Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hef­ur eign­ast meiri­hluta í einni stærstu út­gerð­inni á Snæ­fellsnesi. Kaup­fé­lag­ið boð­ar óbreytta út­gerð frá Ól­afs­vík en bæj­ar­stjór­inn, Krist­inn Jónas­son, er smeyk­ur um að út­gerð­in hætti að gera út í bæn­um.

Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“
Hafa bætt við sig beint 5000 þorskígildistonnum Útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem Þórólfur Gíslason stýrir, hefur bætt við 5000 tonna kvóta með beinum hætti á síðustu 10 árum og er nú þriðja stærsta útgerð landsins. Auk þess hefur félagið keypt útgerðir og hluta í útgerðum sem eru ekki reiknaðar með í kvótastöðu félagsins. Mynd: b'Rax / Ragnar Axelsson'

Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi, Steinunni hf., og bætir þar með enn meiri kvóta við sjávarútvegsarm félagsins, FISK Seafood ehf. Steinunn hf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í Ólafsvík sem verið hefur í eigu sömu fjölskyldunnar í hálfa öld. Fyrirtækið er í 48. sæti yfir stærstu útgerðir landsins, miðað við lista yfir úthlutaðar aflaheimildir frá Fiskistofu sem birtur var í byrjun september. Steinunn ræður 0,34 prósentum kvótans, eða rúmlega 1.072  þorskígildistonnum.

Fyrirtækið á og rekur 153 tonna dragnótabót sem útgerðin heitir eftir og er hann orðinn 50 ára gamall. Á bátnum er hins vegar þessi umtalsverði kvóti og nemur heildarkvóti útgerðarinnar rúmlega 1/5 hluta af þeim kvóta sem er á skipum sem gerð eru út frá Ólafsvík. Steinunn hf. er því mikilvægur póstur í atvinnulífinu í Ólafsvík þar sem rétt rúmlega 1.000 manns búa. Fimm útgerðir frá Ólafsvík eru á lista Fiskistofu yfir 100 stærstu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár