Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Spítalinn segist hafa brugðist þolanda áreitni

Guð­laug Rakel Guð­jóns­dótt­ir, sett­ur for­stjóri Land­spít­al­ans og Gunn­ar Ág­úst Bein­teins­son, fram­kvæmda­stjóri mannauðs á spít­al­an­um, segja í svari til Stund­ar­inn­ar að spít­al­inn hafi brugð­ist þol­anda Björns Loga Þór­ar­ins­son­ar sér­fræðilækn­is og biðja hana af­sök­un­ar.

Spítalinn segist hafa brugðist þolanda áreitni
Senda þolanda afsökunarbeiðni Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, og Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á spítalanum biðja þolanda Björns Loga Þórarinssonar afsökunar á því að hafa brugðist henni.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans og Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðs á spítalanum, biðja þolanda Björns Loga Þórarinssonar afsökunar á því að hafa brugðist henni eftir að hún tilkynnti kynferðislega áreitni af hans hálfu til spítalans í febrúar. 

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segja Guðlaug og Gunnar að „Landspítali þarf að draga alvarlegan og víðtækan lærdóm af þessu máli“ og að nú þegar hafi þau beðið um óháða úttekt á vinnubrögðum spítalans. 

Enn fremur segjast þau ætla leita allra leiða til að ná sáttum við þolandann og „höndla málefni hennar og annarra þolenda eftirleiðis með þeim hætti að sátt ríki um okkar starfsaðferðir og verklag“ og að það sé „óumflýjanlegt að taka málefni gerenda fastari tökum“ og að þau muni leita til fagaðila og annarra til þess. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár