Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er bara búinn að borga mína skatta“

Frí­mann Jó­hanns­son var á fjórða sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­linga á Norð­ur­landi eystra.

„Ég er bara búinn að borga mína skatta“

Þú ert í fjórða sæti á Norðurlandi eystra. Hvernig blasir það við þér?

Það er nú bara það að ég var að losa mig við eignir. 

Nú jæja, hvaða eignir varstu að losa þig við?

Það er ekkert meira sem ég get sagt um það, vinan. 

Ertu með svona mikið í fjármagnstekjur vegna þess að þú varst að selja þessar eignir?

Ég er ekki alveg klár á þessu. Ég er ekki einu sinni búinn að skoða þetta. 

Myndi maður titla þig sem útgerðarmann?

Það held ég ekki. 

Hvernig myndir þú titla þig sjálfur?

Ég er nú bara búinn að vera sjómaður allt mitt líf. 

Þú varst þá ekki að selja útgerð?

Jú, ég var í smá rekstri líka en hvaða máli skiptir það?

Nei, ég er bara að hringja í þá sem eru efstir á þessum listum og spyrja þá hvernig þeir auðguðust og hvernig maður eignast svona mikla peninga. Og í þínu tilfelli er það vegna þess að þú seldir útgerð, eða hvað?

Neineinei. 

„Þú verður að tala við þessa menn sem eru með 35 milljónir á mánuði“ 

Hvað er það þá?

Þú verður bara að komast að þessu sjálf. Ef það er svona mikið kappsmál að skoða þetta. Ég er bara búinn að borga mína skatta alveg hreint. 

Jájá, ég er nú ekki að saka þig um neitt. En hvað gerir maður við 111 milljónir?

Það hlýtur að vera hægt að nota það eitthvað. 

Já, ég held það nú. Hvað ætlar þú að gera við þær?

Þú verður að tala við þessa menn sem eru með 35 milljónir á mánuði. 

Ég tala við þá líka. Eins og ég segi, ég er að tala við alla. Ná einhverri tilfinningu fyrir því hvernig manneskjur þetta eru á bak við þessi nöfn og þessar fjárhæðir. Ætlar þú að kaupa þér hús eða bíl eða hvernig sérðu fyrir þér að eyða 111 milljónum?

Ég var að hugsa um að eiga þetta bara svona í ellinni. Ég á ekki digran lífeyrissjóð þó svo að ég sé búinn að borga í hann alla mína ævi. Ég reikna með því að lifa á þeim næstu árin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár