Ríkið Bélarus eða Hvíta-Rússland hefur verið í fréttum að undanförnu og ekki af neinu góðu. Um það þarf ekki að orðlengja. En hvað er þetta land, og hver er sú þjóð sem byggir það?
Landið er nú í fyrsta lagi tvisvar sinnum stærra en Ísland og þar búa nú 9,3 milljónir manna. Þeim hefur farið heldur fækkandi síðustu misseri því margir reyna að komast úr landi undan einræðisstjórn Lúkasénka forseta.
Landið er mjög flatt og er hæsti „tindur“ þess hóll sem nær 365 metra hæð. En þar sem meðalhæð landsins er 160 metrar yfir sjávarmáli, þá rís hann ekki sérlega hátt upp úr umhverfi sínu.
Laufskógabeltið
Í grófum dráttum má segja að Bélarus sé nyrst í laufskógabeltinu sem hringar sig um heiminn norðanverðan; það er stutt í barrskógabeltið í norðri en heldur ekki langt suður á gresjurnar sem (að minnsta kosti núorðið) eru einkenni Úkraínu.
Um það bil 40 …
Geggjuð lesning.