Kaupfélag Skagfirðinga metur tæplega 20 prósenta eignarhlut sinn í félaginu sem á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum, metur sinn hlut í blaðinu á. Um er að ræða tvo stærstu hluthafa blaðsins. Félag kaupfélagsins er stærst með 19,45 prósenta hlut en félag Guðbjargar á 18,49 prósenta hlut.
Þetta þýðir að félag Guðbjargar, Hlynur A. ehf., hefur fært niður hlutabréf sín í Árvakri í ljósi taprekstrar blaðsins í gegnum árin á meðan félag kaupfélagsins hefur ekki gert það. Hlutur félags Guðbjargar er metinn á 113,6 milljónir króna í ársreikningi félagsins á meðan kaupfélagið metur eignarhlut sinn á 373 milljónir króna. Félögin sem standa að Morgunblaðinu hafa eitt af öðru verið að skila inn ársreikningnum sínum fyrir síðasta ár til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.
Uppruni fjármuna beggja félaganna er í sjávarútvegi, líkt og gildir um …
Athugasemdir