100 milljóna tilboði í DV hafnað

Til­boð­um um kaup á DV sem Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur bar fram fyr­ir hönd fjár­festa hef­ur ver­ið hafn­að í tvígang. Helgi Magnús­son, stjórn­ar­formað­ur og að­aleig­andi Torgs, neit­ar fyr­ir að til­boð­in hafi borist.

100 milljóna tilboði í DV hafnað
Kannast ekki við tilboð Helgi Magnússon segir að fjölmiðlar Torgs séu ekki til sölu. Það stangast á við heimildir Stundarinnar um að undanfarið hafi verið leitað að kaupendum að Fréttablaðinu, hið minnsta. Mynd: MBL / Ómar Óskarsson

Heimildir Stundarinnar herma að fjárfestar hafi fyrir skemmstu gert tilboð í DV, í tvígang hið minnsta. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á um 100 milljónir króna en því var hafnað. Síðara tilboðið var hærra en Stundin hefur ekki upplýsingar um hversu hátt það var. Því var einnig hafnað.

Það mun hafa verið lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson sem bar fram tilboðin fyrir hönd aðila sem Stundin hefur ekki vitneskju um hverjir eru. Þegar Stundin hafði samband við Svein Andra vildi hann hvorki staðfesta að tilboð hefði verið lagt fram né hverjir hefðu staðið að baki því. „No comment,“ var svarið sem Sveinn Andri gaf.

Helgi Magnússon, stjórnarformaður og aðaleigandi Torgs sem á og rekur DV ásamt Fréttablaðinu, neitaði því hins vegar í samtali við Stundina að nokkurt tilboð hefði borist í DV. „Við höfum ekki fengið neitt tilboð. Er þetta ekki einhver misskilningur? Ég hugsa nú að ef að það hefði komið eitthvað tilboð myndi ég nú vita af því.“

„Getur ekki verið að hann hafi verið að bjóða í Stundina eða Viðskiptablaðið, er þetta ekki einhver misskilningur?“
Helgi Magnússon
Aðaleigandi DV

Blaðamaður Stundarinnar svaraði því þá til að heimildir fyrir því að tilboð hefði borist væru traustar. „Ég held nú að þú sért á villigötum,“ sagði Helgi þá. „Getur ekki verið að hann hafi verið að bjóða í Stundina eða Viðskiptablaðið, er þetta ekki einhver misskilningur? Í fyrsta lagi er ekkert til sölu hjá okkur og í öðru lagi hefur ekkert tilboð komið og enginn borið sig eftir slíku við mig.“

Þessar fullyrðingar Helga stangast á við heimildir Stundarinnar en samkvæmt þeim hafa forsvarsmenn Torgs að undanförnu leitað kaupenda að Fréttablaðinu og munu meðal annars hafa boðið Símanum blaðið til kaups. Því boði var hafnað.

Þegar þetta var borið upp á Helga vildi hann ekkert við það kannast. „Ég hlyti að vita af því, ég er stjórnarformaður og stærsti hluthafinn og ef að slíkt væri í gangi geri ég alveg ráð fyrir að ég myndi vita af því. Og ég get alveg lofað þér því að það myndi ekkert gerast án þess að ég kæmi að því. Ég veit ekki til þessa og þetta er bara slúður. Ég er búinn að svara þér og það er engu við þetta að bæta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár