„Ég mun kveðja fólk hér í Namibíu og hjá Samherja og hef engar skyldur til að hjálpa Samherja að „fela“ þetta,“ sagði Jón Óttar Ólafsson, afbrotafræðingur og þáverandi ráðgjafi hjá Samherja í Namibíu, í tölvupósti til yfirlögfræðings Samherja, Örnu Bryndísi McClure, í lok árs 2016. Í tölvupóstinum lýsti Jón Óttar yfir óánægju með stöðu sína hjá félaginu og launakjör, sérstaklega var hann gagnrýninn á Baldvin Þorsteinsson, son forstjóra Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar. Tölvupósturinn er hluti af umfangsmiklu gagnamagni sem er undir í rannsóknum héraðssaksóknara á starfsemi Samherja í Namibíu. Sakborningar í málinu eru spurðir út í hluta þessara gagna við yfirheyrslur.
Með orðum sínum um að honum bæri ekki skylda til að hjálpa Samherja að „fela þetta“ vísaði Jón Óttar að öllum líkindum til þeirra greiðslna sem Samherji hafði þá um árabil greitt til valdamikilla …
Athugasemdir