Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Meðlimir í kjörstjórn lýsa óvarlegri meðferð atkvæða í kosningunum

Geir Guð­munds­son og Hans Benja­míns­son, með­lim­ir í kjör­stjórn Kópa­vogs hafa gef­ið munn­lega grein­ar­gerð um ann­marka sem þeir fundu í með­höndl­un at­kvæða í Kópa­vogi og ætla sér að skila inn skrif­legri grein­ar­gerð til yfir­kjör­stjórn­ar Kópa­vogs um sama efni.

Meðlimir í kjörstjórn lýsa óvarlegri meðferð atkvæða í kosningunum
Sýslumaður innsiglaði kjörkassa með límbandi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn í Kópavogi segir sýslumanninn í Kópavogi hafa virt óskir kjörstjórnarinnar að vettugi um að innsigla kjörkassa. Þess í stað var notað grátt límband.

Geir Guðmundsson segir í samtali við Stundina að hann og varamaður hans í kjörstjórn Kópavogs hafi fundið þó nokkra annmarka við meðhöndlun atkvæða fyrir alþingiskosningar. Meðal þeirra annmarka er að sýslumaður hafi virt óskir kjörstjórnarinnar að vettugi um að setja innsigli á kjörkassa áður en hann var fluttur og sett þess í stað grátt límband yfir rifuna á kjörkassanum. Þá var einnig innsigli á geymslustað utankjörfundaratkvæða rofið án þess að umboðsmaður lista í kjördæminu væri viðstaddur eða annar eftirlitsaðili og svo að utankjörfundaatkvæði hafi verið flutt opin í opnum kössum til kjördeilda.

Af þessum ástæðum og fleiri segist Geir ekki vera fullviss um að farið hafi verið að lögum við meðhöndlun atkvæða. Hann segist þó ekki vantreysta fólkinu sem stóð að þessu en vilji bæta ferlið fyrir næstu kosningar. „En alveg fullkomið traust hjá þeim sem eru í kjörstjórninni og sáu um þetta allt saman. Við teljum að sé ekkert óeðlilegt í gangi en við viljum gjarnan að það sé hægt að segja með fullri vissu að það sé ekki hægt að nota þessar „loop holes“. Það er það sem við höfum áhyggjur af.“ 

Enginn umboðsmaður viðstaddur þegar innsiglið var rofið

Atburðarásinni lýsir Geir þannig að fyrst hafi utankjörfundaratkvæði borist í Smárann og þau læst inn í geymslu og innsigli sett á hurðina. Svo á föstudeginum eftir hádegi hafði innsiglið verið rifið af, allt tekið út úr herberginu og byrjað hafi verið að flokka utankjörfundaratkvæði niður á kjördeildir í öðrum sal. 

Þegar flokkuninni var lokið voru hin flokkuðu utankjörfundaratkvæði sett í kassa fyrir hverja kjördeild og kassarnir settir inn í geymslu í kössum sem voru ekki innsiglaðir, geymslunni verið læst og innsigli sett á hurðina og áritað af oddvita kjörstjórnar. Morguninn eftir, eða á kjördegi, athugaði sá sem hafði áritað innsiglið hvort að innsiglið á dyrum geymslunnar væri það sama en svo var ekki. 

„Ég get staðfest að allan tímann hafði kjörstjórn aðgang að herberginu sem og hefði mögulega mörgun sinnum opnað dyrnar gert eitthvað þar inni, og sett síðan nýtt innsigli á dyrnar.“

Geir fór því að kanna í hverju misræmið fólst og skýringin reyndist vera sú að fleiri utankjörfundaratkvæði sem voru greidd sama dag og hin höfðu verið flokkuð bárust seint um kvöldið og þá var herbergið opnað af tveimur aðalmönnum í kjörstjórn og hin nýju utankjörfundaratkvæði sett inn með hinum flokkuðu. Herberginu var svo aftur læst og dyrnar svo innsiglaðar með nýju innsigli og það undirritað af oddvita kjörstjórnar. Enginn umboðsmaður eða eftirlitsaðili var viðstaddur þegar innsiglið var rifið á föstudagskvöldinu.

Að mati Geirs hefði verið æskilegt að hafa umboðsmann viðstaddan þegar innsiglið var rifið og raunar í „öllum tilvikum“ þegar innsiglið var rofið. 

Í færslu Katrínar Oddsdóttur á Facebook skrifaði Geir ummæli sem svari við spurningu Jón Þórs Ólafssonar, umboðsmanni Pírata í kjördæminu, um það hvort það væri ekki ljóst af þessu að „einhver hafði aðgang að atkvæðunum alla nóttina?“ Geir svarar:

„Jón Þór ég get staðfest að allan tímann hafði kjörstjórn aðgang að herberginu sem og hefði mögulega mörgun sinnum opnað dyrnar gert eitthvað þar inni, og sett síðan nýtt innsigli á dyrnar. Það er eitt af því sem mér finnst veikasti punktur kosninganna. Auðvelt er að svappa atkvæða umslögum í opnum sendi umslögum.“

Ekkert innsigli á kjörkassa frá sýslumanni

Annað sem Geir minntist á í munnlegri greinargerð sinni var það að kjörkassarnir sem innihéldu utankjörfundaratkvæði frá sýslumanni voru ekki innsiglaðir þrátt fyrir að kjörstjórnin hafði beðið um það. „Sýslumaður virti það ekki og setti bara grátt límband yfir. Það hefði getað verið átt við það,“ segir hann. 

Þá kom það Geiri einnig á óvart að utankjörfundaratkvæðin hafi verið flutt „opin“ og „í opnum kössum til kjördeilda“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár