Leikmaður FH, Eggert Gunnþór Jónsson, hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010, ásamt landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Athygli vakti að Aron Einar komst ekki í landsliðshópinn á dögunum og var það rakið til þessa. Við það tækifæri sendi Aron Einar frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti sig saklausan af þessum ásökunum og sagðist hafa orðið fyrir barðinu á „nýrri útilokunarmenningu KSÍ“. Kvaðst hann ætla að gefa lögreglu skýrslu um „þetta kvöld fyrir ellefu árum“. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að umrætt mál sé tilrannsóknar, en það hefur ekki orðið til þess að FH bregðist við með sama hætti og KSÍ gerði gagnvart Aroni Einari og meini Eggerti að spila með liðinu.
Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, segist vera í beinu sambandi við lögmenn bæði Eggerts og Arons Einars. Samkvæmt upplýsingum sem þeir hafi veitt sér hafi hann ákveðnar efasemdir um …
Athugasemdir