Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans og Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á spítalanum, biðja þolanda Björns Loga Þórarinssonar afsökunar á því að hafa brugðist henni eftir að hún tilkynnti kynferðislega áreitni af hans hálfu til spítalans í febrúar.
Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segja Guðlaug og Gunnar að „Landspítali þarf að draga alvarlegan og víðtækan lærdóm af þessu máli“ og að nú þegar hafi þau beðið um óháða úttekt á vinnubrögðum spítalans.
Enn fremur segjast þau ætla leita allra leiða til að ná sáttum við þolandann og „höndla málefni hennar og annarra þolenda eftirleiðis með þeim hætti að sátt ríki um okkar starfsaðferðir og verklag“ og að það sé „óumflýjanlegt að taka málefni gerenda fastari tökum“ og að þau muni leita til fagaðila og annarra til þess.
Athugasemdir