Frjáls fjölmiðlun, fyrrverandi eigandi DV og DV.is, seldi fjölmiðlinn fyrir 300 milljónir króna. Samhliða veitti félagið 150 milljóna lán til ótilgreinds aðila en DV og tengdar eignir voru einu eignir félagsins. Kaupandi DV var félagið Torg ehf. sem Helgi Magnússon, eigandi Fréttablaðsins, á. Þetta kemur fram í ársreikningi Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár. Líklegt má telja að umrætt 150 milljóna króna lán hafi verið seljendalán til félags Helga.
Aðspurður um viðskiptin með DV og kaupverðið segir Helgi í sms-skilaboðum í svari til blaðamanns Stundarinnar að hann tjái sig ekki við aðra fjölmiðla. „Ég tjái mig ekki við aðra fjölmiðla.“
Athugasemdir