Í sautján daga og sautján nætur lá algjört myrkur yfir Konstanínópel. Þessi stóra, já, þessi tröllslega og líflega borg, sú langfjölmennasta og fjölskrúðugasta í heiminum kringum aldamótin 800, hún stundi nú af drunga og ótta í myrkrinu.
Venjulega bárust jafnt á nóttu sem degi gleðihlátrar og bænakvak og harmaljóð og alls konar skarkali og glamur frá matarveislum og mannfundum út á Marmarahafið og Hellusund frá borginni, vottar um hið litríka mannlíf sem aldrei svaf og kom sífellt á óvart, enda áttu allar þjóðir sér fulltrúa í Konstanínópel, allt frá fílabeinshvítum harðlyndum körlum frá einhverjum dularfullum slóðum í norðri til biksvartra flóttamanna frá kalífadæmi múslima í Afríku og frá ítölskum nautnabelgjum til fínlegra Armena og ringlaðra Tyrkja og óvenjulega eygðra silkikaupmanna sem komu svo langt að úr austri að enginn vissi hvað þau lönd hétu.
En þann 19. ágúst 797 árum eftir fæðingu vors herra hafði sólin myrkvast og síðan lá …
Athugasemdir