Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Spítalinn segist hafa brugðist þolanda áreitni

Guð­laug Rakel Guð­jóns­dótt­ir, sett­ur for­stjóri Land­spít­al­ans og Gunn­ar Ág­úst Bein­teins­son, fram­kvæmda­stjóri mannauðs á spít­al­an­um, segja í svari til Stund­ar­inn­ar að spít­al­inn hafi brugð­ist þol­anda Björns Loga Þór­ar­ins­son­ar sér­fræðilækn­is og biðja hana af­sök­un­ar.

Spítalinn segist hafa brugðist þolanda áreitni
Senda þolanda afsökunarbeiðni Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, og Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á spítalanum biðja þolanda Björns Loga Þórarinssonar afsökunar á því að hafa brugðist henni.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans og Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á spítalanum, biðja þolanda Björns Loga Þórarinssonar afsökunar á því að hafa brugðist henni eftir að hún tilkynnti kynferðislega áreitni af hans hálfu til spítalans í febrúar. 

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segja Guðlaug og Gunnar að „Landspítali þarf að draga alvarlegan og víðtækan lærdóm af þessu máli“ og að nú þegar hafi þau beðið um óháða úttekt á vinnubrögðum spítalans. 

Enn fremur segjast þau ætla leita allra leiða til að ná sáttum við þolandann og „höndla málefni hennar og annarra þolenda eftirleiðis með þeim hætti að sátt ríki um okkar starfsaðferðir og verklag“ og að það sé „óumflýjanlegt að taka málefni gerenda fastari tökum“ og að þau muni leita til fagaðila og annarra til þess. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár