Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Loforð og loftárásir

Ír­an fékk kjarn­ork­una með hjálp vest­ur­veld­anna. Nú reyn­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seti að end­ur­lífga sátt­mál­ann sem Don­ald Trump rifti og fá Ír­ana til að sam­þykkja að fram­leiða eng­in kjarn­orku­vopn. Ísra­el­ar sæta fær­is til að stöðva sam­komu­lag­ið.

Loforð og loftárásir
Utanríkisráðherra Írans, Hossein Amir-Abdollahian, til hægri, býður framkvæmdastjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, Rafael Grossi, velkominn í utanríkisráðuneytinu í Teheran á þriðjudag, 23. nóvember síðastliðinn. Mynd: ATTA KENARE / AFP

Ísraelsmenn varpa löngum skugga á samningaviðræður sem senn hefjast í Vínarborg um framtíð kjarnorkuáætlunar Írana. Ísrael á enga fulltrúa á ráðstefnunni en hyggst koma vilja sínum fram með loftárásum á kjarnorkuver Írana í staðinn. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja semja en hefur litla pólitíska innistæðu til að skipa nýrri Ísraelsstjórn fyrir verkum, hvað þá klerkastjórninni í Íran.

Kjarnorkuiðnaðurinn í Íran á sér lengri sögu en flestir gera sér grein fyrir. Fyrstu skrefin voru tekin á sjötta áratug síðustu aldar í boði þáverandi Bandaríkjaforseta, Dwight D. Eisenhower. Hann boðaði stefnu sem nefndist „Atoms for peace“ eða „Atóm í þágu friðar“ í ræðu sem hann hélt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í árslok 1953. 

„[Bandaríkin] vilja sjálf lifa frjáls, og í þeirri öruggu vitneskju að fólk af öllum þjóðernum hafi jafnan rétt til að velja sína leið í lífinu,“ sagði Eisenhower. Með því átti hann auðvitað við að hann vildi dreifa kjarnorkutækni til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár