Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011

Bjarni Bene­dikts­son var harð­orð­ur í um­ræð­um um ógild­ingu kosn­inga til stjórn­laga­þings ár­ið 2011. Með­al ann­ars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgj­ast með taln­ingu at­kvæða“ ætti það að leiða til ógild­ing­ar. Bjarni greiddi hins veg­ar í gær at­kvæði með því að úr­slit kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um ættu að standa, þrátt fyr­ir fjöl­marga ann­marka á fram­kvæmd­inni.

Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
Taldi annmarka leiða til ógildingar Bjarni Benediktsson taldi árið 2011 eðlilegt að annmarkar á framkvæmd kosninga leiddu til ógildingar þeirra. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf á Alþingi í gær var hann ekki sama sinnis. Mynd: RÚV

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi í janúar 2011, um dóm Hæstaréttar, sem ógilti kosningu til stjórnlagaþings, að ómögulegt væri fyrir nokkurn mann að halda því fram að ágallarnir sem verið hefðu á kosningunni hefðu engin áhrif haft. „Minnsti vafi um að gallar við framkvæmd kosninga hafi haft áhrif á niðurstöðuna á að leiða til þess að hún sé ógild.“ Við atkvæðagreiðslu í gær um hvort samþykkja bæri niðurstöðu síðustu alþingiskosninga, þrátt fyrir að ljóst væri að verulegir ágallar hefðu verið á framkvæmd þeirra í Norðvesturkjördæmi, greiddi Bjarni atkvæði með samþykkt.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 25. janúar 2011 að kosningar til stjórnlagaþings, sem fóru fram 27. nóvember 2010, hefði verið ógild vegna þeirra annmarka sem voru á framkvæmd þeirra. Þrjá kærur bárust vegna kosninganna og fjallaði rétturinn um þær sameiginlega. Meðal þeirra annmarka sem Hæstiréttur tiltók sérstaklega að hefðu verið á kosningunni voru að verulegur annmarki hefði verið á að frambjóðendur hefðu ekki fengið að hafa umboðsmann viðstaddan kosninguna sjálfa og síðan talningu og einnig að talning hafi ekki farið fram fyrir opnum dyrum. Auk þess gerði dómurinn aðra annmarka að umtalsefni.

Nefndin taldi verulegan annmarka hafa verið á

Í bókun landskjörstjórnar kemur fram að ekki hafi „borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis á að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi.“ Með þeim hætti vakti landskjörstjórn athygli Alþingis á því að vafi kunni að vera á að kjörgögn hafi verið varin með þeim hætti að treysta megi því að þau endurspegli vilja kjósenda.

Óumdeilt er að við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi voru umboðsmenn framboða ekki viðstaddir nema hluta þess tíma sem talning stóð yfir. Þá segir í málsatvikalýsingu undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar að samkvæmt upplýsingum lögreglu „liggur fyrir að endurtalning atkvæða hafi ekki verið auglýst sérstaklega.“ Þar fyrir utan er ljóst að margvíslegir aðrir annmarkar voru á framkvæmd talningar í kjördæminu, svo sem að kjörgögn voru geymd í opnum kössum í rými sem ekki var læst eða innsiglað, óviðkomandi aðilar höfðu aðgang að því og áður en til endurtalningarinnar kom var oddviti yfirkjörstjórnar einn í talningarsal í rúman hálftíma. Í áliti meirihluta kjörbréfanefndar Alþingis, sem Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar skrifaði upp á ásamt fimm öðrum nefndarmönnum, segir meðal annars að „telja verður að alvarlegur annmarki hafi verið á vörslu kjörgagnanna.“

„Það er ekki hægt að búa við það við framkvæmd almennra kosninga í landinu að það ríki almennur vafi um hvort rétt hafi verið staðið að málum“
Bjarni Benediktsson
um ógildingu á stjórnlagaþingskosningunum 2011

Í umræðum um dóm Hæstaréttar árið 2011 sagði Bjarni Benediktsson, sem þá var í stjórnarandstöðu, meðal annars að ef fólki þætti framkvæmd kosninganna brjóta í bága við grundvallaratriði laga um framkvæmd kosninga þá kæmi upp vafi um þær. Sá vafi dygði til að leiða fram þá niðurstöðu að ógilda skyldi kosningarnar. „Ef mistekst að halda leynilega kosningu, ef menn fá ekki að fylgjast með talningu atkvæða, ef menn hafa efasemdir um að talningavélar telji rétt, ef mönnum finnst framkvæmd kosninganna að öðru leyti brjóta í bága við grundvallaratriði laga um framkvæmd kosninga þá kemur upp vafi og vafinn dugar til að leiða fram þessa niðurstöðu. Það er mín skoðun. En hæstv. ráðherrum finnst greinilega engu máli skipta þó að þjóðin þurfi að búa við vafa um það hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Ef það er vafi þá þarf að eyða honum. Það er ekki hægt að búa við það við framkvæmd almennra kosninga í landinu að það ríki almennur vafi um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Eða er það svo, hæstv. utanríkisráðherra, að það skipti engu máli hvort kosningar eru leynilegar eða ekki? Skiptir engu máli hvort menn fái að fylgjast með talningu atkvæða eða ekki?“

Birgir sagði ábyrgðina hjá ríkisstjórninni árið 2011

Birgir Ármannsson

Birgir Ármannsson lýsti því við sömu umræður að ábyrgð á því hvernig mál hefðu æxlast lægi hjá ríkisstjórninni. „Hvar liggur sú ábyrgð? Liggur hún hjá einhverjum sveitarstjórnum? Liggur hún hjá embættismönnum í einhverjum ráðuneytum? Nei, auðvitað liggur hún hjá ríkisstjórninni í landinu, hinni pólitísku forustu ríkisstjórnarinnar í landinu. Getur einhver velkst í vafa um það að höfuðábyrgð á því klúðri, sem ég held að við séum öll sammála um að sé komið upp í málinu, liggur hjá þeim sem hafa forustu, pólitíska forustu bæði fyrir löggjafar- og framkvæmdarvaldinu í landinu, pólitískum leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna? Þar liggur ábyrgðin.“

Dómsmálaráðuneytið fer lögum samkvæmt með ábyrgð á framkvæmd kosninga til Alþingis. Í dómsmálaráðuneytinu situr samflokkskona Birgis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, í ráðherrastól.

Birgir sagði ennfremur í umræðunum að við kosningarnar „hafi mönnum verið svo mislagðar hendur við framkvæmdina og klaufaskapurinn svo mikill að útkoman er sú sögulega niðurstaða að Hæstiréttur telur kosninguna ekki gilda.“

Dómur Hæstaréttar byggði á formgöllum en ekki áhrifum á niðurstöðu

Birgir er formaður kjörbréfanefndar og var einnig formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar. Í áliti meirihluta kjörbréfanefndar gerði Birgir, ásamt öðrum þingmönnum sem mynduðu meirihutann, það að tillögu sinni kjörbréf þingmanna sem landsskjörstjórn gaf út eftir seinni talningu í Norðvesturkjördæmi yrðu samþykkt, og þar með samþykkt að bregðast ekki við framkomnum upplýsingum um annmarka meðferð á kjörgögnum í Norðvesturkjördæmi.

„Ekki er krafist lögfullrar sönnunar fyrir því að gallinn hafi raunverulega haft áhrif á úrslit kosninganna“
Birgir Ármannsson
við umræður um útgáfu kjörbréfa 25. nóvember 2021

Meðal þess sem Birgir sagði við umfjöllun um málið á Alþingi í gær var að vissulega væri rétt að ekki þyrfti að koma til sönnun þess að annmarkar á kosningaferlinu hefðu haft áhrif á úrslit. „ „Eins og háttvirtur þingmaður bendir á, segir „ef ætla megi“. Ekki er krafist lögfullrar sönnunar fyrir því að gallinn hafi raunverulega haft áhrif á úrslit kosninganna heldur má segja að matsreglan sé sett fram með þeim hætti, þ.e. ef ætla megi það. En til þess að ætla megi að gallinn hafi haft áhrif verða að koma fram einhverjar vísbendingar, eitthvað sem bendir til þess að hægt sé að draga þá ályktun að svo megi ætla.“

Síðar í umræðunum sagði Birgir einnig, í andsvari við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar: „Telur hún að það sé ekki þörf á því að sýna með einhverjum hætti fram á eitthvert samhengi, eitthvert orsakasamhengi milli gallans, sem vissulega er fyrir hendi, og milli úrslita kosninganna, sem líka liggja fyrir, til að hægt sé að beita ógildingarúrræðinu? Þetta segi ég vegna þess að ákvæðið er orðað þannig að ógilding sé heimil ef má ætla — ef má ætla, ekki bara ef hugsanlegt er eða ef kannski gæti komið til greina. Það er sagt „ætla má“ sem felur í sér ákveðna vísbendingu um að það þurfi að vera einhver líkindi fyrir því að þessi galli hafi haft þessi áhrif.“

Í dómi Hæstaréttar frá 2011 var ekki að finna slíkt orsakasamhengi, það er að gallar við framkvæmd kosninganna hefðu leitt til bjagaðrar niðurstöðu þeirra. Ógildingin byggði á annmörkum á kosninguninni.

„Hvernig ætla menn að útskýra það fyrir útlendingum að við getum ekki haldið kosningar skammlaust?“
Guðlaugur Þór Þórðarson
um ógildingu á stjórnlagaþingskosningunum 2011

Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í gær greiddi Birgir atkvæði gegn tillögu Björns Leví Gunnarssonar Pírata, um að staðfesta engin kjörbréf sem hefði haft í för með sér nýjar kosningar um land allt. Það gerði einnig meginþorri þingmanna, 53 greiddu atkvæði gegn tillögunni. Birgir greiddi einnig atkvæði gegn tillögu Svandísar Svavarsdóttur, Vinstri grænum, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, Samfylkingu, sem fól í sér uppkosningu í Norðvesturkjördæmi. Hann greiddi atkvæði með eigin tillögu um að samþykkja kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út, og þar með niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Guðlaugur Þór Þórðarson

Auk þessa má nefna að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var harðorður fyrir rúmum tíu árum síðan, í umræðum um dóm Hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu. „Þjóð okkar sem oft hefur verið nefnd elsta lýðræðisþjóðin, við eigum elstu lýðræðisstofnunina, Alþingi Íslendinga, getur ekki haldið kosningar skammlaust. Virðulegi forseti. Hvernig ætla menn að útskýra það fyrir útlendingum að við getum ekki haldið kosningar skammlaust? Virðulegi forseti. Hæstv. innanríkisráðherra segir: Þetta voru bara formreglur. En til hvers halda menn að formreglur séu? Þær eru til þess að ekki sé hægt að hafa rangt við í kosningum. Til þess eru þær meðal annars.“

Guðlaugur Þór var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær, sökum þess að hann er í sóttkví, en hann hafði kallað til varamann sinn, Kjartan Magnússon. Atkvæði Kjartans féllu eins og flokksbróður hans, Birgis, sem og flokksformannsins, fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Bjarni kemmst upp með allt því tugir þúsunda styðja hann þrátt fyrir lygi, fals, þjófnað, hroka, yfirgang, drottnun og illsku.
    1
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Birgir Ármannsson stóð í ströngu fimmtudaginn örlagaríka 2021-11-25 við að leggja fram andmæli gegn þeim sem vildu ekki staðfesta síðari talningu og kom ávallt með þau rök að engar vísbendingar hefðu fundist um að ágallar í norðvestur hafi breytt niðurstöðum kosninga. Þetta var að auki álit meirihluta kjörbréfanefndar sem Birgir var í forsvari fyrir.

    Það tvennt að tölur breyttust og að meðferð kjörgagna var svo verulega ábótavant milli talninga eins og allir eru sammála um í gögnum þessa máls er vísbending um að ágallar í norðvestur hafi breytt niðurstöðum kosninga.

    Speki Birgis Ármannssonar og annarra sem lögðu blessun sína yfir kjörbréf sín fimmtudaginn 2021-11-25 virðist því vera að mæla sannleik með því einfaldlega að endurtaka lygina nógu oft.
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    þessir trúðar hafa ekkert umboð til eins né neins sem gerir alla gjörninga þeirra ólögmæta enda valdstjórnin patt úri í skurði . . .
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Sorglegt!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ísland á VERULEGA bágt !!
    0
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    ekki batnar ástandid , hef mist alla trú á íslenskum stjórnmálum sem er greinilega snýst um völd en ekki lýdrædi, thad er hreinlega fótum trodid. karl gauti fyrrum thingmadur hefur greinilega rétt fyri sér . hver trúir nú á löginn thegar sjónarhólinn eru anmarkar .
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Einmitt það
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár