingmadur hefur greinilega rétt fyri sér . hver trúir nú á löginn thegar sjónarhólinn eru anmarkar .
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Einmitt það
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár