Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

80 ár frá fjöldamorðunum í Babí Jar: Helförin hringd inn

80 ár frá fjöldamorðunum í Babí Jar: Helförin hringd inn
Fjöldagröf í Babí Jar. Þessi mynd var tekin eftir að Sovétmenn frelsuðu Kíev 1944 og hófust handa um að grafa upp fjöldagrafirnar í Babí Jar.

Þann 29. og 30. september 1941 voru hroðaleg fjöldamorð framin í gili einu í úkraínsku borginni Kíev sem þá var hluti Sovétríkjanna. Þar heitir Babí Jar og það er mikilvægt að það sem þar gerðist gleymist ekki.

Þann 22. júní höfðu Þýskaland og nokkur bandalagsríki þeirra gert innrás í Sovétríkin. Framan af gekk sóknin eins og í sögu og þann 19. september náðu þýskar hersveitir Kíev.

Nokkrum dögum síðar ákváðu yfirmenn SS-sveitanna í borginni að útrýma öllum Gyðingum sem þar bjuggu. Birt var yfirlýsing þar sem Gyðingum í borginni var skipað að gefa sig fram á tilteknum stað og hafa með sér allar eigur sínar, fatnað og verðmæti því flytja ætti þá burt.

Meira en 30.000 Gyðingar gáfu sig fram, miklu fleiri en SS-mennirnir höfðu búist við.

Eigi að síður hófust SS-mennirnir handa um að drepa fólkið. Því var smalað niður í gjána Babí Jar og þar skotið á færi, hundruðum og síðan þúsundum saman.

Nokkrir hópar úkraínskra þjóðernissinna tóku glaðbeittir þátt í morðæðinu.

Það tók tvo sólarhringa að skjóta allt þetta fólk. Þjóðverjar sjálfir töldu 33.771 lík — konur, karla, börn, allt niður í hvítvoðunga. Öll voru drepin algjörlega miskunnarlaust.

Reyndar eyddu þeir ekki byssukúlum á börnin.

Þeir grófu þau lifandi.

Allar eigur Gyðinganna voru síðan afhentar fólki af þýsku bergi brotið sem bjó í Kíev og tók blygðunarlaust við.

Þjóðverjar voru löngu byrjaðir að drepa Gyðinga og mörg fjöldamorð höfðu þegar verið framin eftir innrás þeirra í Sovétríkin, iðulega með hjálp heimamanna á hverjum stað. Pólverjar og Litháar gengu margir mjög rösklega fram.

En umfangið á fjöldamorðunum í Kíev var meira en áður hafði þekkst. Og SS-sveitunum fannst þetta eiginlega of tímafrekt og erfitt, kosta of mikið af byssukúlum og orku hermanna.

Babí Jar átti sinn þátt í að morðvargar nasistanna tóku að íhuga „skilvirkari“ leiðir til að drepa fólk í hrönnum.

Afleiðingin voru gasklefar helfararinnar.

Og þannig séð var helförin hringd inn í Babí Jar.

Allt þar til Þjóðverjar voru hraktir frá Kíev 1944 héldu Þjóðverjar áfram að nota Babí Jar sem aftökustað. Og ekki bara Gyðingar voru drepnir þar. Fjöldinn allur af Rómafólki var drepið í Babí Jar, geðsjúklingar og fatlaðir, sovéskir stríðsfangar og meira að segja úkranínskir þjóðernissinnar.

Meðan það hentaði Stalín notuðu Sovétmenn viðurstyggðina í Babí Jar óspart í áróðursskyni. Eftir stríðið fóru þeir hins vegar smátt og smátt að þagga þennan atburð að mestu niður. Þá fór Gyðingaandúð vaxandi í sovéska stjórnkerfinu og óþægilegt þótti að Úkraínumenn — sem nú voru aftur orðnir góðir sovéskir borgarar — skyldu hafa tekið þátt í þessu.

En það gekk ekki til lengdar.

Árið 1961 birti skáldið Évgení Évtújenko ljóðið Babí Jar þar sem hann — sem ekki var Gyðingur — reyndi að horfast í augu við atburðinn og við Gyðingahatrið í Rússlandi og jafnvel að setja sig að einhverju leyti í spor þeirra sem drepnir voru í gilinu.

Aftast í þessum pistli birti ég þýðingu skáldanna og ritstjóranna Árna Bergmanns og Matthíasar Johannessens á þessu ljóði.

Dmitri Shostakovitsj frumflutti ári síðar 13. sinfóníu sína sem nefnist Babí Jar.

Hér er hún:

Og 1966 gaf rússnesk-úkraínski rithöfundurinn Anatolí Kusnetsov út heimildaskáldsögu um Babí Jar sem vakti mikla athygli. Hún fékkst að vísu aðeins gefin út í ritskoðaðri útgáfu í Sovétríkjunum en eftir að höfundurinn flúði til Vesturlanda var hún gefin út í sinni réttu mynd.

Við þurfum að muna eftir Babí Jar. 

Hér er ljóð Évtúsénkos:

Engin minnismerki

yfir Babí Jar.

Brött hæðin eins og klunnaleg grafskrift.

Ég er hræddur.

Ég er eins gamall og kynkvísl Gyðinga.

Í augum sjálfs mín er ég nú Gyðingur.

Hér ráfa ég um Egyptaland hið forna,

hér er ég deyjandi á krossi.

Naglaförin jafnvel enn sýnileg.

Mér finnst að Dreyfus, hann sé ég.

Smáborgararnir eru dómarar mínir og ákærendur.

Afkimaður í járngrindum, króaður,

umkringdur, útspýttur, rægður.

Ýlfrandi konur með flæmskar blúndur

reka sólhlíf í andlitið á mér.

Einnig er ég drengur í Bélosdok,

drjúpandi blóðið flýtur um gólfið.

Barhetjurnar láta öllum illum látum

þefjandi af vodka og lauk.

Ég hef ekki krafta,

tekst á loft undan stígvélinu,

ég biðst vægðar, þeir hlusta ekki.

Kornkaupmaðurinn lemur móður sína

með „lúberjið júðana

og bjargið Rússlandi“ á vörum.

Ó, mín rússneska þjóð, ég þekkiþig.

Eðli þitt er alþjóðlegt í raun.

En einatt létu flekkaðar hendur

glamra í tandurhreinu nafni þínu.

Ég þekki gæzku minnar moldar.

Hve hryllilegt þetta hátíðlega nafn

sem gyðingahatarar skreyttu sig með

af stakri rósemi: „Bandalag rússneskrar þjóðar“!

Mér finnst ég vera Anna Frank,

gagnsær eins og aprílsproti

ástfanginn og þarf ekki á orðum að halda,

þarfnast þess eins að við horfum hvort á annað.

Hvað lítið við megum sjá og finna ilm af,

slitin frá laufskrúði og himni.

En samt megum við svo margt

faðmandi hvort annað í dimmu herbergi.

Þeir koma? Óttastu ekkert.

Dimmur dynur vorsins,

það kemur þessa leið.

Komdu til mín

réttu mér varir þínar, fljótt.

Þeir brjóta upp hurðina? Nei, þetta er ísabrot,

skrjáf í villtu grasi

við Babí Jar.

Trén setja upp strangan dómarasvip.

Allt hér er þögult óp.

Þegar ég tek af mér hattinn

finn ég að hárið gránar hægt.

Og ég er sjálfur þögult óp

á gröfum þúsunda manna;

ég er hver öldungur hér drepinn.

sérhvert barn hér myrt.

Ekkert í mér getur nokkurn tíma gleymt því.

Þegar síðasti gyðingahatarinn

er loks dauður og grafinn

skulum við láta Tjallann hljóm.

Ekkert gyðingablóð rennur í æðum mínum

samt er ég hataður

eins kröftuglega af júðahöturum

og væri ég Gyðingur. Því

er ég sannur Rússi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár