Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég er bara búinn að borga mína skatta“

Frí­mann Jó­hanns­son var á fjórða sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­linga á Norð­ur­landi eystra.

„Ég er bara búinn að borga mína skatta“

Þú ert í fjórða sæti á Norðurlandi eystra. Hvernig blasir það við þér?

Það er nú bara það að ég var að losa mig við eignir. 

Nú jæja, hvaða eignir varstu að losa þig við?

Það er ekkert meira sem ég get sagt um það, vinan. 

Ertu með svona mikið í fjármagnstekjur vegna þess að þú varst að selja þessar eignir?

Ég er ekki alveg klár á þessu. Ég er ekki einu sinni búinn að skoða þetta. 

Myndi maður titla þig sem útgerðarmann?

Það held ég ekki. 

Hvernig myndir þú titla þig sjálfur?

Ég er nú bara búinn að vera sjómaður allt mitt líf. 

Þú varst þá ekki að selja útgerð?

Jú, ég var í smá rekstri líka en hvaða máli skiptir það?

Nei, ég er bara að hringja í þá sem eru efstir á þessum listum og spyrja þá hvernig þeir auðguðust og hvernig maður eignast svona mikla peninga. Og í þínu tilfelli er það vegna þess að þú seldir útgerð, eða hvað?

Neineinei. 

„Þú verður að tala við þessa menn sem eru með 35 milljónir á mánuði“ 

Hvað er það þá?

Þú verður bara að komast að þessu sjálf. Ef það er svona mikið kappsmál að skoða þetta. Ég er bara búinn að borga mína skatta alveg hreint. 

Jájá, ég er nú ekki að saka þig um neitt. En hvað gerir maður við 111 milljónir?

Það hlýtur að vera hægt að nota það eitthvað. 

Já, ég held það nú. Hvað ætlar þú að gera við þær?

Þú verður að tala við þessa menn sem eru með 35 milljónir á mánuði. 

Ég tala við þá líka. Eins og ég segi, ég er að tala við alla. Ná einhverri tilfinningu fyrir því hvernig manneskjur þetta eru á bak við þessi nöfn og þessar fjárhæðir. Ætlar þú að kaupa þér hús eða bíl eða hvernig sérðu fyrir þér að eyða 111 milljónum?

Ég var að hugsa um að eiga þetta bara svona í ellinni. Ég á ekki digran lífeyrissjóð þó svo að ég sé búinn að borga í hann alla mína ævi. Ég reikna með því að lifa á þeim næstu árin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár