Kaupfélagið metur eignarhlutinn í Mogganum á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hef­ur á liðn­um ár­um lagt tæp­lega 400 millj­ón­ir króna í út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins. Öf­ugt við næst stærsta hlut­haf­ann, fé­lag í eigu Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur hef­ur kaup­fé­lag­ið hins veg­ar ekki fært virði hluta­bréfa sinna í Morg­un­blað­inu nið­ur.

Kaupfélagið metur eignarhlutinn í Mogganum á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg
Tæpar 400 milljónir í Moggann Dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem Þórólfur Gíslason stýrir, hefur sett tæplega 400 milljónir króna í Morgunblaðið á liðnum árum. Hann sést hér með Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni kaupfélagsins.

Kaupfélag Skagfirðinga metur tæplega 20 prósenta eignarhlut sinn í félaginu sem á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum, metur sinn hlut í blaðinu á. Um er að ræða tvo stærstu hluthafa blaðsins. Félag kaupfélagsins er stærst með 19,45 prósenta hlut en félag Guðbjargar á 18,49 prósenta hlut. 

Þetta þýðir að félag Guðbjargar, Hlynur A. ehf., hefur fært niður hlutabréf sín í Árvakri í ljósi taprekstrar blaðsins í gegnum árin á meðan félag kaupfélagsins hefur ekki gert það.  Hlutur félags Guðbjargar er metinn á 113,6 milljónir króna í ársreikningi félagsins á meðan kaupfélagið metur eignarhlut  sinn á 373 milljónir króna.  Félögin sem standa að Morgunblaðinu hafa eitt af öðru verið að skila inn ársreikningnum sínum fyrir síðasta ár til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.   

Uppruni fjármuna beggja félaganna er í sjávarútvegi, líkt og gildir um …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár