Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis

Úr­gang­ur­inn sem fer í GAJA inni­held­ur ein­göngu 70% líf­ræn­an úr­gang, en bæði finnst plast og þung­málm­ar í molt­unni. Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að ein­göngu mætti taka við líf­ræn­um úr­gangi. Stöð­in verð­ur ekki starf­rækt frek­ar á þessu ári.

Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis

Nýja 6 milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki starfsleyfi Umhverfisstofnunar um rekstur. Í gögnum sem Stundin hefur undir höndum sést hvar óhreinindarhlutfall úrgangsins, sem fer inn í stöðina, er allt of hátt og þar að leiðandi uppfyllir stöðin ekki kröfur sem settar voru af Umhverfisstofnun. Samkvæmt starfsleyfinu má eingöngu lífrænn úrgangur fara inn í stöðina. Eins og staðan er í dag er eingöngu 70% af þeim úrgangi sem er að fara inn í GAJA lífrænn úrgangur, hin 30% er blandaður úrgangur eins og plast, málmar, kaffihylki og jafnvel raftæki. Úr þessu er Sorpa svo að reyna að búa til moltu. 

Eingöngu 70% af úrgangnum sem fer inn í GAJA er lífrænn úrgangur

Þetta er ekki eina ákvæðið sem Sorpa brýtur gegn. Í starfsleyfinu kemur einnig skýrt fram að engin spilliefni mega fara inn í GAJA. Samkvæmt sömu gögnum sést hvar spilliefni eru að fara inn í vinnsluferli í GAJA.

Raftæki og rafhlöður í lífrænum úrgangi sem fór í GAJA

Samkvæmt starfsleyfi GAJA sem Sorpa fékk vegna rekstur hennar segir að eingöngu megi lífrænn úrgangur fara inn í stöðina. „Sorpu bs. er heimilt að taka á móti allt að 30.000 tonnum á ári af lífrænum heimilisúrgangi og allt að 10.000 tonnum af fljótandi lífrænum heimilisúrgangi til gasvinnslu og jarðgerðar, þ.e. vinnslu á jarðvegsbæti, í gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.“

Flokkunarvélar virka ekki sem skildi

Sorpa fjárfesti um 1,7 milljörðum króna í sérstökum flokkunarvélum sem áttu að vélflokka allan heimilisúrgang á höfuðborgarsvæðinu. Þá byggði Sorpa einnig sérstakt húsnæði undir flokkunarvélarnar. Forsvarsmenn Sorpu hafa farið í alla helstu fjölmiðla landsins og útskýrt þar fyrir almenningi hvernig meðal annars bleyjur, kattasandur og kaffihylki myndu verða flokkað í vélum og búin yrði til hágæða molta úr blönduðum heimilisúrgangi úr ruslatunnum íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Mikið magn af kaffihylkjum má finna í lífrænum úrgangi Sorpu

Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að flokkunarvélarnar ná ekki að hreinsa úrganginn nándar nærri vel eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Gögnin sýna að þegar Sorpa fær úrganginn til sín er hann um 50% lífrænn. Eftir að hann hefur svo verið keyrður í gegnum flokkunarvélar Sorpu er hann samt ekki nema 70% lífrænn. Þetta er langt frá því að uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar um starfsleyfi fyrir stöðina.

Umhverfisstofnun segir starfsleyfið sé skýrt 

Stundin spurði Umhverfisstofnun hvort þetta háa hlutfall óhreininda í úrgangi sem var að fara inn í GAJA uppfyllti starfsleyfiskröfur sem settar voru Sorpu segir stofnunin að svo sé ekki.

„Ef það er niðurstaðan þá nei, starfsleyfið er skýrt þar sem fram kemur að þeim er einungis heimilt að taka á móti lífrænum úrgangi í GAJA,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.

Þýðir þetta að Sorpa er í raun búin að vera brjóta skilyrði starfsleyfisins síðan gas- og jarðgerðarstöðin opnaði í ágúst í fyrra. Samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar tilkynnti Sorpa aldrei Umhverfisstofnun á neinum tímapunkti um þetta háa óhreinindarhlutfall á úrganginum sem var að fara inn í stöðina. 

Engin molta notanleg frá byrjun

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var greint frá því að allri moltuframleiðslu hefði  hætt þann 12. maí síðastliðinn. Frá þeim degi hefur engin moltuframleiðsla verið í stöðinni. Þá kom upp mygla nú fyrir stuttu og sögðu forsvarsmenn Sorpu að öll framleiðsla hefði fyrst þá verið stöðvuð í GAJA. Því er ekki samræmi í því sem forsvarsmenn Sorpu segja um nákvæmlega hvenær hætt var framleiðslu á moltu í stöðinni. Eftir að myglan kom upp sagði Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við RÚV að það yrði engin framleiðsla allt það ár.

Frá því að stöðin fór formlega í gang í ágúst í fyrra hefur öll molta sem framleidd hefur verið þar verið notuð til landgræðslu á urðunarstað. Þeir sérfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sú útskýring sé bara umhverfisleg bókhaldsbrella og annað orð fyrir að urða moltuna.

Efnið sem Sorpa ætlaði að búa til hágæða moltu úr

Moltan inniheldur þungamálma og plast

Efnamælingar sem Sorpa hefur birt sýna að moltan sem byggðasamlagið framleiðir er mikið menguð af þungmálmum og magn blýs, kadmíums, sinks og nikkels langt yfir leyfilegum mörkum.

Blý er einn þeirra málma sem getur verið hættulegastur umhverfinu og mannfólki. Samkvæmt tölum Sorpu er magn af blýi í moltunni sem þeir framleiða allt að sexfalt meira en leyfilegt er. Leyfilegt er að hafa 120 mg/kg af blýi, en moltan frá Sorpu inniheldur 798 mg/kg. Þá sýna efnaniðurstöður að magn kadmíums sé 29,7 mg/kg, en samkvæmt stöðlum frá Bretlandi er miðað við 1,5 mg/kg. Er því um að ræða allt að tuttugu sinnum meira magn. Sink mælist um 857 mg/kg en á að vera undir 800 mg/kg. Nikkel-magn er að mælast 56 mg/kg en á að vera undir 50 mg/kg. 

Þungmálmar eru ekki eina vandamálið í moltunni, því magn plasts er langt umfram það sem staðlar segja til um. Samkvæmt rannsóknum Sorpu er allt að 1,7 prósent af moltunni plast og gler um 5,5 prósent af moltunni. Ekki var mælt hversu mikið af málmum eða pappír var í moltunni eins og á að gera og getur því verið að óhreinindahlutfalli sé hærra. Samkvæmt stöðlum má moltan eingöngu innihalda 0,12 prósent plast. Er því um að ræða um 15 sinnum meira magn af plasti í moltunni en leyfilegt er. 

Mygla fannst í burðarvirki í glænýrri gas- og jarðgerðarstöð Sorpu

Þegar skoðað er betur hvernig Sorpa mældi magn plasts í moltunni kemur í ljós að ekki er um sérstaklega vísindalega aðferð að ræða. Aðferðin fól í sér að starfsmaður Sorpu tók plast úr moltunni með höndunum og þá eingöngu plast sem er stærra en 2 mm. Er því ekkert plast undir þeirri stærð mælt. Gæti því plasthlutfallið verið enn hærra en tölur Sorpu segja til um. 

Hefði moltunni verið dreift í íslenska náttúru hefði það samsvarað að dreifa árlega 200 tonnum af plasti með moltunni. Þá hefur einnig komið upp vandamál vegna magns E. Coli í moltunni. Sýna þessar niðurstöður því að umtalsvert vandamál er með moltuna sem Sorpa framleiðir og verður fyrirtækið því að urða alla moltuna sem stöðin framleiðir.

Frá 11. mars til 12. maí hefur Sorpa urðað yfir 267 tonn af moltu sem félagið hefur framleitt. Engin molta sem hefur komið úr GAJA hefur staðist gæðakröfur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár