Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ráðherrar aðgerðarlitlir frá kosningum

Mik­ill mun­ur er á fram­göngu ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir al­þing­is­kosn­ing­ar og því sem var fyr­ir kosn­ing­ar. Fátt er um út­gjalda­vekj­andi eða stefnu­mót­andi að­gerð­ir. Á síð­ustu vik­un­um fyr­ir kosn­ing­ar veittu ráð­herr­ar millj­ón­ir á millj­ón­ir of­an í að­skil­in verk­efni auk þess sem ýms­ar að­gerð­ir þeirra leiddu af sér skuld­bind­ing­ar til langs tíma.

Ráðherrar aðgerðarlitlir frá kosningum
Fátt að frétta Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa haft mun minna umleikis vikurnar eftir kosningar heldur en þeir höfðu í aðdraganda þeirra. Mynd: Stjórnarráðið

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa haldið mun fastar um veskið frá kosningum heldur en þeir gerðu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa þeir í fæstum tilvikum tekið ákvarðanir sem leiða af sér skuldbindingar til langrar framtíðar eða eru stefnumótandi. Enn hefur ekki verið mynduð ný ríkisstjórn og þing hefur ekki komið saman, sem gerir þingmönnum illfært að sýna framkvæmdavaldinu aðhald.

Í 142. tölublaði Stundarinnar, sem kom út 24. september, daginn fyrir alþingiskosningar, var fjallað um aðgerðir ráðherra ríkisstjórnarinnar á lokaspretti kosningabaráttunnar. Á síðustu fjórum vikunum í aðdraganda kosninganna veittu ráðherrar verulega fjármuni til aðskilinna verkefna og komu umdeildum málum í höfn, allt á meðan að Alþingi var ekki að störfum og þingmenn höfðu því takmarkaðri tækifæri en ella til að veita framkvæmdavaldinu aðhald.

Friðlýsingarsproti og leikmunur í kosningaleikriti

Þannig undirritaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sex friðlýsingar á mismunandi svæðum á landinu síðustu fjórar vikurnar fyrir kosningar, sem urðu tilefni töluverðrar gagnrýni, ekki síst af hálfu þingmanna hinna stjórnarflokkanna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því svo að ráðherra hefði farið um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti á sama tíma tugmilljóna styrki til félagasamtaka, til aðgreindra sérverkefna innan heilbrigðiskerfisins og birti jafnframt drög að reglugerð sem heimila myndi samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Yfirlæknir Blóðbankans var meðal þeirra sem gagnrýndi drögin og sagði Svandísi með þeim setja þjónustu Blóðbankans fram sem „leikmun í kosningaleikriti“.

Á sama tímabili skrifaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra undir fjölda samninga sem skuldbinda ríkið fjárhagslega til næstu ára upp á tugi eða hundruð milljóna króna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var á þessum tíma hvað stórtækust en hún ýtti úr vör verkefnum fyrir um 4,3 milljarða króna á sex daga tímabili rétt fyrir kosningarnar.

Ekkert þing og ekkert eftirlit

Rúmar fjórar vikur er nú liðnar frá alþingiskosningum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna sitja enn við stjórnarmyndunarviðræður en sinna þess á milli störfum sínum sem ráðherrar, rétt eins og samráðherrar þeirra í ríkisstjórninni, sem enn situr að völdum. Á sama tíma hefur þing enn ekki verið sett og deilt er um hverjir hafi raunverulega verið kjörnir til setu á alþingi. Því eru þingnefndir ekki starfandi, utan undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa. Þingmenn hafa því engin tök á að veita framkvæmdavaldinu aðhald með hefðbundnum leiðum, ekki er hægt að fara fram á sérstakar umræður um mál, ekki er hægt að kalla eftir skýrslum eða leggja fram fyrirspurnir til ráðherra.

Þetta hefur ekki síst kristallast í gagnrýni á sölu Símans á Mílu til franska sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian France SA. Þannig gagnrýndi nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, Kristrún Mjöll Frostadóttir, að ekki hafi verið hægt að ræða söluna á svo mikilvægu innviðafyrirtæki á þingi.

Sigurður Ingi hvað atkvæðamestur

En sem fyrr segir hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar haft hægara um sig að afloknum kosningum en þeir gerðu fyrir kosningar. Séu litið til þeirra frétta sem birtar hafa verið á vefsíðum ráðuneytanna sést að þær aðgerðir og þau verkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu vikum hafa einkum verið hefðbundin verkefni, án verulegra stefnumarkandi ákvarðanna eða fyrirheita um fjárútlát. Svo dæmi sé tekið hefur Guðlaugur Þór Þórðarson einkum tekið þátt í ráðstefnum og fundum síðustu daga, til að mynda kjördæmisfundi Alþjóðabankans, fundi utanríkisráðherra Norðurlanda um Afganistan og Hringborði norðurslóða.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur þó haft í ýmsu að snúast utan þess að reyna að mynda ríkisstjórn. Þannig samþykkti Sigurður Ingi hinn 11. október tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka útgjaldajöfnunarframlag sjóðsins um einn milljarð króna vegna yfirstandandi árs. Alls verða útgjaldajöfnunarframlög á árinu því 11 milljarðar króna. Áður hafði ráðherra samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á næsta ári, alls 19,2 milljarða króna, framlög vegna jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts upp á tæpa 4,9 milljarða króna,framlög til útgjaldajöfnunar upp á 11,2 milljarða og almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla upp á rúma 11,8 milljarða króna. Rétt er að geta þess að um venjubundin verkefni er að ræða, með stoð í lögum og reglugerðum.

Sigurður Ingi staðfesti þá 5. október tillögur um verkefnastyrki á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Úthlutað var 36 milljónum króna til sjö verkefna á yfirstandandi ári og því næsta, en markmiðið er að styðja við þróun almenningssamgangna um allt land.

Þá undirritaði Sigurður Ingi samning um stuðning við áframhaldandi þróun svæðisgarðs á Snæfellsnesi, samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífs á svæðinu. Var samningurinn gerður með vísan til fjárlaga yfirstandandi árs þar sem 15 milljónum króna var veitt í framlagt til svæðisgarðsins.

Enn í nægu að snúast í heilbrigðisráðuneytinu

Sem fyrr hefur álag í heilbrigðiskerfinu, einkum vegna Covid-19, orðið til þess að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fundið sig knúna til að bregðast við með ýmsum hætti. Þannig var tilkynnt 18. október síðastliðinn ný sextán rýma endurhæfingardeild verði opnuð á Landakoti í byrjun næsta mánaðar og í byrjun febrúar fjölgi rýmunum um fjórtán til viðbótar. Þá var ákveðið að koma á fót allt að sex hágæslurýmum á Landspítala og voru tvö opnuð nú í mánuðinum. Eru aðgerðirnar ætlaðar til að létta álagi af Landspítala og í frétt á vef ráðuneytisins er tilgreint að unnið sé að fleiri slíkum aðgerðum. Ekki kemur fram hvaða kostnaður hlýst af.

Að sama skapi hefur ráðherra tekið ýmsar ákvarðanir í tengslum við Covid-19 faraldurinn, á grunni minnisblaða sóttvarnarlæknis, en án þess að umræða hafi farið fram um þær ákvarðanir á vettvangi Alþingis. Hinar afdrifaríkustu voru kynntar 19. október þar sem tilkynnt var um verulegar tilslakanir á sóttvarnarreglum strax daginn eftir og að stefnt væri að fullri afléttingu allra samkomutakmarkana 18. nóvember. Síðan þá hefur heilbrigðisstarfsfólk komið fram og talað á þeim nótum að óhjákvæmilegt kunni að reynast að herða aðgerðir að nýju, þar á meðal Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sem fyrr hefur ekki verið hægt að ræða ákvarðanir Svandísar á þingi þar eð það hefur ekki komið saman.

Þá lá Svandís undir ámæli þingmanna í fjölmiðlum fyrir að hafa aðeins haft umsóknarfrest um stöðu forstjóra Landspítala til tveggja vikna, eftir að Páll Matthíasson sagði starfi sínu lausu skyndilega 5. október síðastliðinn. Svandís framlengdi umsóknarfrestinn til 8. nóvember.

Ráðuneyti í lága drifinu

Aðrir ráðherrar hafa, samkvæmt vefsíðum ráðuneytanna, verið rólegir í tíðinni. Þannig hafa til að mynda aðeins fjórar fréttir birst á síðu fjármálaráðuneytisins, tvær auglýsingar um dagpeninga og akstursgjald, frétt um góða stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins og frétt um minni þörf á sértækum efnahagsstuðning samhliða efnahagsbata. Hið sama má segja um félagsmálaráðuneytið, þar hafa aðeins verið birtar fjórar fréttir og er engin þeirra um markverðar aðgerðir ráðuneytisins sem skapa útgjöld eða hafa stefnumarkandi áhrif.  

Ríkisstjórnin sjálf samþykkti 19. október að að veita þremur milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til Menningarfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands vegna uppsetningar á óperunni La Traviata.

Aðgerðir ráðherra nú eftir kosningar hafa því verið í lága drifinu, borið saman við það sem á gekk fyrir kosningar. Enn hefur ekki verið tilkynnt um hvenær þing verði kallað saman og enn hefur lítið heyrst af stöðu stjórnarmyndunarviðræðna. Á meðan sitja ráðherrar áfram í stólum sínum, án virks aðhalds löggjafarsamkundunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár