Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tilraunakennt uppistand og ný plata

Stund­ar­skrá dag­ana 12. til 22. októ­ber.

Gleym-mér-ei hádegistónleikar // Ást og hatur Kjarvalsstöðum

Hvar? Kjarvalsstaðir

Hvenær? 13. október kl. 12.15

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Líkt og síðastliðin misseri standa söngnemendur tónlistardeildar LHÍ að hádegistónleikum á miðvikudögum á Kjarvalsstöðum í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Tónleikarnir hefjast kl 12.15 og bera yfirskriftina Ást og hatur.

Prjónakvöld á KEX

Hvar? Kex Hostel

Hvenær? 13. október kl. 20

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Miðvikudagskvöldið 13. október verður prjónað á KEX frá kl. 20.00–22.00. Kvöldið er opið fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna. Kvöldið er ekki bundið við handprjón, heklarar eru að sjálfsögðu velkomnir líka. Við hvetjum alla til að koma með eigið garn og prjóna.

Álfheimar - útgáfuhóf

Hvar? Eymundsson Austurstræti

Hvenær? 14. október kl. 17:00

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Útgáfufögnuður.  Álfheimar er fyrsta ljóðabók Brynjars Jóhannessonar í fullri lengd.  Upplestur og léttar veitingar.

Ósýnilegar konur - útgáfuhóf

Hvar? Salka Bókabúð - Hverfisgata 89

Hvenær? 15. október kl. 17:00

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Fögnuður útgáfu bókarinnar Ósýnilegar konur sem Sæunn Gísladóttir hefur þýtt. 

Í Ósýnilegum konum rannsakar Caroline Criado Perez sláandi rætur kynjamismununar og skoðar líf kvenna á heimilinu, á vinnustaðnum, opinberum vettvangi, í heilbrigðiskerfinu og á fleiri stöðum daglegs lífs.

Ósýnilegar konur markar tímamót og er ógleymanleg afhjúpun sem mun breyta því hvernig við horfum á heiminn,

Fílalag  Bergur Ebbi og Snorri Helga!

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 15. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.200 kr.

Fílalag fjallar um tónlist – hver sýning gengur út á að kryfja eitt dægurlag til mergjar – en leiðin að kjarna tónlistarinnar liggur í gegnum alla dægurmenninguna og dýpri þætti tilverunnar. Leikhúsgestir eiga von á ferðalagi með reyndum sviðslistamönnum og er hver sýning einstök, enda nýtt lag tekið fyrir í hvert sinn.

Skutlugerð

Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni

Hvenær? 16. október kl. 12

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Það er enginn vandi að búa til skutlur og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Eina sem þarf er sköpunargleði, góðar leiðbeiningar og einfaldasti efniviður í heimi – eitt pappírsblað. Efni á staðnum.

VÖK á Húrra 

Hvar? Húrra skemmtistaður

Hvenær? 16. október kl. 20

Aðgangseyrir? 3.990 kr.

Hljómsveitin Vök fagnar útgáfu á EP plötunni sinni „Feeding on a Tragedy“ með útgáfutónleikum á Húrra og Græna hattinum. EP platan kemur 8. október og hafa nokkur lög verið gefin út á árinu og má nefna að þau hafa öll setið á topplistum útvarpsstöðva landsins. Platan verður frumflutt í heild sinni ásamt öðrum þekktum lögum eftir verðlaunasveitina.

Ari Eldjárn prófar nýtt grín

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 21. október kl. 20

Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Ari Eldjárn stendur fyrir skemmtilegri og tilraunakenndri uppistandssýningu þar sem hann prófar nýtt grín. Sýningin varir í um klukkustund þar sem Ari fer á flug með áður óbirt efni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár