Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi sá ekki ástæðu til að láta umboðsmenn vita af „gæðatjékki“

Þór­ir Har­alds­son, formað­ur yfir­kjör­stjórn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, seg­ist ekki hafa séð neina ástæðu til þess að láta um­boðs­menn lista í kjör­dæm­inu vita af því að fram­kvæmt yrði „gæða­tjékk“ á vinnu­brögð­um yfir­kjör­stjórn­ar­inn­ar sem með­al ann­ars fól það í sér að fara aft­ur yf­ir at­kvæð­in.

Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi sá ekki ástæðu til að láta umboðsmenn vita af „gæðatjékki“

Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, segir enga ástæðu hafa verið til þess að láta umboðsmenn lista í kjördæminu vita að framkvæmt yrði „gæðatjékk,“ á vinnubrögðum yfirkjörstjórnarinnar sem meðal annars fól í sér að fara yfir atkvæði aftur. 

Nú hefur yfirkjörstjórn tilkynnt að ráðist verði í endurtalningu í yfirkjörstjórn.

Yfirkjörstjórnin ber ábyrgð

Þórir segir að hver yfirkjörstjórn beri ábyrgð á atkvæðaseðlum og „sínum tölum og talningu“. „Þarna voru komnar umræður um að það væri lítill munur og við tókum fullt mark á þeim umræðum og þess vegna fórum við í tjékk á okkar vinnubrögðum,“ segir hann. 

Athugunin fór þannig fram að sögn Þóris að tekið var úrtak úr „bunka“ sem tilheyrði hverjum flokki fyrir sig. „Atkvæðaseðlar eru í bunkum og á bunkunum er merkt hvaða flokki atkvæðin eru greidd og þau flokkuð eftir framboðslistum(...) Það var tekið úrtak úr öllum þessum flokkum, frá öllum framboðslistum, úr öllum talningum, bæði utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum og farið var yfir það hvort flokkun væri rétt. Það var rétt í öllum tilvikum,“ segir Þórir. 

Umboðsmenn vissu ekki af athuguninni

Þórir metur sem svo að umboðsmenn lista í kjördæminu þurfi ekki að vera viðstaddir þegar slík athugun fer fram eða látnir vita að fyrirhugaðri athugun. „Þeir vissu af því að yfirkjörstjórn myndi funda klukkan eitt í gær til þess að ganga frá atkvæðum,“ segir hann. 

Hann segir þó að umboðsmennirnir hafi ekki verið látnir vita að slík athugun myndi eiga sér stað á fundinum.

Hefði ekki verið betra að láta þá vita að þessi athugun myndi fara fram?

„Ég sé enga ástæðu til þess.“

Píratar gera athugasemd við athugunina

Í yfirlýsingu sem Álfheiður Eymarsdóttir, oddiviti Pírata í Suðurkjördæmi, sendi frá sér í gær, segir hún Pírata ekki telja að „gæðatékk samræmist kosningalögum“. „Hvað þá gæðatjékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir.“

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við Stundina að almennt sé mjög mikilvægt fyrir traust og trúverðugleika kosninga að talið sé  „fyrir opnum tjöldum“, að umboðsmenn séu viðstaddir og að ferlið sé allt gagnsætt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár