Sala á fyrirtækinu DK hugbúnaði skilaði tíu eigendum þess inn á hátekjulistann. Ellefti eigandinn, Haþór Hafliðason, sem þó átti stærstan hlut í fyrirtækinu, er hins vegar ekki að finna á listanum. Eignarhlutur Hafþórs í DK var í gegnum fjárfestingafélag hans, Haf investments, en hinir tíu eigendurnir voru skráðir persónulega fyrir sínum eignarhlutum.
Hollenskafélagið Total Specific Solutions (TSS) keypti hugbúnaðarfyrirtækið DK hugbúnað í desember á síðasta ári að fullu. Kaupverðið mun hafa verið um 3,5 milljarðar króna. DK hugbúnaður var stofnað í lok árs 1998 af þeim Hafþóri og Guðmundi Breiðdal, sem var einn eigendanna tíu sem nefndir eru að framan.
Hafþór átti 17,75 prósenta hlut í DK í gegnum Haf investments og því hefur hans hlutur í sölunni verið ríflega 600 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi Haf investments nam söluhagnaður og arður af eignarhlutum félagsins rúmum 674 milljónum króna á síðasta ári. Reiknaður tekjuskattur félagsins nam 127 milljónum króna …
Athugasemdir