Í sumum matreiðslubókum sem gefnar eru út á Íslandi er engin ný, frumleg eða sjálfstæð verk að finna. Miðaldra endurskoðandi í Reykjavík, sem er kannski sæmilegur heimakokkur, fær þá hugmynd að gerast matarbloggari og -bókahöfundur. Hann opnar heimasíðu og byrjar mögulega að elda með markvissum hætti, ekki endilega öfugt, og birtir uppskriftir.
Hugmyndin gengur út á það, annars vegar, að þýða og fleyta alþekktum uppskriftum að réttum eins og spaghetti bolognese, beef wellington, smass-hamborgurum, smjörsteiktum humarhölum og bearnaise-sósu úr gúgglvélinni eða heimakokkaminninu yfir á internetið undir eigin höfundarmerkingu. Hins vegar gengur hún svo út á að taka minna þekktar, frumlegar uppskriftir frá þekktum, erlendum matreiðslumönnum og einfalda þær, jafnvel gelda eða skrumskæla, til að taka mið af þeim hráefnum sem er hægt að finna á Íslandi. Þetta er cirka svona.
Eftir x-langan tíma er svo ákveðið að gefa þessar uppskriftir af heimasíðunni út á bók jafnvel þótt þær hafi engu …
Athugasemdir