Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

100 milljóna tilboði í DV hafnað

Til­boð­um um kaup á DV sem Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur bar fram fyr­ir hönd fjár­festa hef­ur ver­ið hafn­að í tvígang. Helgi Magnús­son, stjórn­ar­formað­ur og að­aleig­andi Torgs, neit­ar fyr­ir að til­boð­in hafi borist.

100 milljóna tilboði í DV hafnað
Kannast ekki við tilboð Helgi Magnússon segir að fjölmiðlar Torgs séu ekki til sölu. Það stangast á við heimildir Stundarinnar um að undanfarið hafi verið leitað að kaupendum að Fréttablaðinu, hið minnsta. Mynd: MBL / Ómar Óskarsson

Heimildir Stundarinnar herma að fjárfestar hafi fyrir skemmstu gert tilboð í DV, í tvígang hið minnsta. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á um 100 milljónir króna en því var hafnað. Síðara tilboðið var hærra en Stundin hefur ekki upplýsingar um hversu hátt það var. Því var einnig hafnað.

Það mun hafa verið lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson sem bar fram tilboðin fyrir hönd aðila sem Stundin hefur ekki vitneskju um hverjir eru. Þegar Stundin hafði samband við Svein Andra vildi hann hvorki staðfesta að tilboð hefði verið lagt fram né hverjir hefðu staðið að baki því. „No comment,“ var svarið sem Sveinn Andri gaf.

Helgi Magnússon, stjórnarformaður og aðaleigandi Torgs sem á og rekur DV ásamt Fréttablaðinu, neitaði því hins vegar í samtali við Stundina að nokkurt tilboð hefði borist í DV. „Við höfum ekki fengið neitt tilboð. Er þetta ekki einhver misskilningur? Ég hugsa nú að ef að það hefði komið eitthvað tilboð myndi ég nú vita af því.“

„Getur ekki verið að hann hafi verið að bjóða í Stundina eða Viðskiptablaðið, er þetta ekki einhver misskilningur?“
Helgi Magnússon
Aðaleigandi DV

Blaðamaður Stundarinnar svaraði því þá til að heimildir fyrir því að tilboð hefði borist væru traustar. „Ég held nú að þú sért á villigötum,“ sagði Helgi þá. „Getur ekki verið að hann hafi verið að bjóða í Stundina eða Viðskiptablaðið, er þetta ekki einhver misskilningur? Í fyrsta lagi er ekkert til sölu hjá okkur og í öðru lagi hefur ekkert tilboð komið og enginn borið sig eftir slíku við mig.“

Þessar fullyrðingar Helga stangast á við heimildir Stundarinnar en samkvæmt þeim hafa forsvarsmenn Torgs að undanförnu leitað kaupenda að Fréttablaðinu og munu meðal annars hafa boðið Símanum blaðið til kaups. Því boði var hafnað.

Þegar þetta var borið upp á Helga vildi hann ekkert við það kannast. „Ég hlyti að vita af því, ég er stjórnarformaður og stærsti hluthafinn og ef að slíkt væri í gangi geri ég alveg ráð fyrir að ég myndi vita af því. Og ég get alveg lofað þér því að það myndi ekkert gerast án þess að ég kæmi að því. Ég veit ekki til þessa og þetta er bara slúður. Ég er búinn að svara þér og það er engu við þetta að bæta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár