Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Álag á bráðamóttöku rakið til þess að fólk hafi ekki leitað læknis í faraldrinum

Lík­ur eru tald­ar á að eitt af því sem veld­ur nú miklu álagi á bráða­mót­töku Land­spít­ala sé að fólk hafi forð­ast að leita sér lækn­inga við ýms­um kvill­um vegna Covid-far­ald­urs­ins. Mik­il fækk­un á kom­um eldra fólks á bráða­mót­töku á síð­asta ári renn­ir stoð­um und­ir þá kenn­ingu.

Álag á bráðamóttöku rakið til þess að fólk hafi ekki leitað læknis í faraldrinum
Sligandi álag Gríðarlegt álag er nú á bráðamóttöku Landspítala, svo að hjúkrunarfræðingar hafa í nokkru mæli gefist upp og sagt upp störfum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Margt bendir til að stór áhrifaþáttur þess mikla álags sem verið hefur á bráðamóttöku Landspítalans, bæði nú allra síðustu daga en einnig fyrr á þessu ári, sé að inn á bráðamóttökuna nú sé í verulegum mæli að koma fólk sem ekki hefur leitað sér lækninga fyrr en í óefni er komið. Ástæðan er sú, að talið er, að Covid-19 faraldurinn hafi valdið því að fólk hafi setið heima og ýmist ekki fengið viðeigandi þjónustu eða ekki sinnt einkennum annarra sjúkdóma. Verulega mikið færri komur fólks yfir 67 ára á bráðamóttöku árið 2020, í samanburði við árið áður, renna stoðum undir þetta.

Þetta er mat Þórdísar Katrínar Þorsteinsdóttur, prófessors og forstöðukonu Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum. Á ráðstefnu vegna Dags öldrunar sem haldin var 19. nóvember hélt Þórdís erindi undir yfirskriftinni „Hvað varð um eldra fólkið í heimsfaraldri Covid-19? Komur 67 ára og eldri á bráðamóttöku Landspítala 2020 samanborið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árný Daníelsdóttir skrifaði
    Ég er sammála kollegum mínum. Vona að fólk sem er lasið og þarf að leita inn á Landspítalann geri það. Ekki bíða, það getur orðið afdrífaríkað fyrir þann einstakling !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár