Hækka ætti barnabætur í 54 þúsund krónur á mánuði fyrir pör og 77 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri. Jafnframt ætti að afnema tekjuskerðingar í barnabótakerfinu upp að tekjum para sem nemi 1,2 milljónum króna eða 600 þúsund krónum hjá einstæðu foreldri. Þetta er meðal helstu kosningamála Samfylkingarinnar en flokkurinn kynnti málefnaáherslur sínar fyrir komandi Alþingiskosningar í gær.
Í kosningastefnuskrá flokksins er að finna fjölda atriða sem flokkurinn vill setja á dagskrá fái hann til þess umboð. Þó tillögur flokksins um breytingu á barnabótakerfinu séu skýrar og afdráttarlausar er ekki hægt að segja það sama um stærstan hluta stefnuskrárinnar. Í flestum tilfellum er ekki um að ræða handfastar aðgerðir með skýrri tímalínu eða krónutölu heldur um almennt orðaða stefnu þar sem kemur fram að „stefnt skuli að“, „beita sér fyrir“, „ráðast í umbætur“, „styðja markvisst við“ eða „nýta betur“ fjármagn. Þannig segir í kafla um heilbrigðismál að auka eigi fjármagn til …
Athugasemdir