Áður óbirt gögn innan úr Samherja sýna hversu víðtæk þekking var um mútugreiðslur til háttsettra og vel tengdra Namibíumanna til að verða fyrirtækinu úti um verðmætan fiskveiðikvóta í Namibíu. Talað er opinskátt um að greiða mútur og tölvupóstar sem eru undir í rannsókn íslenskra og namibískra yfirvalda sýna hvernig undirmenn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og þá aðaleiganda útgerðarrisans, héldu honum stöðugt upplýstum um þróun mála í Namibíu. Gögnin gefa líka til kynna að Þorsteinn hafi kynnt starfsemina fyrir stjórn Samherja.
Þessi nýju gögn sýna líka að Þorsteinn Már átti fjölmarga fundi, fleiri en áður hefur verið greint frá, í eigin persónu með „hákörlunum“, namibísku ráða- og áhrifamönnunum, sem nú sitja bak við lás og slá í Namibíu og bíða þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um mútuþægni. Þá afhjúpast þær aðferðir sem starfsmenn útgerðarinnar notuðu til að halda samskiptum sínum leyndum og viðhorf Þorsteins Más til þess að talað …
Kominn tími á alvöru fréttamennsku. Haldið áfram á sömu braut, ekki veitir af aðhaldi frá fjölmiðlum.
Kjósum ríkisstjórn sem við treystum til að tryggja að þetta mál og önnur sambærileg verði rannsakað til fullnustu.
Vel unnið hjá ykkur rannsóknarblaðamenn Stundarinnar.
Loksins kemur sannleikurinn í ljós.