Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi ráðherra VG gagnrýnir flokkinn vegna sölunnar á Mílu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann og marg­ir aðr­ir þrái að sjá for­ystu í ís­lensk­um stjórn­mál­um sem standi með þjóð­inni og end­ur­heimti grunn­inn­viði í al­manna­eigu.

Fyrrverandi ráðherra VG gagnrýnir flokkinn vegna sölunnar á Mílu
Þráir stjórnmálamenn sem standa með þjóðinni Jón Bjarnason trúir vart sínum eigin eyrum varðandi söluna á Mílu. Mynd: Pressphotos

„Ég man þá tíma á Alþingi þegar beittur stjórnmálaflokkur barðist gegn einkavæðingu og sölu Símans og sérstaklega grunnnetsins og vildi tryggja almannaeign á þessari líftaug þjóðarinnar. Við hétum því þá að endurheimta grunnnetið við fyrsta tækifæri.“

Þetta skrifar Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, í grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni birtist lítt dulin gagnrýni Jóns á fyrrverandi flokkssystkini sín vegna aðgerðaleysis þeirra þegar kemur að sölu fjarskiptainnviðafyrirtækisins Mílu til franska sjóðstýringafyrirtækisins Ardian France SA. „Einu af óskabörnum þjóðarinnar er fórnað opinberlega á altari alþjóðlegrar gróðahyggju,“ skrifar Jón og segist bæði dolfallinn yfir fréttunum og jafnframt trúi hann vart sínum eigin eyrum.

„Enginn Landspítali kom, engin jarðgöng, engar skuldir greiddar“

Jón rekur í greininni sögu einkavæðingar Símans árið 2005 og segist vel muna það þegar salan á Símanum hafi verið „keyrð í gegnum þingið af miklu offorsi“. Haldið hafi verið á lofti að hægt yrði að gera ótal margt fyrir þá fjármuni sem fengjust fyrir Símann; byggja nýjan Landspítala, leggja Sundabraut og greiða niður skuldir, svo fátt eitt væri nefnt. Ekkert af þessu hafi orðið að veruleika, skrifar Jón. „Enginn Landspítali kom, engin jarðgöng, engar skuldir greiddar. Og söluverð Símans aldrei greitt.“

Jón minnir líka á að grunnnet Símans hafi ekki átt að aðskilja frá móðurfyrirtækinu en það hafi engu að síður verið gert, þvert á loforð, og það þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi viljað halda grunninviðum þjóðarinnar í almannaeigu.

Lög og reglur dugi skammt gegn valdi alþjóðlegra auðhringa

Jón víkur síðan aftur að sölunni á Mílu og segir að stjórnvöld séu nú á handahlaupum undan sjálfum sér við að reyna að með lagaflækjum að bjarga grunnrétti þjóðarinnar. Verið sé að þyrla ryki í augu almennings.

Því skorar Jón á stjórnvöld að stöðva söluna á Mílu og endurheimta fyrirtækið í almannaeigu. „Við mörg þráum að sjá forystu í stjórnmálum sem taki af skarið og standi með þjóðinni og byggðum landsins í þessu stóra máli. Við lærðum það í bankahruninu 2009 að betra er að ráða grunnstoðum samfélagsins sjálf. Einhver lög og reglur til heimabrúks duga skammt gegn valdi alþjóðlegra auðhringa. Yfirlýsingar hins nýja franska kaupanda eru þær sömu og hjá íslenskum ráðherrum sem ætluðu aldrei að selja Símann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er eins og Jón hafi gleymt því að Katrín gerði son hans að Seðlabankastjóra?
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Landsnet næst?
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    “. Haldið hafi verið á lofti að hægt yrði að gera ótal margt fyrir þá fjármuni sem fengjust fyrir Símann; byggja nýjan Landspítala, leggja Sundabraut og greiða niður skuldir, svo fátt eitt væri nefnt. Ekkert af þessu hafi orðið að veruleika, skrifar Jón. „Enginn Landspítali kom, engin jarðgöng, engar skuldir greiddar. Og söluverð Símans aldrei greitt.“
    Það er ekki bara Kasper, Jesper og Jónatan.
    0
  • Viðar Magnússon skrifaði
    Það er gott að Jón sé vaknaður og sér hverslags flokkur Vinstri Græn er orðin undir stjórn katrínar Jakobsdóttur
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár