Margt bendir til að stór áhrifaþáttur þess mikla álags sem verið hefur á bráðamóttöku Landspítalans, bæði nú allra síðustu daga en einnig fyrr á þessu ári, sé að inn á bráðamóttökuna nú sé í verulegum mæli að koma fólk sem ekki hefur leitað sér lækninga fyrr en í óefni er komið. Ástæðan er sú, að talið er, að Covid-19 faraldurinn hafi valdið því að fólk hafi setið heima og ýmist ekki fengið viðeigandi þjónustu eða ekki sinnt einkennum annarra sjúkdóma. Verulega mikið færri komur fólks yfir 67 ára á bráðamóttöku árið 2020, í samanburði við árið áður, renna stoðum undir þetta.
Þetta er mat Þórdísar Katrínar Þorsteinsdóttur, prófessors og forstöðukonu Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum. Á ráðstefnu vegna Dags öldrunar sem haldin var 19. nóvember hélt Þórdís erindi undir yfirskriftinni „Hvað varð um eldra fólkið í heimsfaraldri Covid-19? Komur 67 ára og eldri á bráðamóttöku Landspítala 2020 samanborið …
Athugasemdir (1)