Árið 2013 var Mikael Torfason ritstjóri Fréttablaðsins og bað mig að skrifa snaggaralegar greinar við alþýðuskap í helgarblaðið um einhver söguleg efni. Ég féllst vitaskuld á það og þar varð til greinaröðin Flækjusögur. Eftir tvö ár á Fréttablaðinu flutti greinaröðin yfir á Stundina sem þá var nýstofnuð.
Hún mun halda áfram að birtast í Stundinni en greinarnar flytjast nú einnig yfir á podcast, sem svo er kallað, og ég byrjaði á því að lesa upp greinaflokk frá í fyrra sem fjallaði um atburði ársins 1920.
Þar segir frá upphafi Adolfs Hitlers, heilmikið um rússneska borgarastríðið en líka fjallað um Al Capone og stríðið um vínsöluna í Bandaríkjunum, breska heimsveldið, jarðskjálfta í Kína, hneyksli í Bandaríkjunum, og margt margt fleira.
Hérna er hlekkur á podcöstin hér á Stundinni.
Og hér er hlekkur á Flækjusögurnar á Spotify.
Á næstunni munu svo eldri flækjusögur taka að birtast og svo hinar nýju jafnóðum og þær á þrykk ganga!
Ég vona þið hafið gaman af.
Athugasemdir