Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jón Baldvin sýknaður

Ósann­að þótti í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur að Jón Bald­vin Hanni­bals­son hefði gerst sek­ur um kyn­ferð­is­lega áreitni.

Jón Baldvin sýknaður
Sýknaður af kynferðislegri áreitni Ekki þótti sannað að Jón Baldvin hefði brotið af sér. Mynd: pressphotos.biz

Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru um að hafa áreitt konu kynferðislega í heimili sínu í Salobreña á Spáni í júni árið 2018. Í dómsorði var sagt að ósannað teldist að Jón Baldvin hefði áreitt konuna. Litið var til þess að helstu vitni í málinu voru annars vegar eiginkona Jóns Baldvins og hins vegar móðir konunnar, Carmenar Jóhannsdóttur,  sem Jóni Baldvini var gefið að sök að hafa áreitt. Þá var vitnisburður móðurinnar sagður óstöðugur og um sumt í ósamræmi við vitnisburð Carmenar.

Jóni Baldvini var gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní strokið rass Carmenar utanklæða þar sem hún var gestkomandi á heimili hans í Salobreña ásamt móður sinni og fleira fólki. Greindi Stundin í upphafi árs 2019 frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni. Gefin var út ákæra í málinu í september á síðasta ári. Héraðsdómur vísaði málinu á hendur Jóni Baldvini hins vegar frá í upphafi árs en Landsréttur felldi úr gildi frávísunarúrskurðinn í mars síðastliðnum.

Carmen var gestkomandi á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, í júní 2018 ásamt móður sinni, Laufeyju Ósk Arnórsdóttur. Carmen lýsti því í viðtalinu í Stundinni að þegar hún hafi staðið upp við matarborð í húsinu og skenkt í glös á borðinu, „þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Laufey móðir hennar staðfestir að hafa séð káf Jóns Baldvins og bar hún það upp á hann við matarborðið. Jón Baldvin harðneitaði að hafa gert nokkuð af sér og kom til orðaskaks þeirra á milli. Þær mæðgur stóðu upp og yfirgáfu heimili þeirra hjóna með það. Bryndís sendi Laufeyju síðan tölvupóst um nóttina með yfirskriftinni Fyrirgefning. „Laufey. Kl. 03: Það er niðdimm nótt. Ég get ekki sofið – andvaka, niðurbrotin. Jón Baldvin liggur í rúminu við hliðina á mér, sofandi svefni hinna réttlátu – eins og barn. Hann skilur ekki enn, að hann hafi brotið af sér,“ segir í upphafi póstsins.

Í dómsorði segir að litið sé til tengsla vitnanna Bryndísar Schram og Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur við annars vegar Jón Baldvin og hins vegar Carmen, en þau tengsl dragi úr vægi vitnisburðar þeirra sem óvilhallra. Þá segir að vitnisburður Laufeyjar hafi verið óstöðugur í málinu og á stundum í ósamræmi við vitnisburð Carmenar sjálfrar. Jón Baldvin var því sýknaður og allur málskostnaður greiddur af ríkinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár