Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi, Steinunni hf., og bætir þar með enn meiri kvóta við sjávarútvegsarm félagsins, FISK Seafood ehf. Steinunn hf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í Ólafsvík sem verið hefur í eigu sömu fjölskyldunnar í hálfa öld. Fyrirtækið er í 48. sæti yfir stærstu útgerðir landsins, miðað við lista yfir úthlutaðar aflaheimildir frá Fiskistofu sem birtur var í byrjun september. Steinunn ræður 0,34 prósentum kvótans, eða rúmlega 1.072 þorskígildistonnum.
Fyrirtækið á og rekur 153 tonna dragnótabót sem útgerðin heitir eftir og er hann orðinn 50 ára gamall. Á bátnum er hins vegar þessi umtalsverði kvóti og nemur heildarkvóti útgerðarinnar rúmlega 1/5 hluta af þeim kvóta sem er á skipum sem gerð eru út frá Ólafsvík. Steinunn hf. er því mikilvægur póstur í atvinnulífinu í Ólafsvík þar sem rétt rúmlega 1.000 manns búa. Fimm útgerðir frá Ólafsvík eru á lista Fiskistofu yfir 100 stærstu …
Athugasemdir