Salan á DK hugbúnaði gerði tug manna að milljónamæringum

Sex fyrr­ver­andi eig­end­ur DK hug­bún­að­ar ná inn í topp 20 yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana á síð­asta ári. Sjö­undi eig­and­inn hefði kom­ist í 6. sæti ef sölu­tekj­urn­ar hefðu ver­ið færð­ar á hann per­sónu­lega. Hol­lenska fyr­ir­tæk­ið TSS keypti fyr­ir­tæk­ið á 3,5 millj­arða króna á síð­asta ári.

Salan á DK hugbúnaði gerði tug manna að milljónamæringum
Seldu fyrir 3,5m illjarða Eigendur DK hugbúnaðar komust allir á lista yfir tekjuhæsta 1 prósent landsmanna utan einn. Sá, Hafþór Hafliðason, var með sinn hlut skráðan í félag og söluhagnaðurinn því ekki talinn fram á hann persónulega.

Sala á fyrirtækinu DK hugbúnaði skilaði tíu eigendum þess inn á hátekjulistann. Ellefti eigandinn, Haþór Hafliðason, sem þó átti stærstan hlut í fyrirtækinu, er hins vegar ekki að finna á listanum. Eignarhlutur Hafþórs í DK var í gegnum fjárfestingafélag hans, Haf investments, en hinir tíu eigendurnir voru skráðir persónulega fyrir sínum eignarhlutum.

Hollenskafélagið Total Specific Solutions (TSS) keypti hugbúnaðarfyrirtækið DK hugbúnað í desember á síðasta ári að fullu. Kaupverðið mun hafa verið um 3,5 milljarðar króna. DK hugbúnaður var stofnað í lok árs 1998 af þeim Hafþóri og Guðmundi Breiðdal, sem var einn eigendanna tíu sem nefndir eru að framan.

Hafþór átti 17,75 prósenta hlut í DK í gegnum Haf investments og því hefur hans hlutur í sölunni verið ríflega 600 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi Haf investments nam söluhagnaður og arður af eignarhlutum félagsins rúmum 674 milljónum króna á síðasta ári. Reiknaður tekjuskattur félagsins nam 127 milljónum króna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekjuhæsta eina prósentinu með undir 500 þúsund í mánaðarlaun
FréttirTekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekju­hæsta eina pró­sent­inu með und­ir 500 þús­und í mán­að­ar­laun

Á lista yf­ir tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga eru 189 manns með und­ir 500 þús­und á mán­uði í laun en með­al­laun Ís­lend­inga í fullu starfi eru 670 þús­und krón­ur á mán­uði. Af þess­um 189 ein­stak­ling­um greiddu 27 þeirra ekk­ert í út­svar. Tekj­ur þessa Ís­lend­inga eru fyrst og fremst fjár­magn­s­tekj­ur.
Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár