Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fyrrverandi ráðherra VG gagnrýnir flokkinn vegna sölunnar á Mílu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann og marg­ir aðr­ir þrái að sjá for­ystu í ís­lensk­um stjórn­mál­um sem standi með þjóð­inni og end­ur­heimti grunn­inn­viði í al­manna­eigu.

Fyrrverandi ráðherra VG gagnrýnir flokkinn vegna sölunnar á Mílu
Þráir stjórnmálamenn sem standa með þjóðinni Jón Bjarnason trúir vart sínum eigin eyrum varðandi söluna á Mílu. Mynd: Pressphotos

„Ég man þá tíma á Alþingi þegar beittur stjórnmálaflokkur barðist gegn einkavæðingu og sölu Símans og sérstaklega grunnnetsins og vildi tryggja almannaeign á þessari líftaug þjóðarinnar. Við hétum því þá að endurheimta grunnnetið við fyrsta tækifæri.“

Þetta skrifar Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, í grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni birtist lítt dulin gagnrýni Jóns á fyrrverandi flokkssystkini sín vegna aðgerðaleysis þeirra þegar kemur að sölu fjarskiptainnviðafyrirtækisins Mílu til franska sjóðstýringafyrirtækisins Ardian France SA. „Einu af óskabörnum þjóðarinnar er fórnað opinberlega á altari alþjóðlegrar gróðahyggju,“ skrifar Jón og segist bæði dolfallinn yfir fréttunum og jafnframt trúi hann vart sínum eigin eyrum.

„Enginn Landspítali kom, engin jarðgöng, engar skuldir greiddar“

Jón rekur í greininni sögu einkavæðingar Símans árið 2005 og segist vel muna það þegar salan á Símanum hafi verið „keyrð í gegnum þingið af miklu offorsi“. Haldið hafi verið á lofti að hægt yrði að gera ótal margt fyrir þá fjármuni sem fengjust fyrir Símann; byggja nýjan Landspítala, leggja Sundabraut og greiða niður skuldir, svo fátt eitt væri nefnt. Ekkert af þessu hafi orðið að veruleika, skrifar Jón. „Enginn Landspítali kom, engin jarðgöng, engar skuldir greiddar. Og söluverð Símans aldrei greitt.“

Jón minnir líka á að grunnnet Símans hafi ekki átt að aðskilja frá móðurfyrirtækinu en það hafi engu að síður verið gert, þvert á loforð, og það þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi viljað halda grunninviðum þjóðarinnar í almannaeigu.

Lög og reglur dugi skammt gegn valdi alþjóðlegra auðhringa

Jón víkur síðan aftur að sölunni á Mílu og segir að stjórnvöld séu nú á handahlaupum undan sjálfum sér við að reyna að með lagaflækjum að bjarga grunnrétti þjóðarinnar. Verið sé að þyrla ryki í augu almennings.

Því skorar Jón á stjórnvöld að stöðva söluna á Mílu og endurheimta fyrirtækið í almannaeigu. „Við mörg þráum að sjá forystu í stjórnmálum sem taki af skarið og standi með þjóðinni og byggðum landsins í þessu stóra máli. Við lærðum það í bankahruninu 2009 að betra er að ráða grunnstoðum samfélagsins sjálf. Einhver lög og reglur til heimabrúks duga skammt gegn valdi alþjóðlegra auðhringa. Yfirlýsingar hins nýja franska kaupanda eru þær sömu og hjá íslenskum ráðherrum sem ætluðu aldrei að selja Símann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er eins og Jón hafi gleymt því að Katrín gerði son hans að Seðlabankastjóra?
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Landsnet næst?
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    “. Haldið hafi verið á lofti að hægt yrði að gera ótal margt fyrir þá fjármuni sem fengjust fyrir Símann; byggja nýjan Landspítala, leggja Sundabraut og greiða niður skuldir, svo fátt eitt væri nefnt. Ekkert af þessu hafi orðið að veruleika, skrifar Jón. „Enginn Landspítali kom, engin jarðgöng, engar skuldir greiddar. Og söluverð Símans aldrei greitt.“
    Það er ekki bara Kasper, Jesper og Jónatan.
    0
  • VM
    Viðar Magnússon skrifaði
    Það er gott að Jón sé vaknaður og sér hverslags flokkur Vinstri Græn er orðin undir stjórn katrínar Jakobsdóttur
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
5
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár