„Er búið að gefa út kvótann í Namibíu?“ spurði Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, í tölvupósti til framkvæmdastjórans í namibískum dótturfélögum Samherja þann 4. ágúst 2018. Um er að ræða síðustu tölvupóstsamskiptin frá Baldvini Þorsteinssyni sem er að finna í þeim rannsóknargögnum sem sakborningar í Samherjamálinu í Namibíu hafa verið spurðir út í.
Tölvupóstarnir eru frá tæplega tíu ára tímabili, 2010 til haustsins 2019, skömmu áður en greint var frá Namibíumálinu í fjölmiðlum. Gögnin sýna talsverða aðkomu Baldvins Þorsteinssonar að skipulagningu veiða Samherja í Namibíu yfir margra ára tímabil.
Baldvin er í dag orðinn annar stærsti eigandi Samherja, ásamt Kötlu systur sinni, eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, frændi hans, seldu börnum sínum meirihluta hlutabréfa sinna í Samherja í fyrra. Þorsteinn Már og fyrrverandi eiginkona hans …
Athugasemdir