Ísraelsmenn varpa löngum skugga á samningaviðræður sem senn hefjast í Vínarborg um framtíð kjarnorkuáætlunar Írana. Ísrael á enga fulltrúa á ráðstefnunni en hyggst koma vilja sínum fram með loftárásum á kjarnorkuver Írana í staðinn. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja semja en hefur litla pólitíska innistæðu til að skipa nýrri Ísraelsstjórn fyrir verkum, hvað þá klerkastjórninni í Íran.
Kjarnorkuiðnaðurinn í Íran á sér lengri sögu en flestir gera sér grein fyrir. Fyrstu skrefin voru tekin á sjötta áratug síðustu aldar í boði þáverandi Bandaríkjaforseta, Dwight D. Eisenhower. Hann boðaði stefnu sem nefndist „Atoms for peace“ eða „Atóm í þágu friðar“ í ræðu sem hann hélt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í árslok 1953.
„[Bandaríkin] vilja sjálf lifa frjáls, og í þeirri öruggu vitneskju að fólk af öllum þjóðernum hafi jafnan rétt til að velja sína leið í lífinu,“ sagði Eisenhower. Með því átti hann auðvitað við að hann vildi dreifa kjarnorkutækni til …
Athugasemdir