Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Salan á DK hugbúnaði gerði tug manna að milljónamæringum

Sex fyrr­ver­andi eig­end­ur DK hug­bún­að­ar ná inn í topp 20 yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana á síð­asta ári. Sjö­undi eig­and­inn hefði kom­ist í 6. sæti ef sölu­tekj­urn­ar hefðu ver­ið færð­ar á hann per­sónu­lega. Hol­lenska fyr­ir­tæk­ið TSS keypti fyr­ir­tæk­ið á 3,5 millj­arða króna á síð­asta ári.

Salan á DK hugbúnaði gerði tug manna að milljónamæringum
Seldu fyrir 3,5m illjarða Eigendur DK hugbúnaðar komust allir á lista yfir tekjuhæsta 1 prósent landsmanna utan einn. Sá, Hafþór Hafliðason, var með sinn hlut skráðan í félag og söluhagnaðurinn því ekki talinn fram á hann persónulega.

Sala á fyrirtækinu DK hugbúnaði skilaði tíu eigendum þess inn á hátekjulistann. Ellefti eigandinn, Haþór Hafliðason, sem þó átti stærstan hlut í fyrirtækinu, er hins vegar ekki að finna á listanum. Eignarhlutur Hafþórs í DK var í gegnum fjárfestingafélag hans, Haf investments, en hinir tíu eigendurnir voru skráðir persónulega fyrir sínum eignarhlutum.

Hollenskafélagið Total Specific Solutions (TSS) keypti hugbúnaðarfyrirtækið DK hugbúnað í desember á síðasta ári að fullu. Kaupverðið mun hafa verið um 3,5 milljarðar króna. DK hugbúnaður var stofnað í lok árs 1998 af þeim Hafþóri og Guðmundi Breiðdal, sem var einn eigendanna tíu sem nefndir eru að framan.

Hafþór átti 17,75 prósenta hlut í DK í gegnum Haf investments og því hefur hans hlutur í sölunni verið ríflega 600 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi Haf investments nam söluhagnaður og arður af eignarhlutum félagsins rúmum 674 milljónum króna á síðasta ári. Reiknaður tekjuskattur félagsins nam 127 milljónum króna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekjuhæsta eina prósentinu með undir 500 þúsund í mánaðarlaun
FréttirTekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekju­hæsta eina pró­sent­inu með und­ir 500 þús­und í mán­að­ar­laun

Á lista yf­ir tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga eru 189 manns með und­ir 500 þús­und á mán­uði í laun en með­al­laun Ís­lend­inga í fullu starfi eru 670 þús­und krón­ur á mán­uði. Af þess­um 189 ein­stak­ling­um greiddu 27 þeirra ekk­ert í út­svar. Tekj­ur þessa Ís­lend­inga eru fyrst og fremst fjár­magn­s­tekj­ur.
Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár