Í Stóru málunum var rætt um lögregluna á Íslandi. Lögregluþjónar hér á landi hafa gagnrýnt í langan tíma hversu illa sé borgað fyrir þessa mikilvægu vinnu. Þá kvarta margir undan því að það sé einfaldlega ekki nægilegir margir lögregluþjónar að störfum og skapar það meira álag á lögregluþjóna. Eftirlit með lögreglu var einnig til umræðu, en engin sérstök eftirlitsstofnun er til staðar á Íslandi sem sinnir eingöngu eftirliti og rannsóknum á störfum lögreglunnar hér á landi, en árlega koma upp fjöldi tilfella þar sem lögreglan er rannsökuð vegna starfa sinna.
Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þeir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður og varaformaður þingflokks Sjálfstæðismanna.
Vilhjálmur segir að lögreglumenn geti að mörgu leiti fengið ágætis laun, en viðurkennir að stóra vandamálið sé í raun grunnlaunin þeirra.
„Lögreglumenn geta að mörgu leyti oft fengið ágætis laun, það er að segja heildarlaun. Stóra vandamálið hefur hins verið verið að grunnlaunin hafi ekki verið nægjanlega mikil. Þannig að það er búið að vera svolítið verkefni að færa meira inn í grunnlaunin. Svo hefur ekki ekki náðst sátt, innan lögreglunnar, um svokallaða stofnanasamninga og annað slíkt. Ég sé það að þær opinberu stéttir sem eru í vaktavinnu, stéttir sem hafa farið í þessar svokölluðu stofnanasamninga, hafa verið að taka fram úr lögreglunni. Ég er að vonast til þess að lögreglan á einhverjum tíma nái að vinna það upp og sama tíma erum við náttúrulega búin að breyta líka menntakerfi lögreglunnar.“
Helgi Hrafn segir að laun lögreglumanna sé ekki ný umræða og bendir á að ein af ástæðum þess að laun lögreglumanna séu eins og þau eru í dag sé vegna þess að þeir eru ekki með verkfallsrétt eins og lang stærstur hluti þjóðarinnar. Þá segir Helgi Hrafn að
„Það er ekki ný umræða að lögreglumenn þurfi að hafa hærri laun en segja þetta alla vega frá því að ég byrjaði á þingi 2013, það er langur tími. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þeir eru á lágum launum. Ein er sú að þeir eru ekki með verkfallsrétt. Til að mynda hef ég, og fleiri á þinginu, lagt það til að hann verði endurheimtur. Annað er það að Sjálfstæðisflokkurinn, með fullri virðingu, hefur meira eða minna verið með af fjárlagavaldið. Við heyrum alltaf í þessari umræðu að þegar það á að fara að kalla eftir hærri launum fyrir mikilvæga starfsstéttir þá er alltaf sagt að það þurfi bara að nýta peninga betur. Þegar það kemur að lögreglunni sérstaklega, þá þurfum við að þurfa að huga að eðli starfseminnar.“
Lögreglumenn geta að mörgu leyti oft fengið ágætis laun
Þá segir Helgi Hrafn að lögregluþjónar hafi mikil völd og starfið sé virkilega erfitt. Skiptir því miklu máli að þeir séu vel launaðir.
„Lögreglumenn eru með ofboðslega mikil völd og geta nýtt þau mjög mikið, auðvitað eftir aðstæðum, en líka eftir geðþótta líka eftir því hvernig þeir líta á málin, hvernig aðstæðurnar birtast þeim og svo framvegis. Þetta eru jú manneskjur þegar allt kemur til alls og það skiptir máli fyrir réttindum borgaranna og eftirlitið að lögreglumenn séu nógu vel launaðir, og að þeir séu nógu margir. Það er hinn ásinn sem gleymist alltaf líka í þessari umræðu, vegna þess að því lægri sem launin eru. Eða öllu heldur því vanþakklátara sem starfið er og því erfiðara sem það er að sinna því, án þess að beita vopnavaldi eða valdheimildum eða einhverju slíku. Þá breytast líkurnar á því að lögreglumenn telja sig tilneydda til að beita einhverjum völdum og heimildum sem við viljum kannski ekki að þeir beiti í of miklu magni.“
Mér þætti mjög áhugavert að sjá hvernig kjarasamningar færu lögreglumenn fengju aftur verkfallsrétt
Helgi Hrafn bendir á það sé hlutverk yfirvalda að fjármagna grunnstoðir samfélagsins, eins og lögregluna
„Mér þætti mjög áhugavert að sjá hvernig kjarasamningar færu lögreglumenn fengju aftur verkfallsrétt, þeir búa við þær aðstæður í dag að þeir verða að samþykkja kjarasamninga sem þeim býðst, eða bara hætta að vera lögreglumenn, vegna þess að það vantar þennan verkfallsrétt. Á meðan staðan er þannig þá er ég ekki vongóður um það að þessi yfirvöld muni bæta úr málinu. Því það er svolítið baklands speki hjá Sjálfstæðisflokknum, að ákveðnar stofnanir ríkisins almennt séu alltaf ófjármagnaðar, að það þurfi alltaf einhvern veginn að nýta fjármagnið betur og að það megi aldrei gefa í, það er alltaf litið á það sem sóun. En það er hlutverk yfirvalda að fjármagna grunnstoðunum samfélaginu nógu vel. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei staðið sig nógu vel í því.“
Segir mikilvægt að hafa ytra aðhaldskerfi til að halda utan um vald lögreglunnar.
Eftirlit með lögreglu hefur verið gagnrýnt undanfarin ár og segir Helgi Hrafn að það sé mikilvægt að það sé haft aðhald með valdi lögreglunnar.
„Okkur í Pírötum finnst það ofboðslega mikilvægt að hafa einhverskonar ytra aðhaldskerfi, til þess að halda utan um það vald sem lögreglumenn hafa. Það þarf að vera aðhald með valdi, þetta er ákveðin grundvallaratriði. Fílingurinn hérna á Íslandi hefur hins vegar alltaf verið sá að löggan sé einfaldlega alltaf góði kallinn í sögunni og raunveruleikinn er einfaldlega flóknara en það. Auðvitað er hún almennt. Fólk er almennt gott, lögreglumenn eru almennt góðir. En þegar hlutirnir klikka þá þarf að vera eitthvað kerfi sem tekur utan um þann möguleika og horfist í augu við þann möguleika og getum brugðist við honum. Þetta kerfi í dag, að mínu mati, er svo gott sem ekki til.“
Vilhjálmur segir að eftirlit með lögreglu sé orðið töluvert sýnilegra. Hann segir að eftirlitið sé að byggjast hægt og rólega upp.
„Mér finnst að eftirlitið hefur orðið töluvert sýnilegra. Eins og Helgi segir þá erum við alltaf að reyna að þróa þetta. Við erum að reyna að læra af þessu. Við gerum einhverja lagabreytingu og svo dugar hún ekki alveg, svo við gerum aðra til að bæta. Þannig að við erum að byggja þetta hægt og rólega upp og reyna að finna að hvernig náum við sem bestum árangri. Það eru alveg lögreglumenn sem hafa verið dæmdir fyrir spillingu og það eru lögreglumenn sem hafa verið sagt upp störfum án dóms. Þannig að þessum málum er búið að fjölga töluvert og eftirlitið er orðið miklu meira en það var og við erum áfram að þróa það og ég held að það sé bara rétti farvegurinn. Það er enginn að reyna ýta þessu frá sér og er engin stoppa þetta einn eða neinn hátt.“
Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir