Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

100 milljóna tilboði í DV hafnað

Til­boð­um um kaup á DV sem Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur bar fram fyr­ir hönd fjár­festa hef­ur ver­ið hafn­að í tvígang. Helgi Magnús­son, stjórn­ar­formað­ur og að­aleig­andi Torgs, neit­ar fyr­ir að til­boð­in hafi borist.

100 milljóna tilboði í DV hafnað
Kannast ekki við tilboð Helgi Magnússon segir að fjölmiðlar Torgs séu ekki til sölu. Það stangast á við heimildir Stundarinnar um að undanfarið hafi verið leitað að kaupendum að Fréttablaðinu, hið minnsta. Mynd: MBL / Ómar Óskarsson

Heimildir Stundarinnar herma að fjárfestar hafi fyrir skemmstu gert tilboð í DV, í tvígang hið minnsta. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á um 100 milljónir króna en því var hafnað. Síðara tilboðið var hærra en Stundin hefur ekki upplýsingar um hversu hátt það var. Því var einnig hafnað.

Það mun hafa verið lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson sem bar fram tilboðin fyrir hönd aðila sem Stundin hefur ekki vitneskju um hverjir eru. Þegar Stundin hafði samband við Svein Andra vildi hann hvorki staðfesta að tilboð hefði verið lagt fram né hverjir hefðu staðið að baki því. „No comment,“ var svarið sem Sveinn Andri gaf.

Helgi Magnússon, stjórnarformaður og aðaleigandi Torgs sem á og rekur DV ásamt Fréttablaðinu, neitaði því hins vegar í samtali við Stundina að nokkurt tilboð hefði borist í DV. „Við höfum ekki fengið neitt tilboð. Er þetta ekki einhver misskilningur? Ég hugsa nú að ef að það hefði komið eitthvað tilboð myndi ég nú vita af því.“

„Getur ekki verið að hann hafi verið að bjóða í Stundina eða Viðskiptablaðið, er þetta ekki einhver misskilningur?“
Helgi Magnússon
Aðaleigandi DV

Blaðamaður Stundarinnar svaraði því þá til að heimildir fyrir því að tilboð hefði borist væru traustar. „Ég held nú að þú sért á villigötum,“ sagði Helgi þá. „Getur ekki verið að hann hafi verið að bjóða í Stundina eða Viðskiptablaðið, er þetta ekki einhver misskilningur? Í fyrsta lagi er ekkert til sölu hjá okkur og í öðru lagi hefur ekkert tilboð komið og enginn borið sig eftir slíku við mig.“

Þessar fullyrðingar Helga stangast á við heimildir Stundarinnar en samkvæmt þeim hafa forsvarsmenn Torgs að undanförnu leitað kaupenda að Fréttablaðinu og munu meðal annars hafa boðið Símanum blaðið til kaups. Því boði var hafnað.

Þegar þetta var borið upp á Helga vildi hann ekkert við það kannast. „Ég hlyti að vita af því, ég er stjórnarformaður og stærsti hluthafinn og ef að slíkt væri í gangi geri ég alveg ráð fyrir að ég myndi vita af því. Og ég get alveg lofað þér því að það myndi ekkert gerast án þess að ég kæmi að því. Ég veit ekki til þessa og þetta er bara slúður. Ég er búinn að svara þér og það er engu við þetta að bæta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu