Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kaupfélagið metur eignarhlutinn í Mogganum á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hef­ur á liðn­um ár­um lagt tæp­lega 400 millj­ón­ir króna í út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins. Öf­ugt við næst stærsta hlut­haf­ann, fé­lag í eigu Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur hef­ur kaup­fé­lag­ið hins veg­ar ekki fært virði hluta­bréfa sinna í Morg­un­blað­inu nið­ur.

Kaupfélagið metur eignarhlutinn í Mogganum á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg
Tæpar 400 milljónir í Moggann Dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem Þórólfur Gíslason stýrir, hefur sett tæplega 400 milljónir króna í Morgunblaðið á liðnum árum. Hann sést hér með Bjarna Maronssyni, stjórnarformanni kaupfélagsins.

Kaupfélag Skagfirðinga metur tæplega 20 prósenta eignarhlut sinn í félaginu sem á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum, metur sinn hlut í blaðinu á. Um er að ræða tvo stærstu hluthafa blaðsins. Félag kaupfélagsins er stærst með 19,45 prósenta hlut en félag Guðbjargar á 18,49 prósenta hlut. 

Þetta þýðir að félag Guðbjargar, Hlynur A. ehf., hefur fært niður hlutabréf sín í Árvakri í ljósi taprekstrar blaðsins í gegnum árin á meðan félag kaupfélagsins hefur ekki gert það.  Hlutur félags Guðbjargar er metinn á 113,6 milljónir króna í ársreikningi félagsins á meðan kaupfélagið metur eignarhlut  sinn á 373 milljónir króna.  Félögin sem standa að Morgunblaðinu hafa eitt af öðru verið að skila inn ársreikningnum sínum fyrir síðasta ár til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.   

Uppruni fjármuna beggja félaganna er í sjávarútvegi, líkt og gildir um …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár