Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er bara búinn að borga mína skatta“

Frí­mann Jó­hanns­son var á fjórða sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­linga á Norð­ur­landi eystra.

„Ég er bara búinn að borga mína skatta“

Þú ert í fjórða sæti á Norðurlandi eystra. Hvernig blasir það við þér?

Það er nú bara það að ég var að losa mig við eignir. 

Nú jæja, hvaða eignir varstu að losa þig við?

Það er ekkert meira sem ég get sagt um það, vinan. 

Ertu með svona mikið í fjármagnstekjur vegna þess að þú varst að selja þessar eignir?

Ég er ekki alveg klár á þessu. Ég er ekki einu sinni búinn að skoða þetta. 

Myndi maður titla þig sem útgerðarmann?

Það held ég ekki. 

Hvernig myndir þú titla þig sjálfur?

Ég er nú bara búinn að vera sjómaður allt mitt líf. 

Þú varst þá ekki að selja útgerð?

Jú, ég var í smá rekstri líka en hvaða máli skiptir það?

Nei, ég er bara að hringja í þá sem eru efstir á þessum listum og spyrja þá hvernig þeir auðguðust og hvernig maður eignast svona mikla peninga. Og í þínu tilfelli er það vegna þess að þú seldir útgerð, eða hvað?

Neineinei. 

„Þú verður að tala við þessa menn sem eru með 35 milljónir á mánuði“ 

Hvað er það þá?

Þú verður bara að komast að þessu sjálf. Ef það er svona mikið kappsmál að skoða þetta. Ég er bara búinn að borga mína skatta alveg hreint. 

Jájá, ég er nú ekki að saka þig um neitt. En hvað gerir maður við 111 milljónir?

Það hlýtur að vera hægt að nota það eitthvað. 

Já, ég held það nú. Hvað ætlar þú að gera við þær?

Þú verður að tala við þessa menn sem eru með 35 milljónir á mánuði. 

Ég tala við þá líka. Eins og ég segi, ég er að tala við alla. Ná einhverri tilfinningu fyrir því hvernig manneskjur þetta eru á bak við þessi nöfn og þessar fjárhæðir. Ætlar þú að kaupa þér hús eða bíl eða hvernig sérðu fyrir þér að eyða 111 milljónum?

Ég var að hugsa um að eiga þetta bara svona í ellinni. Ég á ekki digran lífeyrissjóð þó svo að ég sé búinn að borga í hann alla mína ævi. Ég reikna með því að lifa á þeim næstu árin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár