Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga

Bragi Guð­brands­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hringdi í konu sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi fyr­ir tveim­ur vik­um síð­an. Kon­an seg­ir Braga hafa full­yrt að eng­in gögn styddu það að kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hefðu ver­ið beitt­ar of­beldi þar. Ell­efu kon­ur hafa lýst harð­ræði og of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­órs­son­ar for­stöðu­manns. Bragi seg­ir tíma­bært að „mað­ur sé ekki hundelt­ur“ vegna slíkra mála.

Kona sem upplifði harðræði á Laugalandi lýsir símtali frá Braga
Segist vera hundeltur Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að kominn sé tími á að gætt sé sanngirni í málefnum er varða ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi, „að maður sé ekki hundeltur.“ Bragi hringdi í síðasta mánuði í konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu. Konan ber að Bragi hafi sagt að engin gögn styddu það að þar hafi verið beitt ofbeldi.

Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hringdi 27. október í eina kvennanna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti. Konan segir að símtalið hafi komið illa við sig, Bragi hafi þar fullyrt að engin gögn styddu það að stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu verið beittar ofbeldi eða ofríki og þegar hún hafi rifjað upp samskipti sín við Braga hafi hann afskrifað þá upplifun sem falska minningu. „Mín tilfinning allt samtalið var að hann væri að leita að bandamanni, fyrir sjálfan sig.“ Bragi sjálfur neitar fyrir að hafa hringt til að ræða um dvöl konunnar á meðferðarheimilinu, erindið hafi verið annað.

Konan, sem ekki vill koma fram undir nafni að sinni, var vistuð á meðferðarheimilinu um tveggja ára skeið á árunum 1999 til 2001. Hún segir sína sögu vera nokkuð öðruvísi en sögur þeirra tíu kvenna sem þegar hafa stigið fram í Stundinni og lýst líkamlegu og andlegu ofbeldi sem þær hafi verið beittar á heimilinu, einkum af hendi Ingjaldar Arnþórssonar, sem var forstöðumaður þess um tíu ára skeið á árunum 1997 til 2007.

„Það er ekkert sem réttlætir það að draga mig niður stiga og liggja svo ofan á hálsinum á mér þar til ég nánast líð út af“

„Ég varð einu sinni fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar en ég áttaði mig ekki á því fyrr en núna í sumar að ég átti það ekki skilið. Ég hugsaði alltaf: Ég var með læti fyrir framan börnin hans, auðvitað mátti hann halda mér niðri og nánast kæfa mig af því ég var dónaleg fyrir framan börnin hans. En auðvitað er það ekki þannig. Það er ekkert sem réttlætir það að draga mig niður stiga og liggja svo ofan á hálsinum á mér þar til ég nánast líð út af.“

Ingjaldur gerði konuna að uppljóstrara

Konan lýsir atvikinu svo að hún hafi verið búin að vera í um tvær vikur á meðferðarheimilinu þegar það átti sér stað. Systir hennar hefði gefið henni peninga sem hún hafi hins vegar ekki fengið í hendurnar heldur hafi Ingjaldur neitað henni um þá. „Ég vildi fá þennan pening, ég þekkti ekki reglurnar um vikupeninga þarna, ég var fimmtán ára gömul og búin að vera í tvær vikur þarna í langtímameðferð og missti stjórn á skapi mínu þegar mér var neitað um það. Þetta var uppi á efri hæð í Varpholti, hann reif mig niður stigann, fór með mig inn í herbergi og grýtti mér þar á rúmið. Hann lokaði hurðinni á eftir sér og kom svo og lagðist ofan á mig í rúminu og hélt mér niðri, ég man ekki hvort það var með olnboganum eða hnénu á hálsinum á mér, það var annaðhvort. Allt þetta gerði hann af því ég var að rífast við hann um að ég vildi fá þessa peninga, sem ég átti og mér fannst ég eiga rétt á. Í kjölfarið á þessu fór Ingjaldur með mig á Háholt í Skagafirði, sem var í raun bara unglingafangelsi, og sagði mér að ef svona kæmi fyrir aftur þá myndi ég enda þar.“

„Ég varð svo hrædd við Ingjald eftir þetta að ég fór bara í þóknunarhlutverk“

Konan segir að hún hafi ekki eftir þetta orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu, enda hafi hún verið logandi hrædd og því gert allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast Ingjaldi og starfsfólki meðferðarheimilisins. „Ég varð svo hrædd við Ingjald eftir þetta að ég fór bara í þóknunarhlutverk. Ég sá að ég þyrfti að hafa hann góðan. Eftir það setti hann mig upp á mikinn stall. Hann var alltaf að segja mér að ég væri betri en hinar stelpurnar, ég væri ekki sama hóran, ekki sama neysludruslan og þær, ég væri betri í skóla en þær og klæddi mig betur og væri ekki eins undirförul. Hann var endalaust að segja svona við mig og hélt mér þannig frá hinum stelpunum í hópnum. Hann tók mig afsíðis og hrósaði mér og sagði: Þú veist að þú getur alltaf sagt mér ef það er eitthvað í gangi í húsinu.

Þetta var komið á það stig að ég passaði mig á því að ef ég vissi um eitthvað sem var í gangi í húsinu þá sagði ég honum frá því, því ég var svo hrædd við hver viðbrögðin yrðu ef hann kæmist að því að ég hefði vitað af hlutunum en ekki sagt honum frá því. Ég var alveg handviss um að ef ég myndi vita af einhverju sem væri í gangi í húsinu og segði honum ekki frá því yrði ég annað hvort lamin eða send á Háholt, eða bæði.“

Lýsir kúgun og hótunum IngjaldarKonan segir að Ingjaldur hafi beitt hana harkalegu ofbeldi eftir aðeins tvær vikur í Varpholti. Eftir það hafi hún verið svo hrædd við hann að hún hafi gengist upp í að gera allt til að þóknast honum.

Konan varð því, eins og hún lýsir því, uppljóstrari Ingjaldar í stúlknahópnum. Hún segir að tíminn á Laugalandi hafi því verið henni mjög einmanalegur, stelpurnar sem vistaðar voru með henni hafi lagt fæð á hana vegna þess hvernig Ingjaldi hafi tekist að kúga hana til að verða „sín stúlka“ í húsinu. „Það gerði það að verkum að ég átti enga vinkonu þarna. Svo loks þegar ég eignaðist eina vinkonu á Laugalandi, góða vinkonu, þá ásakaði Ingjaldur okkur um að vera lesbíur og stíaði okkur í sundur. Við máttum ekki sitja saman, tala saman eða gera neitt saman.“

Staðfestir lýsingu konunnar

Umrædd vinkona er Sigurósk Tinna Pálsdóttir, sem áður hefur stigið fram í Stundinni og sagt sögu sína af vistuninni á Laugalandi. Í samtali við Stundina staðfestir hún frásögnina. „Við urðum góðar vinkonur og þessi lýsing hennar er hárrétt. Mér fannst rosalega sárt þegar Ingjaldur stíaði okkur í sundur, mér þótt mjög vænt um hana. En þegar þetta gerðist, að Ingjaldur sakaði okkur um að vera samkynhneigðar, þá olli það því að ég fór á tímabili að efast um mína kynhneigð. Einfaldlega vegna þess að hann fullyrti aftur og aftur að við værum samkynhneigðar. Sem var alls ekki raunin, ég tengdi bara mjög mikið við hana. Þetta var mjög sárt, ég þorði varla að fara í sturtu því ég fór að velta fyrir mér hvort ég mætti líta í áttina að henni eða hvað. Þetta var auðvitað kristilegt stúlknaheimili og samkynhneigð var viðbjóður.“

Tinna segir það jafnframt rétt að konan hafi mætt andúð hinna stelpnanna á heimilinu. „Hún var sett upp á stall, að því er okkur hinum fannst. Það var talað um hana sem sleikju, hún segði þeim Ingjaldi og Áslaugu allt, og ég var ekki saklaus af því. En svo þegar ég fór að átta mig betur á því að það sem var í gangi þarna á Laugalandi væri alls ekki í lagi, hvernig þau höguðu sér við okkur, opnuðust augu mín fyrir því að þau hlytu að vera að gera eitthvað á hlut hennar öðruvísi en okkar.“

Stíað í sundur og sagðar samkynhneigðarSigurósk Tinna, lengst til hægri á myndinni, staðfestir lýsingar konunnar á því hvernig Ingjaldur stíaði þeim vinkonunum í sundur á þeim grunni að þær væru samkynhneigðar. Það hafi þó ekki verið raunin. Konan er hér á myndinni, þriðja frá vinstri, ásamt öðrum stúlkum sem vistaðar voru á Laugalandi en myndin er tekin á árshátíð Hrafnagilsskóla. Lengst til hægri er Kolbrún Þorsteinsdóttir og fyrir miðju er Dagný Rut Magnúsdóttir. Þær hafa báðar lýst því ofbeldi sem þær urðu fyrir á Laugalandi í Stundinni.

Fékk símtal frá fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu

Nokkru eftir að konan var útskrifuð af Laugalandi átti hún í samskiptum við Braga en hún var fengin til þess að lýsa því hversu vel dvölin á meðferðarheimilinu hefði gagnast henni. Þeirra samskipti hafi hins vegar ekki verið önnur eftir útskrift hennar og hún hafi ekkert haft af Braga að segja í tæpa tvo áratugi, eða allt þar til henni barst símtal frá honum miðvikudaginn 27. október síðastliðinn. „Þetta var mjög furðulegt, og mjög óþægilegt símtal. Hann hringdi á vinnustaðinn minn þar sem ég var á fundi. Ég var kölluð út af fundinum af því að Bragi Guðbrandsson var á línunni. Ég hef rætt þetta mál, vistunina á Laugalandi, við konurnar sem ég vinn með og þess vegna fannst þeirri sem svaraði símanum mjög sérstakt að Bragi væri að hringja í mig og ákvað að ná í mig inn á þennan fund.“

Samstarfskona konunnar staðfestir við Stundina að Bragi hafi hringt umræddan dag og beðið sérstaklega um að fá samband við hana. Símtalið barst klukkan 10:18 og hefur Stundin undir höndum gögn sem sýna það, sem og að hringt var úr farsímanúmeri Braga.

Konan segir að Bragi hafi lýst því í upphafi símtalsins að honum hafi verið hugsað til hennar síðustu árin og sérstaklega síðustu mánuði, eftir að umfjöllun um Laugaland hófst. Hann hefði fyrir tilviljun verið að skoða heimasíðu vinnustaðar hennar og hefði viljað kynna sér starfsemina betur og þá séð að hún væri að vinna á umræddum vinnustað. Því hafi hann ákveðið að hringja til hennar vegna þeirrar tilviljunar. Á þetta leggur konan lítinn trúnað, enda hafi Bragi ekki spurt um nokkuð sem laut að starfseminni í símtali sem að hennar sögn stóð í 36 mínútur og 48 sekúndur. Hann hafi hins vegar rætt við hana um Laugaland í ljósi umfjöllunar Stundarinnar og rannsóknarinnar sem er í gangi á starfsemi heimilisins. 

„Hann passaði sig á að segja að hann væri nú alls ekki að reyna að hafa nein áhrif á mig en við hefðum nú átt svo góð samskipti í gegnum tíðina að hann vildi kanna hvernig ég hefði það vegna þessa. Ég hefði jú áður sagt að Laugaland hefði bjargað lífi mínu og hann spurði hvort það væri ekki örugglega mín afstaða enn þá. Svo fór hann að tala um að við hefðum átt góð samtöl þarna fyrir tuttugu árum. Ég sagði þá að það eina sem ég myndi eftir af samskiptum okkar væri að hann hefði orðið drukkinn við kvöldverð sem við sátum saman, hangið á öxlunum á mér og sagt mér frá trúnaðarmálum annarra skjólstæðinga Barnaverndarstofu.“

Bragi sagði minningar konunnar „ekki raunverulegar“

Konan segir að hún hafi sagt fólki frá þessari uppákomu eftir á og því sé þetta ekki einhver „fölsk minning“ eins og hún segir að Bragi hafi haldið fram við sig í símtalinu. „„Þetta vissulega gerðist ekkert,“ sagði hann, og bætti við að minningar breyttust með tímanum. „Þetta er ekki raunveruleg minning hjá þér“ sagði Bragi og eyddi síðan talinu,“ segir konan.

„Hann taldi upp alls konar afrek sín í gegnum tíðina og sagði svo að það væru engin gögn til að staðfesta að nokkuð óeðlilegt hefði átt sér stað á Laugalandi“

Að öðru leyti hafi samtalið gengið út á það af hálfu Braga að hann væri orðinn gamall maður sem hefði farið inn í barnaverndarstarf af hugsjón, til að bjarga börnum. „Hann taldi upp alls konar afrek sín í gegnum tíðina og sagði svo að það væru engin gögn til að staðfesta að nokkuð óeðlilegt hefði átt sér stað á Laugalandi. Ég sagði honum að ég þyrfti engin gögn, ég veit hverjar mínar minningar eru og ég veit hver mín upplifun var. Það sem gerðist gerðist, það átti sér stað víðtækt ofbeldi þarna af hálfu Ingjaldar og Áslaugar.“

Kom Ingjaldi til varnarBragi, sem sést hér fyrir miðju ásamt Ingjaldi og Áslaugu Brynjarsdóttur við opnun meðferðarheimilisins í Varpholti, gekk hart fram í að verja Ingjald þegar ásakanir risu um ofbeldi á meðferðarheimilinu árið 2007.

Telur Braga hafa verið að leita bandamanns

Konan segir að hún sé þess fullviss að tilgangur Braga með símtalinu hafi verið að kanna hvar landið lægi og hvort hann mætti eiga von á því að vitnisburður hennar í rannsókn Gæða- og eftirlitsstofnunar á meðferðarheimilinu yrði jákvæður. „Ég spurði Braga hver tilgangurinn væri með þessu símtali og hvort hann væri að hringja í allar stelpurnar. Hann neitaði því, sagði að hann hefði bara viljað heyra hver staðan á mér væri. Mín tilfinning allt samtalið var að hann væri að leita að bandamanni, fyrir sjálfan sig. En ég er búin að fara í viðtal hjá rannsóknarnefndinni nú þegar og lýsa minni upplifun.“

Sem fyrr segir tók það konuna langan tíma að átta sig á því hvernig komið hefði verið fram við hana á Laugalandi. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr en í sumar. Ég las umfjallanirnar í Stundinni í byrjun árs og fram eftir ári og þá kom fólkið mitt til mín og fór að spyrja mig hvort þetta hefði virkilega verið svona. Það eina sem ég gat svarað þá var að ég hefði aldrei orðið vitni að því að einhver hefði verið beitt ofbeldi. Svo var það í maí að ég var að hlusta á hlaðvarpsviðtal við Gígju [Skúladóttur] og það opnuðust bara flóðgáttir. Ég fékk nánast taugaáfall, ég grét og grét og varð að fara úr vinnunni og gat ekki mætt aftur fyrr en þremur dögum síðar, ég var bara að vinna úr þessu. Allar minningarnar komu fram, hvernig þetta hefði verið hjá mér þarna fyrir norðan.“

Konan segir að eftir þetta hafi hún haft samband við þær stúlkur sem höfðu komið fram og sagt sína sögu. Hún hefði þá fengið aðgang að Facebook-hópi sem þær væru í saman. „Þær báðu mig afsökunar á að hafa ekki boðið mér að vera með en málið er auðvitað, eins og Bragi nefndi, að ég er búin að koma fram opinberlega og segja að Laugaland hafi bjargað lífi mínu. Það var mín reynsla þar til í maí þegar ég sá að það var ekki svona einfalt. Að einhverju leyti bjargaði vistunin þar mér frá neyslu en þetta var bara svo mikið ofbeldi. Það sem ég vil að gerist er að það ofbeldi sem þarna átti sér stað verði viðurkennt, að þolendum verði trúað og það verði beðist afsökunar á því sem þarna gerðist. Jafnframt að það verði komið í veg fyrir að þetta gerist aftur.“

 Segir fráleitt að hann hafi ætlað að hafa áhrif

Bragi Guðbrandsson heldur því fram í samtali við Stundina að það hafi verið tilviljun sem olli því að hann hringdi í konuna á vinnustað hennar. Erindið hafi verið að afla upplýsinga um umræddan vinnustað og þegar honum hafi orðið ljóst að hann kannaðist við andlit konunnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi hann ákveðið að biðja hana um að veita sér þær upplýsingar.

Ég var að ræða við konu sem vistuð var á Laugalandi, áður Varpholti, sem sagði að þú hefðir hringt í hana 27. október og hefðir viljað ræða hennar upplifun af dvölinni þar?

„Það er ósatt.“

Er það ósatt? Ég hef í höndunum gögn sem sýna að símtal barst úr þessu númeri sem ég er að hringja í þig núna, til hennar og líka vitnar samstarfskona hennar sem tók við símtalinu frá þér um það, þar sem þú kynntir þig og baðst um að fá að tala við þessa konu. Ætlar þú að halda því fram við mig að þetta sé ósatt?

„Sko, erindi mitt við þessa konu var allt annað en það sem þú lýsir.“

Hún heldur því fram að þú hafir ekki spurt hana einnar einustu spurningar um starfsemina.

„Það er rétt.“

Hún hafi eftir langan tíma boðið þér að fá samband við einhvern annan starfsmann sem gæti frætt þig um starfsemina?

„Freyr, veistu, ég ætla ekki að deila við þig um þetta.“

Ég er að lýsa hennar upplifun.

„Já já, en hún spurði mig beint að því í þessu símtali og ég sagði að ég væri ekki að hringja í þessum tilgangi. Þetta er einhver misskilningur.“

Hún segir að símtalið hafi staðið í 36 mínútur og því sem næst einvörðungu hafir þú verið að ræða dvöl hennar á sínum tíma á þessu meðferðarheimili?

„Það er alveg fráleitt að ég hafi hringt í þessa konu til að á einn eða annan hátt að hafa nokkur áhrif á hana. Þetta er bara oft þannig að maður spyr eftir fólki sem maður kannast við og það gerði ég í þessu tilfelli. Það var bara vegna þess að ég vissi ekki hvern ég ætti að tala við annan.“

Rétt er að geta þess að konan segir þau Braga ekki hafa átt samskipti í tæp tuttugu ár, og þá ekki nema mjög takmarkað. Það er því nokkuð vel í lagt hjá Braga þegar hann lýsir því að hann kannist við konuna.

Spurður hvers vegna símtalið hafi staðið í 36 mínútur og 48 sekúndur, fyrst hann hafi ekki spurt konuna út í starfsemi vinnustaðar hennar, segir Bragi: „Ég náttúrlega svara þeim spurningum sem til mín er beint.“

Hún vill ekki meina að hún hafi spurt þig, heldur hafir þú spurt hana.

„Já já, það er bara misskilningur. Ég þarf ekkert að spyrja. Veistu það, Freyr, mér finnst kominn tími til að það sé gætt sanngirnis í svona málum, að maður sé ekki hundeltur.“

Spurður nánar út í það sem hafi farið hans og konunnar á milli segir Bragi að hann geti ekki tjáð sig um það. „Hún spurði mig ákveðinna spurninga og ég svaraði því.“

Bragi segir að hann hafi ekki heyrt í öðrum fyrrverandi vistmönnum á Laugalandi. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að hringja í fyrrum skjólstæðinga meðferðarheimilisins á Laugalandi. Freyr, ég er að útskýra það fyrir þér, þetta var algjör tilviljun. Ég hef ekki haft samband við fleiri eða rætt við nokkurn fyrrum skjólstæðinga þessa meðferðarheimilis, mér vitanlega.

Þannig að þú hefur ekki hringt í fleiri skjólstæðinga, hvort sem er af tilviljun eða vitandi vits?

„Þetta símtal var ekki til fyrrum skjólstæðings Laugalandsheimilisins, þetta var til [...] og ég bið þig um að vera ekki að fara út úr þessu.“

Það vill nú samt til, Bragi, að hún er fyrrum skjólstæðingur Laugalands og þú hringdir í hana af því þú þekktir nafnið hennar frá þeim tíma.

„Sko, fyrir alla muni ekki. Ég er búinn að segja þér hver tilgangurinn var.“

Að öðru leyti vildi Bragi ekki tjá sig frekar, hvorki um umrætt símtal né um málefni sem tengjast meðferðarheimilinu og rannsókn þeirri sem nú stendur á því hvort þau sem þar voru vistuð hafi verið beitt harðræði, ofbeldi eða illri meðferð. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Gleymdust við vinnslu Laugalandsskýrslunnar
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Gleymd­ust við vinnslu Lauga­lands­skýrsl­unn­ar

„Ég beið bara og beið eft­ir að vera boð­uð í við­tal. Það gerð­ist aldrei,“ seg­ir Harpa Særós Magnús­dótt­ir, sem vist­uð var á Laugalandi ár­ið 2000. Að minnsta kosti þrír fengu aldrei boð um við­tal við rann­sókn­ar­nefnd­ina.
Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Stúlkan „hefur einlægan vilja til að verða aumingi og geðsjúk“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stúlk­an „hef­ur ein­læg­an vilja til að verða aum­ingi og geð­sjúk“

Börn á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi voru beitt kerf­is­bundnu, and­legu of­beldi sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Slá­andi lýs­ing­ar er að finna í fund­ar­gerð­ar­bók­um starfs­manna. Þar er einnig að finna frá­sagn­ir af al­var­legu lík­am­legu of­beldi.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
1
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
2
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
3
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Þórey Sigþórsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Þórey Sigþórsdóttir

Óvænt­ur miss­ir stærsti lær­dóm­ur­inn

Þórey Sig­þórs­dótt­ir var ný­bú­in að ferma eldra barn sitt og yngra barn henn­ar var 7 mán­aða þeg­ar móð­ir henn­ar lést langt fyr­ir ald­ur fram. Miss­ir­inn, eins erf­ið­ur og hann er, er henn­ar stærsti lær­dóm­ur. „Hann kostaði sitt, það tek­ur mörg ár að læra að lifa með sorg­inni, en hann ýtti mér líka út í and­lega veg­ferð með sjálfa mig sem er ferða­lag sem tek­ur eng­an enda.“
Yngvi Sighvatsson
6
Aðsent

Yngvi Sighvatsson

Hvert er um­boð Þor­steins Víg­lunds­son­ar?

Vara­formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna spyr af hverju manni, sem er í for­svari fyr­ir bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki, sé veitt­ur vett­vang­ur til að út­varpa áróðri sín­um sem fyrr­um þing­manni og ráð­herra í stað þess sem hann raun­veru­lega er?
Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
7
FréttirFernurnar brenna

Guð­laug­ur Þór: „Ég lít á þessa um­fjöll­un mjög al­var­leg­um aug­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.

Mest lesið

  • Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
    1
    Fréttir

    Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

    Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
  • Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
    2
    RannsóknFernurnar brenna

    Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

    Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
  • Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
    3
    Fréttir

    Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

    Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
  • Þórður Snær Júlíusson
    4
    Leiðari

    Þórður Snær Júlíusson

    Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

    Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
  • Þórey Sigþórsdóttir
    5
    Það sem ég hef lært

    Þórey Sigþórsdóttir

    Óvænt­ur miss­ir stærsti lær­dóm­ur­inn

    Þórey Sig­þórs­dótt­ir var ný­bú­in að ferma eldra barn sitt og yngra barn henn­ar var 7 mán­aða þeg­ar móð­ir henn­ar lést langt fyr­ir ald­ur fram. Miss­ir­inn, eins erf­ið­ur og hann er, er henn­ar stærsti lær­dóm­ur. „Hann kostaði sitt, það tek­ur mörg ár að læra að lifa með sorg­inni, en hann ýtti mér líka út í and­lega veg­ferð með sjálfa mig sem er ferða­lag sem tek­ur eng­an enda.“
  • Yngvi Sighvatsson
    6
    Aðsent

    Yngvi Sighvatsson

    Hvert er um­boð Þor­steins Víg­lunds­son­ar?

    Vara­formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna spyr af hverju manni, sem er í for­svari fyr­ir bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki, sé veitt­ur vett­vang­ur til að út­varpa áróðri sín­um sem fyrr­um þing­manni og ráð­herra í stað þess sem hann raun­veru­lega er?
  • Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
    7
    FréttirFernurnar brenna

    Guð­laug­ur Þór: „Ég lít á þessa um­fjöll­un mjög al­var­leg­um aug­um“

    Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.
  • Sif Sigmarsdóttir
    8
    Pistill

    Sif Sigmarsdóttir

    Af­neit­un hinna far­sælu

    Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.
  • Hrafn Jónsson
    9
    Pistill

    Hrafn Jónsson

    Þjóðarósátt

    Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
  • Hafnar sáttaumleitunum Samherja
    10
    Fréttir

    Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

    Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.

Mest lesið í vikunni

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
1
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
2
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
3
Fréttir

Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

„Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
4
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
5
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
6
Viðtal

Leit­uðu að ör­ugg­asta stað í heimi og fundu hann á Ís­landi

„Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.

Mest lesið í mánuðinum

Þóra Dungal fallin frá
1
Menning

Þóra Dungal fall­in frá

Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
2
GreiningElítusamfélagið á Nesinu

Rík elíta sem býr í ein­býl­is­hús­um, er með hús­hjálp og keyr­ir um á Teslu

Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.
Líf mitt að framanverðu
3
Það sem ég hef lært

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Líf mitt að framan­verðu

Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son rifjar upp hvernig krakk­arn­ir í grunn­skól­an­um hans voru flokk­að­ir eins og rusl, í þá sem voru not­hæf­ir og hent­uðu til end­ur­vinnslu – og hina sem máttu missa sín, og áhrif þess á líf þeirra til full­orð­ins­ára. Jafn­vel til enda­lok­anna.
Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
4
Viðtal

Alkó­hólismi rændi heilsu henn­ar vegna með­virkni

Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.
Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
5
Fréttir

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
6
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
7
Fréttir

Lög­reglu­mað­ur villti á sér heim­ild­ir vegna Sam­herja­gjörn­ings­ins

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son hélt því fram að hann væri sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörn­ing­inn. Tölvu­póst­ana sendi hann úr vinnu­net­fangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lög­reglu­mað­ur.

Mest lesið í mánuðinum

  • Þóra Dungal fallin frá
    1
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
    2
    GreiningElítusamfélagið á Nesinu

    Rík elíta sem býr í ein­býl­is­hús­um, er með hús­hjálp og keyr­ir um á Teslu

    Elít­ur og valda­kjarn­ar á Ís­landi eru lík­legri til að hreiðra um sig í tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en öðr­um bú­setu­kjörn­um lands­ins, á Seltjarn­ar­nesi og í Garða­bæ. Hag­töl­ur sýna svart á hvítu að þar eru áhersl­ur, stjórn­mála­skoð­an­ir og sam­setn­ing íbúa allt önn­ur en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.
  • Líf mitt að framanverðu
    3
    Það sem ég hef lært

    Sigmundur Ernir Rúnarsson

    Líf mitt að framan­verðu

    Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son rifjar upp hvernig krakk­arn­ir í grunn­skól­an­um hans voru flokk­að­ir eins og rusl, í þá sem voru not­hæf­ir og hent­uðu til end­ur­vinnslu – og hina sem máttu missa sín, og áhrif þess á líf þeirra til full­orð­ins­ára. Jafn­vel til enda­lok­anna.
  • Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
    4
    Viðtal

    Alkó­hólismi rændi heilsu henn­ar vegna með­virkni

    Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.
  • Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
    5
    Fréttir

    Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyr­ir fé­lags­leg úr­ræði

    Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.
  • Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
    6
    RannsóknFernurnar brenna

    Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

    Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
  • Lögreglumaður villti á sér heimildir vegna Samherjagjörningsins
    7
    Fréttir

    Lög­reglu­mað­ur villti á sér heim­ild­ir vegna Sam­herja­gjörn­ings­ins

    Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son hélt því fram að hann væri sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stæði á bak við „We‘re Sorry“ gjörn­ing­inn. Tölvu­póst­ana sendi hann úr vinnu­net­fangi sínu en greindi ekki frá því að hann væri lög­reglu­mað­ur.
  • Sif Sigmarsdóttir
    8
    Pistill

    Sif Sigmarsdóttir

    Hús­verð­ir eigna sinna

    Það er þrot­laus vinna að gæta eigna sinna. Því meira sem mað­ur á því lengri eru vakt­ir hús­varð­ar­ins.
  • Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
    9
    Fréttir

    Borg­aði 2 millj­ón­ir fyr­ir sögu­frægt hús á Flat­eyri sem met­ið er á 20

    Sögu­frægt timb­ur­hús á Flat­eyri var selt til einka­að­ila í fyrra fyr­ir 1/10 af fast­eigna­mati. Í hús­inu er rek­in bóka- og gjafa­vöru­versl­un. Minja­sjóð­ur Ön­und­ar­fjarð­ar réði ekki við að fjár­magna end­ur­bæt­ur á hús­inu og reyndi að gefa Ísa­fjarð­ar­bæ það. Þeg­ar það gekk ekki bauðst eig­anda versl­un­ar­inn­ar, 'Ág­ústu Guð­munds­dótt­ur, tæki­færi á að kaupa það fyr­ir yf­ir­töku skulda.
  • Safna fyrir dóttur Þóru Dungal: „Við höldum áfram í minningu mömmu“
    10
    Fréttir

    Safna fyr­ir dótt­ur Þóru Dungal: „Við höld­um áfram í minn­ingu mömmu“

    „Mamma mín var breysk eins og við öll,“ seg­ir Max Sól, eldri dótt­ir Þóru Dungal heit­inn­ar. „Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur.“ Max þarf nú að vinna úr áskor­un­um síð­ustu ára sem barn for­eldr­is með fíkni­vanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti henn­ar hafi ræst og hún kom­ið að móð­ur sinni lát­inni.

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Þóra Dungal fallin frá
    5
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.