Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Milljónamæringar Krists“ reka fólk af heimilum sínum

Pan­dóru­skjöl­in sýna að kaþ­ólsk kirkju­deild sem varð al­ræmd fyr­ir barn­aníð hef­ur leyni­lega dælt gríð­ar­stór­um fjár­hæð­um í íbúða­hús­næði. Leigj­end­ur voru born­ir út á með­an far­ald­ur­inn geis­aði.

„Milljónamæringar Krists“ reka fólk af heimilum sínum
Marcial Maciel Presturinn leiddi kaþólsku regluna Legion of Christ þar til upp komst um kynferðisbrot hans. Reglan hefur síðar fjárfest leynilega í íbúðahúsnæði þar sem leigjendum var vísað út í miðjum faraldri.

Carlos Lomena, vörubílstjóri í úthverfi Miami sem hafði misst starfið sitt í faraldri kórónaveiru, grátbað dómara um að stöðva leigusala sem vildi úthýsa honum af heimili sínu í janúar.

Hinn 37 ára gamli Lomena vonaðist til að fá sanngjarna niðurstöðu fyrir dómstólum. Hann hafði flutt frá Venesúela að lokinni skólagöngu með þá trú að í Bandaríkjunum væri réttarkerfið sanngjarnara.

Í bréfi til dómarans í Flórída benti hann á að nýlega hefði verið framlengt bann við því að fólki yrði úthýst af heimilum sínum vegna faraldursins og bað um meiri tíma til að borga leiguna sem hann skuldaði.

„Ég hef í engin hús að venda,“ skrifaði Lomena, „og ekki peninginn til að flytja í nýja íbúð.“

Leigusalinn hans, eignarhaldsfélag stofnað af fasteignafélögum í Miami og Iowa-ríki, tók fálega í beiðnina. Fjárfestarnir þurftu að vera sáttir. Félagið þrýsti á dómstólinn að vísa honum út og í byrjun febrúar komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að Lomena hefði ekki fyllt út rétta eyðublaðið til að stöðva ferlið. Innan fárra daga, á meðan faraldurinn stóð sem hæst, setti sýslumaður stóra tilkynningu með rauðum feitletruðum texta á útidyrahurðina hans sem skipaði Lomean að yfirgefa heimili sitt innan sólahrings, ellegar yrði hann handtekinn.

Lomena er ekki sá eini.

Leigjendur um öll Bandaríkin hafa sætt ágengni frá ört vaxandi hópi risastórra leigufélaga sem eru fjármögnum af ríkum fjárfestum víðs vegar að úr heiminum.

Carlos LomenaLomena er einn þeirra leigjanda sem þurfti að yfirgefa heimili sitt á meðan faraldurinn geisaði.

Gagnaleki sem alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna, International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ), hefur yfirfarið í samstarfi við 150 fjölmiðla, þar á meðal Stundina og Reykjavík Media á Íslandi, gefur einstaka sýn á alþjóðlegar fjármagnshreyfingar sem breyta leigugreiðslum í mikinn hagnað sem oftast er falinn á reikningum í eigu skúffufyrirtæka sem nafnlausir fjárfestar stýra.

Á meðal fjárfestanna sem koma í ljós í skjölunum sem var lekið eru aflandssjóðir sem geyma hundruð milljóna Bandaríkjadala fyrir Legion of Christ, auðuga reglu Kaþólsku kirkjunnar sem beðið hefur hnekki vegna uppljóstrana um barnaníð.

Trúnaðarskjölin sýna að sjóðirnir urðu leynilegur aðili í eignarhaldsfléttu íbúðakjarnans sem Lomena bjó í og fjárfesti með leigusalanum fyrir 2 milljónir dala árið 2015. Sjóðirnir lögðu til milljónir til viðbótar í öðrum slíkum fjölbýlishúsum í ríkjunum Flórída, Texas, Iowa, Indiana og Illinois.

Skömmu eftir að Vatíkanið tilkynnti árið 2010 að starfsemi reglunnar yrði stöðvuð og ný rannsókn færi af stað fóru hátt settir meðlimir Legion of Christ að setja í laumi á laggirnar einn af þeim þremur sjóðum sem heldur utan um fé fyrir regluna á Nýja-Sjálandi, eftir því sem kemur fram í lekanum.

Tveir af sjóðunum, sem stofnaðir voru skömmu síðar, fluttu leynilega milljónir dala um allan heim. Meðal annars fóru 14 milljónir dala í fjárfestingar í íbúðakjörnum sem Pensam Capital, fyrirtækið sem á bygginguna sem Lomena bjó í, keypti víðs vegar um Bandaríkin. Í svari við fyrirspurn ICIJ sagði Pensam að fyrirtækið hefði ekki fengið upplýsingar um að fjárfestingin kæmi frá Legion of Christ.

Tveir þessara sjóða áttu eftir að halda utan um nærri 300 milljóna virði af eignum fyrir Legion of Christ, samkvæmt gögnum sem var lekið, á sama tíma og þolendur kynferðisbrota presta reyndu að fá greiðslur frá reglunni með málaferlum og í gegnum sérstaka nefnd á vegum Vatíkansins.

Í svari við spurningum ICIJ um hvort Legion of Christ hafi tilkynnt Vatíkaninu um sjóðina sagði reglan að „trúfélög beri ekki skylda til að senda ítarlegar upplýsingar til Vatíkansins varðandi fjárhagslegar ákvarðanir sínar eða skipulag“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Pandóruskjölin

Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Icelandair gat þess aldrei að félagið stundaði viðskipti í gegnum Tortólu
FréttirPandóruskjölin

Icelanda­ir gat þess aldrei að fé­lag­ið stund­aði við­skipti í gegn­um Tor­tólu

Flug­fé­lag­ið Icelanda­ir lét þess aldrei get­ið op­in­ber­lega að fé­lag­ið hefði fjár­fest í þrem­ur Boeing-þot­um í gegn­um Tor­tóla-fé­lag. Við­skipti fé­lags­ins í gegn­um Tor­tólu komu fram í Pandópru­skjöl­un­um. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir að hlut­ur Icelanda­ir í fé­lög­un­um sem héldu ut­an um þot­urn­ar hafi ver­ið seld­ur með tapi.
Úkraínski sígarettukóngurinn sem fór með konu í stríð
ÚttektPandóruskjölin

Úkraínski síga­rettu­kóng­ur­inn sem fór með konu í stríð

Pan­dóru­skjöl­in sýna hvernig úkraínsk­ur með­fram­leið­andi ís­lensku verð­launa­mynd­ar­inn­ar Kona fer í stríð sæk­ir í af­l­ands­sjóð til að fjár­magna kvik­mynda­verk­efni sín. Upp­runi pen­inga hans er gríð­ar­stórt síga­rettu­veldi í Úkraínu. Fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar full­yrð­ir þó að þeir pen­ing­ar hafi ekki ver­ið not­að­ir við gerð ís­lensku mynd­ar­inn­ar.
Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
AfhjúpunPandóruskjölin

Af­l­ands­hýs­ing í af­l­ands­fé­lagi hýs­ir klám og nýnas­ista­áróð­ur á Ís­landi

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Taílandi er pott­ur­inn og pann­an í rekstri um­deilds vef­hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is sem ger­ir út á tján­ing­ar­frels­isákvæði ís­lenskra laga. Klám, nýnas­ista­áróð­ur og nafn­laust níð er hýst á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég hef ekk­ert að fela,“ seg­ir mað­ur­inn, sem er einn þeirra sem af­hjúp­að­ir eru í Pan­dóru­skjöl­un­um.
Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
FréttirPandóruskjölin

Jón seg­ir að ver­ið sé að færa eign­ar­halds­fé­lag fjöl­skyld­unn­ar frá Tor­tóla til Hong Kong

Jón Ólafs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi vatns­verk­smiðj­unn­ar Icelandic Glacial í Ölfusi, seg­ir að brátt muni hann og fjöl­skylda ekki eiga fé­lag á Tor­tóla. Hann seg­ir að hann hafi hætt að nota Tor­tóla­fé­lög eft­ir að hann lenti í skatta­máli við ís­lenska skatt­inn sem var vís­að frá á end­an­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár