Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

544. spurningaþraut: Hver er þarna að leika Bubba Morthens?

544. spurningaþraut: Hver er þarna að leika Bubba Morthens?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir leikarinn sem hér að ofan syngur hlutverk Bubba Morthens í söngleiknum um ævi hans?

***

Aðalspurningar:

1.  Hve mörg eru líf Bubba Morthens annars talin vera í söngleiknum þeim?

2.  Fyrir um það bil hve mörgum milljónum ára átti sér stað hin fræga fjöldaútrýming risaeðlanna? Var það fyrir 266 milljónum ára, 216 milljónum ára, 166 milljónum ára, 116 milljónum ára, 66 milljónum ára eða 16 milljónum ára?

3.  Hvað heitir eini alþingismaðurinn á Alþingi Íslendinga sem á sína eigin kirkju?

4.  Í hvaða flokki er hann um þessar mundir?

5.  Kona ein var í tvo áratugi einhver fremsti ballettdansari Íslendinga. Eftir að hafa útskrifast frá London 1972 dansaði hún í áratug í Þýskalandi við góðan orðstír en síðan í Bandaríkjunum, til dæmis sem aðaldansari við Richmond-ballettinn í Virginíu. Síðan var hún um skeið listdansstjóri Íslenska dansflokksins og hefur lengi fengist við kennslu. Hvað heitir hún?

6.  Hvað heitir litla systir Emils í Kattholti?

7.  Hver skrifaði bækurnar um Emil í Kattholti?

8.  Ákveðið fyrirbæri er talið hafa komið fyrst við sögu í Jemen um árið 1500, þótt mjög þrálátar sögur hermi að það hafi raunar komið fyrst til sögu handan Rauða hafsins í Eþíópíu. Hvað sem því líður breiddist það tiltölulega hratt út um Miðausturlönd og síðan til Indlands og til Ítalíu var það komið um 1600. Hvaða fyrirbæri er þetta?

9.  Risi, naut, örn og ... hver?

10.  Hver syngur titillagið í nýju James Bond-myndinni, No time to die?

***

Seinni aukaspurning:

Málverkið hér að neðan er kennt við landið eða þjóðina þar sem það var málað. Hverrar þjóðar eru sem sé fyrirsæturnar tvær?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Níu.

2.  Fyrir 66 milljónum ára.

3.  Birgir Þórarinsson.

4.  Sjálfstæðisflokknum.

5.  María Gísladóttir.

6.  Ída.

7.  Astrid Lindgren.

8.  Kaffi.

9.  Dreki. Þetta eru landvættirnar í skjaldarmerki Íslands.

10.  Billie Eilish. Smellið á rammann, þá kemur lagið þótt það þykist ekki vera þarna.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikarinn er Jóhann Sigurðarson.

Málverkið heitir American Gothic og fyrirsæturnar eru því bandarískar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár