Þú greiddir hæstu skattana í Hafnarfirði á síðasta ári, hvernig blasir það við þér?
Það hlýtur að vera eitthvert rugl í gangi. Hvað segirðu?
Er það? Heldur þú það? Ertu fæddur 3. ágúst 1959?
Leyf mér að hugsa. Mmmm, já. Nei, ég er að grínast.
Ég er að hringja í alla sem eru í fimm efstu sætunum á listunum og spjalla við þá.
Slepptu mér. Slepptu mér.
Á ég að sleppa þér?
Já.
Það verða allir á listanum, þetta er bara spurning um komment. Ég er nú búin að hringja í nokkra kollega þína hjá DK hugbúnaði, eða allavega tvo.
Er ég fyrir ofan þá?
„Við erum búnir að hafa lúsalaun alla okkar ævi“
Þú ert náttúrlega í öðrum landshluta, ég er ekki alveg búin að sjá hvernig þetta kemur út á heildarlistanum.
Eru þeir ekki spældir að vera ekki í fyrsta sæti?
Ég held að það gæti verið að einhver þeirra sé í fyrsta sæti. Nei, einn er í fimmta sæti. Nei, þeir eru ekki í fyrstu sætunum.
Vesalingar eru þetta.
Ég segi það með þér.
En bróðir minn, hann er líka í Hafnarfirði, hvað er hann þá, í öðru sæti eða hvað?
Heyrðu, já hann er í öðru sæti, ég vissi ekki að þið væruð bræður. Eruð þið báðir í DK hugbúnaði?
Jájá.
Já, þið eruð kannski stofnendurnir eða hvað?
Já.
Er þetta ekki af því að þið voruð að selja í fyrra sem þið eruð á þessum lista?
Jú, í rauninni. Jújú það er ástæðan. Við erum búnir að hafa lúsalaun alla okkar ævi.
Já, er það? Og nú er loksins komið að því að þið fáið eitthvað fyrir ykkar snúð?
Já, við höfum aldrei komist á lista yfir skattgreiðendur. Við höfum ekki þurft að borga skatt alla okkar ævi.
Hafið þið ekki þurft að borga skatt?
Við höfum verið undir skattleysismörkum. Persónuafslátturinn hefur dekkað það. Nei, ég er að bulla í þér. Láttu ekki svona.
Þú mátt ekki vera að bulla svona í mér, ég er að hringja í þig til að fá staðfestar upplýsingar.
Þú ert ekkert að taka þetta upp. Þú sagðir það ekki. Þú ert ekki að taka þetta upp.
Áður en við byrjum aftur. Þá er ég að hringja í alla í fimm efstu sætunum í hverjum landshluta fyrir sig. Og er að hringja og spyrja ykkur spurninga, til að nota í blaðinu.
Jájá, en þetta er alveg rétt hjá þér. Við vorum að selja fyrirtækið í fyrra.
Og högnuðust vel á því. Fenguð dágóða summu. Þú ert með 406 milljónir í heildarárstekjur. Það er nú dálítil summa.
Það er ágætis summa.
Hvað ætlar þú að gera við 406 milljónir?
Hvað ætlar þú að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?
Það er nákvæmlega spurningin sem ég er að leita svara við.
Þessir peningar voru ekki frá Hamborg, þeir eru frá Amsterdam. Það er svosem ekkert langt þarna á milli.
Ég veit að hinir tveir kollegar þínir hafa keypt sér hús. Og einn endurnýjaði bílaflotann sinn. Hvað heldur þú að þú gerir?
Ég hef ekkert gert við peningana enn þá og ég hef ekki hugsað hvað ég ætla að gera við þá.
Þetta eru svo miklir peningar að maður á kannski erfitt með að vita hvað maður á að gera við þá?
Haha, jújú, það er alveg örugglega hægt að eyða þeim.
Ertu sestur í helgan stein eða hvað gerist næst?
Nei, það hefur í rauninni ekkert breyst hjá mér og bróður mínum. Ég get svosem svarað fyrir hann. Við erum enn þá framkvæmdastjórar hjá DK hugbúnaði og rekum fyrirtækið áfram. Við getum sagt að það hafi ekki gefist mikill tími til að hugsa hvað ég á að gera við peningana.
En ef þú myndir kaupa þér eitthvað eitt fyrir þá? Hvað væri það fyrsta?
Þú ert ekkert að taka þetta upp er það?
Jú, ég er að taka þetta allt upp! Ég ætla að nota þetta allt í blaðið. Ég er fyrst og fremst að reyna að fá tilfinningu fyrir því hverjir þetta eru á bakvið þessa peninga og hvað þeir ætla að eyða þeim í.
DK hefur skilað okkur góðum pening ár eftir ár eftir ár í mörg ár. Þannig að ég get svarað því að þessir eigendur sem voru að selja, þeir þurftu ekki þennan pening. En ókei.
Þurftirðu ekki 406 milljónir?!
Nei.
Vó, það er svakalegt.
Já, þetta fyrirtæki var stöndugt fyrirtæki og búið að skila eigendum góðum pening.
Það er flott, til hamingju með það.
Já, takk.
Það er bara frábært. Ég reiknaði einmitt út í gær, þegar ég var að fara yfir þetta að þessi peningur, 406 milljónir, ég held að þetta sé ellefu sinnum íbúðin mín öll.
Já, ég skal sleppa öllum fíflaleik en staðan er nú bara þannig að ég hef ekkert verið að hugsa mikið. Peningarnir eru bara geymdir inn á vörslureikning og ávaxta sig eitthvað smávegis. Ég get allavega sagt þér að ég er ekki að fara að eyða þeim. Ég er ekki að fara að nota þá neitt.
Það er nú leiðinlegt að heyra. Ég myndi gera margt fyrir 406 milljónir.
Spyrðu mig bara hvað ég er búinn að gera og hvað ég hef ekki gert.
Hvað ertu búinn að gera og hvað hefur þú ekki gert?
Neinei, ég skal ekkert vera að fara út í það.
En þú ert glaður með þessa stöðu.
Jájá.
En hvernig finnst þér að vera í fyrsta sæti í Hafnarfirði?
Þú meinar fyrir ofan bróður minn?
Já, hvernig er það svona í fyrsta lagi?
Hann er fimm árum yngri en ég. Hann mun örugglega fara fram úr mér.
Jæja, hann hefur fimm ár allavega til þess.
Ég er allavega ekki með nein plön um það hvað ég ætla að gera við peningana.
Þú mátt kaupa íbúðina mína ellefu sinnum ef þú vilt. Þú bara pælir í því.
Jájá, en mig vantar ekki íbúð.
Athugasemdir