Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis

Úr­gang­ur­inn sem fer í GAJA inni­held­ur ein­göngu 70% líf­ræn­an úr­gang, en bæði finnst plast og þung­málm­ar í molt­unni. Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að ein­göngu mætti taka við líf­ræn­um úr­gangi. Stöð­in verð­ur ekki starf­rækt frek­ar á þessu ári.

Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis

Nýja 6 milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki starfsleyfi Umhverfisstofnunar um rekstur. Í gögnum sem Stundin hefur undir höndum sést hvar óhreinindarhlutfall úrgangsins, sem fer inn í stöðina, er allt of hátt og þar að leiðandi uppfyllir stöðin ekki kröfur sem settar voru af Umhverfisstofnun. Samkvæmt starfsleyfinu má eingöngu lífrænn úrgangur fara inn í stöðina. Eins og staðan er í dag er eingöngu 70% af þeim úrgangi sem er að fara inn í GAJA lífrænn úrgangur, hin 30% er blandaður úrgangur eins og plast, málmar, kaffihylki og jafnvel raftæki. Úr þessu er Sorpa svo að reyna að búa til moltu. 

Eingöngu 70% af úrgangnum sem fer inn í GAJA er lífrænn úrgangur

Þetta er ekki eina ákvæðið sem Sorpa brýtur gegn. Í starfsleyfinu kemur einnig skýrt fram að engin spilliefni mega fara inn í GAJA. Samkvæmt sömu gögnum sést hvar spilliefni eru að fara inn í vinnsluferli í GAJA.

Raftæki og rafhlöður í lífrænum úrgangi sem fór í GAJA

Samkvæmt starfsleyfi GAJA sem Sorpa fékk vegna rekstur hennar segir að eingöngu megi lífrænn úrgangur fara inn í stöðina. „Sorpu bs. er heimilt að taka á móti allt að 30.000 tonnum á ári af lífrænum heimilisúrgangi og allt að 10.000 tonnum af fljótandi lífrænum heimilisúrgangi til gasvinnslu og jarðgerðar, þ.e. vinnslu á jarðvegsbæti, í gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.“

Flokkunarvélar virka ekki sem skildi

Sorpa fjárfesti um 1,7 milljörðum króna í sérstökum flokkunarvélum sem áttu að vélflokka allan heimilisúrgang á höfuðborgarsvæðinu. Þá byggði Sorpa einnig sérstakt húsnæði undir flokkunarvélarnar. Forsvarsmenn Sorpu hafa farið í alla helstu fjölmiðla landsins og útskýrt þar fyrir almenningi hvernig meðal annars bleyjur, kattasandur og kaffihylki myndu verða flokkað í vélum og búin yrði til hágæða molta úr blönduðum heimilisúrgangi úr ruslatunnum íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Mikið magn af kaffihylkjum má finna í lífrænum úrgangi Sorpu

Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að flokkunarvélarnar ná ekki að hreinsa úrganginn nándar nærri vel eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Gögnin sýna að þegar Sorpa fær úrganginn til sín er hann um 50% lífrænn. Eftir að hann hefur svo verið keyrður í gegnum flokkunarvélar Sorpu er hann samt ekki nema 70% lífrænn. Þetta er langt frá því að uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar um starfsleyfi fyrir stöðina.

Umhverfisstofnun segir starfsleyfið sé skýrt 

Stundin spurði Umhverfisstofnun hvort þetta háa hlutfall óhreininda í úrgangi sem var að fara inn í GAJA uppfyllti starfsleyfiskröfur sem settar voru Sorpu segir stofnunin að svo sé ekki.

„Ef það er niðurstaðan þá nei, starfsleyfið er skýrt þar sem fram kemur að þeim er einungis heimilt að taka á móti lífrænum úrgangi í GAJA,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.

Þýðir þetta að Sorpa er í raun búin að vera brjóta skilyrði starfsleyfisins síðan gas- og jarðgerðarstöðin opnaði í ágúst í fyrra. Samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar tilkynnti Sorpa aldrei Umhverfisstofnun á neinum tímapunkti um þetta háa óhreinindarhlutfall á úrganginum sem var að fara inn í stöðina. 

Engin molta notanleg frá byrjun

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var greint frá því að allri moltuframleiðslu hefði  hætt þann 12. maí síðastliðinn. Frá þeim degi hefur engin moltuframleiðsla verið í stöðinni. Þá kom upp mygla nú fyrir stuttu og sögðu forsvarsmenn Sorpu að öll framleiðsla hefði fyrst þá verið stöðvuð í GAJA. Því er ekki samræmi í því sem forsvarsmenn Sorpu segja um nákvæmlega hvenær hætt var framleiðslu á moltu í stöðinni. Eftir að myglan kom upp sagði Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við RÚV að það yrði engin framleiðsla allt það ár.

Frá því að stöðin fór formlega í gang í ágúst í fyrra hefur öll molta sem framleidd hefur verið þar verið notuð til landgræðslu á urðunarstað. Þeir sérfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sú útskýring sé bara umhverfisleg bókhaldsbrella og annað orð fyrir að urða moltuna.

Efnið sem Sorpa ætlaði að búa til hágæða moltu úr

Moltan inniheldur þungamálma og plast

Efnamælingar sem Sorpa hefur birt sýna að moltan sem byggðasamlagið framleiðir er mikið menguð af þungmálmum og magn blýs, kadmíums, sinks og nikkels langt yfir leyfilegum mörkum.

Blý er einn þeirra málma sem getur verið hættulegastur umhverfinu og mannfólki. Samkvæmt tölum Sorpu er magn af blýi í moltunni sem þeir framleiða allt að sexfalt meira en leyfilegt er. Leyfilegt er að hafa 120 mg/kg af blýi, en moltan frá Sorpu inniheldur 798 mg/kg. Þá sýna efnaniðurstöður að magn kadmíums sé 29,7 mg/kg, en samkvæmt stöðlum frá Bretlandi er miðað við 1,5 mg/kg. Er því um að ræða allt að tuttugu sinnum meira magn. Sink mælist um 857 mg/kg en á að vera undir 800 mg/kg. Nikkel-magn er að mælast 56 mg/kg en á að vera undir 50 mg/kg. 

Þungmálmar eru ekki eina vandamálið í moltunni, því magn plasts er langt umfram það sem staðlar segja til um. Samkvæmt rannsóknum Sorpu er allt að 1,7 prósent af moltunni plast og gler um 5,5 prósent af moltunni. Ekki var mælt hversu mikið af málmum eða pappír var í moltunni eins og á að gera og getur því verið að óhreinindahlutfalli sé hærra. Samkvæmt stöðlum má moltan eingöngu innihalda 0,12 prósent plast. Er því um að ræða um 15 sinnum meira magn af plasti í moltunni en leyfilegt er. 

Mygla fannst í burðarvirki í glænýrri gas- og jarðgerðarstöð Sorpu

Þegar skoðað er betur hvernig Sorpa mældi magn plasts í moltunni kemur í ljós að ekki er um sérstaklega vísindalega aðferð að ræða. Aðferðin fól í sér að starfsmaður Sorpu tók plast úr moltunni með höndunum og þá eingöngu plast sem er stærra en 2 mm. Er því ekkert plast undir þeirri stærð mælt. Gæti því plasthlutfallið verið enn hærra en tölur Sorpu segja til um. 

Hefði moltunni verið dreift í íslenska náttúru hefði það samsvarað að dreifa árlega 200 tonnum af plasti með moltunni. Þá hefur einnig komið upp vandamál vegna magns E. Coli í moltunni. Sýna þessar niðurstöður því að umtalsvert vandamál er með moltuna sem Sorpa framleiðir og verður fyrirtækið því að urða alla moltuna sem stöðin framleiðir.

Frá 11. mars til 12. maí hefur Sorpa urðað yfir 267 tonn af moltu sem félagið hefur framleitt. Engin molta sem hefur komið úr GAJA hefur staðist gæðakröfur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár