Ríkissaksóknarinn í Namibíu, Martha Imalwa, hefur lagt fram gögn fyrir dómi þar í landi sem sýna hvernig tæplega 323 milljónir íslenskra króna runnu frá íslenska útgerðarfélaginu Samherja í gegnum fyrirtækið Namgomar Pesca og til eiganda þess, Ricardo Gustavo, og annarra félaga. Þetta telur Imalwa geta nýst til að sýna fram á að rök séu fyrir því að félagið Namgomar Pesca geti verið dæmt fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna aðkomu þess að Samherjamálinu í Namibíu. Á þessum forsendum vill hún haldleggja eignir félagsins. Þetta kemur fram í gögnum sem ríkissaksóknarinn hefur lagt fram fyrir dómi þar í landi og fjalla namibískir fjölmiðlar um málið í gær og í dag.
Samherjamálið snýst um það að útgerðarfélagið greiddi vel á annað …
Athugasemdir