Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tilraunakennt uppistand og ný plata

Stund­ar­skrá dag­ana 12. til 22. októ­ber.

Gleym-mér-ei hádegistónleikar // Ást og hatur Kjarvalsstöðum

Hvar? Kjarvalsstaðir

Hvenær? 13. október kl. 12.15

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Líkt og síðastliðin misseri standa söngnemendur tónlistardeildar LHÍ að hádegistónleikum á miðvikudögum á Kjarvalsstöðum í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Tónleikarnir hefjast kl 12.15 og bera yfirskriftina Ást og hatur.

Prjónakvöld á KEX

Hvar? Kex Hostel

Hvenær? 13. október kl. 20

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Miðvikudagskvöldið 13. október verður prjónað á KEX frá kl. 20.00–22.00. Kvöldið er opið fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna. Kvöldið er ekki bundið við handprjón, heklarar eru að sjálfsögðu velkomnir líka. Við hvetjum alla til að koma með eigið garn og prjóna.

Álfheimar - útgáfuhóf

Hvar? Eymundsson Austurstræti

Hvenær? 14. október kl. 17:00

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Útgáfufögnuður.  Álfheimar er fyrsta ljóðabók Brynjars Jóhannessonar í fullri lengd.  Upplestur og léttar veitingar.

Ósýnilegar konur - útgáfuhóf

Hvar? Salka Bókabúð - Hverfisgata 89

Hvenær? 15. október kl. 17:00

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Fögnuður útgáfu bókarinnar Ósýnilegar konur sem Sæunn Gísladóttir hefur þýtt. 

Í Ósýnilegum konum rannsakar Caroline Criado Perez sláandi rætur kynjamismununar og skoðar líf kvenna á heimilinu, á vinnustaðnum, opinberum vettvangi, í heilbrigðiskerfinu og á fleiri stöðum daglegs lífs.

Ósýnilegar konur markar tímamót og er ógleymanleg afhjúpun sem mun breyta því hvernig við horfum á heiminn,

Fílalag  Bergur Ebbi og Snorri Helga!

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 15. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.200 kr.

Fílalag fjallar um tónlist – hver sýning gengur út á að kryfja eitt dægurlag til mergjar – en leiðin að kjarna tónlistarinnar liggur í gegnum alla dægurmenninguna og dýpri þætti tilverunnar. Leikhúsgestir eiga von á ferðalagi með reyndum sviðslistamönnum og er hver sýning einstök, enda nýtt lag tekið fyrir í hvert sinn.

Skutlugerð

Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni

Hvenær? 16. október kl. 12

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Það er enginn vandi að búa til skutlur og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Eina sem þarf er sköpunargleði, góðar leiðbeiningar og einfaldasti efniviður í heimi – eitt pappírsblað. Efni á staðnum.

VÖK á Húrra 

Hvar? Húrra skemmtistaður

Hvenær? 16. október kl. 20

Aðgangseyrir? 3.990 kr.

Hljómsveitin Vök fagnar útgáfu á EP plötunni sinni „Feeding on a Tragedy“ með útgáfutónleikum á Húrra og Græna hattinum. EP platan kemur 8. október og hafa nokkur lög verið gefin út á árinu og má nefna að þau hafa öll setið á topplistum útvarpsstöðva landsins. Platan verður frumflutt í heild sinni ásamt öðrum þekktum lögum eftir verðlaunasveitina.

Ari Eldjárn prófar nýtt grín

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 21. október kl. 20

Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Ari Eldjárn stendur fyrir skemmtilegri og tilraunakenndri uppistandssýningu þar sem hann prófar nýtt grín. Sýningin varir í um klukkustund þar sem Ari fer á flug með áður óbirt efni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
3
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár