Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Flækjusögur komnar á hlaðvarp: Hið róstusama ár 1920, Hitler, rússneska byltingin, Al Capone!

Flækjusögur komnar á hlaðvarp: Hið róstusama ár 1920, Hitler, rússneska byltingin, Al Capone!

Árið 2013 var Mikael Torfason ritstjóri Fréttablaðsins og bað mig að skrifa snaggaralegar greinar við alþýðuskap í helgarblaðið um einhver söguleg efni. Ég féllst vitaskuld á það og þar varð til greinaröðin Flækjusögur. Eftir tvö ár á Fréttablaðinu flutti greinaröðin yfir á Stundina sem þá var nýstofnuð.

Hún mun halda áfram að birtast í Stundinni en greinarnar flytjast nú einnig yfir á podcast, sem svo er kallað, og ég byrjaði á því að lesa upp greinaflokk frá í fyrra sem fjallaði um atburði ársins 1920.

Þar segir frá upphafi Adolfs Hitlers, heilmikið um rússneska borgarastríðið en líka fjallað um Al Capone og stríðið um vínsöluna í Bandaríkjunum, breska heimsveldið, jarðskjálfta í Kína, hneyksli í Bandaríkjunum, og margt margt fleira. 

Hérna er hlekkur á podcöstin hér á Stundinni

Og hér er hlekkur á Flækjusögurnar á Spotify.

Á næstunni munu svo eldri flækjusögur taka að birtast og svo hinar nýju jafnóðum og þær á þrykk ganga!

Ég vona þið hafið gaman af.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár