Ársreikningar eignarhaldsfélaga í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og fjárfestis, benda til að félag í hans eigu hafi keypt kröfu af útgerðarrisanum Samherja á ekki neitt fyrr á árinu. Krafa Samherja beindist gegn eignarhaldsfélagi í eigu Eyþórs sem keypti hlutabréf útgerðarinnar í Árvakri, útgáfufélags Morgunblaðsins, fyrir 325 milljónir króna árið 2017. Að minnsta kosti 225 milljónir króna af þessari upphæð voru fjármagnaðar með seljendaláni frá félaginu í eigu Samherja, Kattarnefi ehf., sem seldi félagi Eyþórs, Ramsesi II ehf., hlutabréfin. Krafan snýst um þetta seljendalán.
Frá því að þessu viðskipti Eyþórs og Samherja áttu sér stað fyrir að verða fjórum árum hafa verið sagðar margar fréttir af þeim og forsendum þeirra. Eitt af því sem fljótlega lá ljóst fyrir var að Samherjafélagið hefði veitt félagi Eyþórs lán til að eignast hlutabréfin. Eins og Stundin greindi frá í …
Athugasemdir