Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Loforð og loftárásir

Ír­an fékk kjarn­ork­una með hjálp vest­ur­veld­anna. Nú reyn­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seti að end­ur­lífga sátt­mál­ann sem Don­ald Trump rifti og fá Ír­ana til að sam­þykkja að fram­leiða eng­in kjarn­orku­vopn. Ísra­el­ar sæta fær­is til að stöðva sam­komu­lag­ið.

Loforð og loftárásir
Utanríkisráðherra Írans, Hossein Amir-Abdollahian, til hægri, býður framkvæmdastjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, Rafael Grossi, velkominn í utanríkisráðuneytinu í Teheran á þriðjudag, 23. nóvember síðastliðinn. Mynd: ATTA KENARE / AFP

Ísraelsmenn varpa löngum skugga á samningaviðræður sem senn hefjast í Vínarborg um framtíð kjarnorkuáætlunar Írana. Ísrael á enga fulltrúa á ráðstefnunni en hyggst koma vilja sínum fram með loftárásum á kjarnorkuver Írana í staðinn. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja semja en hefur litla pólitíska innistæðu til að skipa nýrri Ísraelsstjórn fyrir verkum, hvað þá klerkastjórninni í Íran.

Kjarnorkuiðnaðurinn í Íran á sér lengri sögu en flestir gera sér grein fyrir. Fyrstu skrefin voru tekin á sjötta áratug síðustu aldar í boði þáverandi Bandaríkjaforseta, Dwight D. Eisenhower. Hann boðaði stefnu sem nefndist „Atoms for peace“ eða „Atóm í þágu friðar“ í ræðu sem hann hélt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í árslok 1953. 

„[Bandaríkin] vilja sjálf lifa frjáls, og í þeirri öruggu vitneskju að fólk af öllum þjóðernum hafi jafnan rétt til að velja sína leið í lífinu,“ sagði Eisenhower. Með því átti hann auðvitað við að hann vildi dreifa kjarnorkutækni til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár