Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nýr oddviti Flokks fólksins berst fyrir skattalækkunum

Jakob Frí­mann Magnús­son, sem leið­ir lista Flokks fólks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, seg­ir Ís­land „ok­ur­land“ vegna skatt­lagn­ing­ar og hyggst berj­ast fyr­ir skatta­lækk­un­um.

Nýr oddviti Flokks fólksins berst fyrir skattalækkunum
Jakob Frímann Magnússon Stuðmaðurinn var kynntur til leiks í gær sem frambjóðandi í fyrsta sæti í Flokki fólksins. Í viðtali á Bylgjunni í morgun sagði hann flokkinn vera hægri krataflokk. Mynd: Flokkur fólksins

Nýr oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, vill lækka skatta á Íslandi. Fram að þessu hefur Flokkur fólksins ekki lagt áherslu á skattalækkanir, ef frá er talin skattlagning fátækra, en í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun lýsti Jakob Frímann því að skattlagning launa væri almennt of mikil og svo neysluskattar á eldsneyti og áfengi.

„Við hvert fótmál ertu skattaður,“ sagði hann. „Bensínlítrinn fer 70% til ríkisins, bjórlítrinn sömuleiðis. Þetta er allt svo ofboðslega mikið okur ríkisins, uppsafnað á 70 árum. Og þessu okri þarf að linna. Þetta er ok á þegnunum og við þurfum bara að stemma þetta niður.“ 

Þá ítrekaði Jakob Frímann að „það þarf til lengri tíma að lækka skatta á Íslandi, þannig að menn eigi meira eftir af laununum sínum um hver mánaðarmót, vegna þess að hér er eitt dýrasta okurland í heiminum.“

Jakob Frímann lýsir Flokki fólksins sem „hægri krataflokki“, líkum Alþýðuflokknum sem á sínum tíma sameinaðist Alþýðubandalaginu og varð að Samfylkingunni.

Nóg til af peningum

Fram að þessu hefur Flokkur fólksins lagt áherslu á að skattleggja lífeyrisgreiðslur þegar þær eru greiddar til lífeyrissjóðs frekar en þegar þær eru greiddar út til lífeyrisþega. Þá hefur meginstefið í starfi flokksins verið að minnka skerðingar á greiðslum til lífeyrisþega.

Flokkurinn hefur ekki haft á stefnuskrá sinni að lækka almennt skatta. Almennar skattalækkanir hafa hins vegar hefðbundið verið baráttumál hægri flokka, líkt og Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Algengara er að vinstri flokkar forðist almennar skattalækkanir þar sem skattgreiðslum er meðal annars ætlað að fjármagna þjónustu til tekjulægri, sem og atvinnuleysisbætur, örorkubætur og svo framvegis.

„Það er nóg til, það þarf bara að skipta því rétt,“ sagði Jakob í morgun. Jakob Hann vill sækja fjármagn í ríkissjóð með því að „fínstilla kerfið“, enda hafi sýnt sig eftir hrun að mikið fjármagn hafi verið í bankakerfinu, „á sjöunda hundrað milljarða sem allt í einu duttu inn“. „Ekki var því skilað inn til fólksins sem tapaði öllu sínu í hruninu, eða átti þessa peninga,“ sagði hann. Auk þess komi fjármagn í ríkissjóð við kvótasetningu eldislax á landi, en hann segir þó að „það þarf ekkert að skattleggja það meira en annað“.

Að mati Jakobs Frímanns er hins vegar til nóg af peningum í kerfinu, ekki síst í lífeyriskerfinu, þar sem eru „þessir bólgnu sex þúsund milljarðar“. „Vandamálið er að koma þessu í vinnu, þetta er svo mikið,“ sagði hann í morgun.

Mælist utan þings

Flokkur fólksins fékk fjóra þingmenn í síðustu alþingiskosningum, en tveir þeirra gengu til liðs við Miðflokkinn eftir umdeildan fund á Klaustur bar við hlið Alþingis. Í síðasta þjóðarpúlsi Gallups mældist flokkurinn með 4,1% fylgi, en Sósíalistaflokkur Íslands með 6,7%.

Jakob sagði að hann hafi ákveðið að fara í framboð eftir að formaðurinn, Inga Sæland, sem hann kallar „hjartadrottningu úr háfjallabyggð“ sem „eldur Guðs renni í gegnum“, skoraði á hann til framboðs.

Hann sagðist „ekki kvarta beint undan hinum flokkunum“ enda hafi hann átt við þá gott samstarf. Málin hafi einfaldlega ekki „verið sett almennilega á dagskrá“. 

„Þetta er engum að kenna. People are busy doing something else. Það eru aðrar áherslur í flestum þessara flokka. Svo kemur þessi hreini, tæri tónn frá þessari hjartadrottningu í háfjallabyggð, og hennar áum, og ég viðurkenni bara að mér fannst ég bara vera búinn að finna miunn gamla alþýðuflokk, sami hreini, tæri tóninnn. Og það nota bene var hægri krataflokkur, þar sem voru til einstaklingsmenn með félagslegar áherslur eða félagshyggjumenn með einstaklingsframtak og markaðskerfi að leiðarljósi. Við viljum auðvitað það, við viljum engan kommúnisma eða alræði einhvers eins, við viljum bara fyrirmyndarsamfélag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár