Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Starfsfólk Eflingar segir þau ekki hafa viljað að Sólveig Anna segði af sér

Í yf­ir­lýs­ingu trún­að­ar­manna Efl­ing­ar fyr­ir hönd starfs­fólks seg­ir að ekki hafi ver­ið mein­ing­in að lýsa van­trausti á Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur eða hrekja hana úr starfi. Yf­ir­lýs­ing­in hafi ver­ið hugs­uð sem skref í átt að lausn.

Starfsfólk Eflingar segir þau ekki hafa viljað að Sólveig Anna segði af sér
Segjast ekki hafa viljað hrekja Sólveigu Önnu úr starfi Í yfirlýsingu starfsfólks Eflingar segir að yfirlýsing þeirra síðastliðinn föstudag hafi verið hugsuð sem fyrsta skref í átt að lausn á þeim vandamálum sem uppi væru á skrifstofu félagsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það var ekki vilji eða meining starfsmannafundar starfsfólks Eflingar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna Jónsdóttir segði af sér sem formaður stéttarfélagsins. Vilji starfsmanna hafi staðið til þess að innanhúsvandamál yrðu leyst í samvinnu við yfirmenn stéttarfélagsins.

Trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar hafa sent frá sér yfirlýsingu, fyrir hönd starfsfólks, þar sem þetta kemur fram. Sem kunnugt er sagði Sólveig Anna af sér sem formaður eftir umræddan fund síðastliðinn föstudag. Á honum gerði hún starfsfólki grein fyrir því að tveir kostir væru í stöðunni, annað hvort sendi starfsfólkið út skriflega yfirlýsingu þar sem bornar yrðu til baka lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna stéttarfélagsins frá því í júní síðastliðnum, eða að hún segði af sér formennsku.

Starfsfólkið fundaði í kjölfarið og sendi frá sér yfirlýsingu annars vegar til Ríkisútvarpsins og hins vegar til stjórnenda Eflingar. Sólveig Anna leit svo á að í þeim ályktunum kæmi fram staðfesting á ályktun trúnaðarmanna og leit hún því svo á að um vantraustsyfirlýsingu á hendur sér væri að ræða. Þar með væri henni ekki sætt lengur á stóli formanns.

„Það var ekki vilji eða meining starfsmannafundarins á föstudag að formaður félagsins segði af sér“

Í nýrri yfirlýsingu starfsfólks Eflingar kemur fram að yfirlýsingin síðasta föstudag hafi ekki verið sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti á Sólveigu Önnu.

„Það var ekki vilji eða meining starfsmannafundarins á föstudag að formaður félagsins segði af sér. Starfsfólk félagsins hefur unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hefur sett síðustu ár. Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. 

Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.

Starfsfólk er, sem endranær, að vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Afsögn Sólveigar Önnu

Sólveig Anna fullyrðir að nýr varaforseti ASÍ verði „einn af dyggustu liðsmönnum gömlu verkalýðshreyfingarinnar“
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna full­yrð­ir að nýr vara­for­seti ASÍ verði „einn af dygg­ustu liðs­mönn­um gömlu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar og fyrr­ver­andi vara­for­seti ASÍ, seg­ir að næsti vara­for­seti verði Hall­dóra Sveins­dótt­ir. Með skip­un Hall­dóru muni á ný hefjast vinna við að koma SALEK-sam­komu­lag­inu á kopp­inn og „taka alla lýð­ræð­is­lega stjórn kjara­mála úr hönd­um launa­fólks sjálfs“.
Sólveig Anna segir lögfræðing ASÍ lýsa stuðningi við mann sem hafi hótað henni
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna seg­ir lög­fræð­ing ASÍ lýsa stuðn­ingi við mann sem hafi hót­að henni

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar, gagn­rýn­ir Magnús M. Norð­dahl lög­ræð­ing ASÍ harð­lega fyr­ir at­huga­semd sem hann skrif­aði við færslu hjá Tryggva Marteins­syni, sem vik­ið var úr starfi kjara­full­trúa Efl­ing­ar í gær. Um­rædd­ur Tryggvi er að sögn Sól­veig­ar Önnu mað­ur­inn sem hót­aði að beita hana of­beldi.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár