Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hef­ur eign­ast meiri­hluta í einni stærstu út­gerð­inni á Snæ­fellsnesi. Kaup­fé­lag­ið boð­ar óbreytta út­gerð frá Ól­afs­vík en bæj­ar­stjór­inn, Krist­inn Jónas­son, er smeyk­ur um að út­gerð­in hætti að gera út í bæn­um.

Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“
Hafa bætt við sig beint 5000 þorskígildistonnum Útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem Þórólfur Gíslason stýrir, hefur bætt við 5000 tonna kvóta með beinum hætti á síðustu 10 árum og er nú þriðja stærsta útgerð landsins. Auk þess hefur félagið keypt útgerðir og hluta í útgerðum sem eru ekki reiknaðar með í kvótastöðu félagsins. Mynd: b'Rax / Ragnar Axelsson'

Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi, Steinunni hf., og bætir þar með enn meiri kvóta við sjávarútvegsarm félagsins, FISK Seafood ehf. Steinunn hf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í Ólafsvík sem verið hefur í eigu sömu fjölskyldunnar í hálfa öld. Fyrirtækið er í 48. sæti yfir stærstu útgerðir landsins, miðað við lista yfir úthlutaðar aflaheimildir frá Fiskistofu sem birtur var í byrjun september. Steinunn ræður 0,34 prósentum kvótans, eða rúmlega 1.072  þorskígildistonnum.

Fyrirtækið á og rekur 153 tonna dragnótabót sem útgerðin heitir eftir og er hann orðinn 50 ára gamall. Á bátnum er hins vegar þessi umtalsverði kvóti og nemur heildarkvóti útgerðarinnar rúmlega 1/5 hluta af þeim kvóta sem er á skipum sem gerð eru út frá Ólafsvík. Steinunn hf. er því mikilvægur póstur í atvinnulífinu í Ólafsvík þar sem rétt rúmlega 1.000 manns búa. Fimm útgerðir frá Ólafsvík eru á lista Fiskistofu yfir 100 stærstu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár