Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir að það sé ekki ný umræða að lögreglumenn þurfi að hafa hærri laun

Gest­ir Stóru mál­anna að þessu sinni eru þeir Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, og Vil­hjálm­ur Árna­son, þing­mað­ur og vara­formað­ur þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna. Í þætt­in­um ræða þeir um laun lög­reglu­manna, mann­eklu inn­an lög­regl­unn­ar og eft­ir­lit með störf­um lög­reglu.

Í Stóru málunum var rætt um lögregluna á Íslandi. Lögregluþjónar hér á landi hafa gagnrýnt í langan tíma hversu illa sé borgað fyrir þessa mikilvægu vinnu. Þá kvarta margir undan því að það sé einfaldlega ekki nægilegir margir lögregluþjónar að störfum og skapar það meira álag á lögregluþjóna. Eftirlit með lögreglu var einnig til umræðu, en engin sérstök eftirlitsstofnun er til staðar á Íslandi sem sinnir eingöngu eftirliti og rannsóknum á störfum lögreglunnar hér á landi, en árlega koma upp fjöldi tilfella þar sem lögreglan er rannsökuð vegna starfa sinna.

Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þeir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður og varaformaður þingflokks Sjálfstæðismanna. 

Vilhjálmur segir að lögreglumenn geti að mörgu leiti fengið ágætis laun, en viðurkennir að stóra vandamálið sé í raun grunnlaunin þeirra.

Lögreglumenn geta að mörgu leyti oft fengið ágætis laun, það er að segja heildarlaun. Stóra vandamálið hefur hins verið verið að grunnlaunin hafi ekki verið nægjanlega mikil. Þannig að það er búið að vera svolítið verkefni að færa meira inn í grunnlaunin. Svo hefur ekki ekki náðst sátt, innan lögreglunnar, um svokallaða stofnanasamninga og annað slíkt. Ég sé það að þær opinberu stéttir sem eru í vaktavinnu, stéttir sem hafa farið í þessar svokölluðu stofnanasamninga, hafa verið að taka fram úr lögreglunni. Ég er að vonast til þess að lögreglan á einhverjum tíma nái að vinna það upp og sama tíma erum við náttúrulega búin að breyta líka menntakerfi lögreglunnar.

Helgi Hrafn segir að laun lögreglumanna sé ekki ný umræða og bendir á að ein af ástæðum þess að laun lögreglumanna séu eins og þau eru í dag sé vegna þess að þeir eru ekki með verkfallsrétt eins og lang stærstur hluti þjóðarinnar. Þá segir Helgi Hrafn að

Það er ekki ný umræða að lögreglumenn þurfi að hafa hærri laun en segja þetta alla vega frá því að ég byrjaði á þingi 2013, það er langur tími. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þeir eru á lágum launum. Ein er sú að þeir eru ekki með verkfallsrétt. Til að mynda hef ég, og fleiri á þinginu, lagt það til að hann verði endurheimtur. Annað er það að Sjálfstæðisflokkurinn, með fullri virðingu, hefur meira eða minna verið með af fjárlagavaldið. Við heyrum alltaf í þessari umræðu að þegar það á að fara að kalla eftir hærri launum fyrir mikilvæga starfsstéttir þá er alltaf sagt að það þurfi bara að nýta peninga betur. Þegar það kemur að lögreglunni sérstaklega, þá þurfum við að þurfa að huga að eðli starfseminnar.

Lögreglumenn geta að mörgu leyti oft fengið ágætis laun
Vilhjálmur Árnason

Þá segir Helgi Hrafn að lögregluþjónar hafi mikil völd og starfið sé virkilega erfitt. Skiptir því miklu máli að þeir séu vel launaðir.

Lögreglumenn eru með ofboðslega mikil völd og geta nýtt þau mjög mikið, auðvitað eftir aðstæðum, en líka eftir geðþótta líka eftir því hvernig þeir líta á málin, hvernig aðstæðurnar birtast þeim og svo framvegis. Þetta eru jú manneskjur þegar allt kemur til alls og það skiptir máli fyrir réttindum borgaranna og eftirlitið að lögreglumenn séu nógu vel launaðir, og að þeir séu nógu margir. Það er hinn ásinn sem gleymist alltaf líka í þessari umræðu, vegna þess að því lægri sem launin eru. Eða öllu heldur því vanþakklátara sem starfið er og því erfiðara sem það er að sinna því, án þess að beita vopnavaldi eða valdheimildum eða einhverju slíku. Þá breytast líkurnar á því að lögreglumenn telja sig tilneydda til að beita einhverjum völdum og heimildum sem við viljum kannski ekki að þeir beiti í of miklu magni.

Mér þætti mjög áhugavert að sjá hvernig kjarasamningar færu lögreglumenn fengju aftur verkfallsrétt
Helgi Hrafn Gunnarsson

Helgi Hrafn bendir á það sé hlutverk yfirvalda að fjármagna grunnstoðir samfélagsins, eins og lögregluna

Mér þætti mjög áhugavert að sjá hvernig kjarasamningar færu lögreglumenn fengju aftur verkfallsrétt, þeir búa við þær aðstæður í dag að þeir verða að samþykkja kjarasamninga sem þeim býðst, eða bara hætta að vera lögreglumenn, vegna þess að það vantar þennan verkfallsrétt. Á meðan staðan er þannig þá er ég ekki vongóður um það að þessi yfirvöld muni bæta úr málinu. Því það er svolítið baklands speki hjá Sjálfstæðisflokknum, að ákveðnar stofnanir ríkisins almennt séu alltaf ófjármagnaðar, að það þurfi alltaf einhvern veginn að nýta fjármagnið betur og að það megi aldrei gefa í, það er alltaf litið á það sem sóun. En það er hlutverk yfirvalda að fjármagna grunnstoðunum samfélaginu nógu vel. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei staðið sig nógu vel í því.

Segir mikilvægt að hafa ytra aðhaldskerfi til að halda utan um vald lögreglunnar.

Eftirlit með lögreglu hefur verið gagnrýnt undanfarin ár og segir Helgi Hrafn að það sé mikilvægt að það sé haft aðhald með valdi lögreglunnar.

Okkur í Pírötum finnst það ofboðslega mikilvægt að hafa einhverskonar ytra aðhaldskerfi, til þess að halda utan um það vald sem lögreglumenn hafa. Það þarf að vera aðhald með valdi, þetta er ákveðin grundvallaratriði. Fílingurinn hérna á Íslandi hefur hins vegar alltaf verið sá að löggan sé einfaldlega alltaf góði kallinn í sögunni og raunveruleikinn er einfaldlega flóknara en það. Auðvitað er hún almennt. Fólk er almennt gott, lögreglumenn eru almennt góðir. En þegar hlutirnir klikka þá þarf að vera eitthvað kerfi sem tekur utan um þann möguleika og horfist í augu við þann möguleika og getum brugðist við honum. Þetta kerfi í dag, að mínu mati, er svo gott sem ekki til.

Vilhjálmur segir að eftirlit með lögreglu sé orðið töluvert sýnilegra. Hann segir að eftirlitið sé að byggjast hægt og rólega upp.

Mér finnst að eftirlitið hefur orðið töluvert sýnilegra. Eins og Helgi segir þá erum við alltaf að reyna að þróa þetta. Við erum að reyna að læra af þessu. Við gerum einhverja lagabreytingu og svo dugar hún ekki alveg, svo við gerum aðra til að bæta. Þannig að við erum að byggja þetta hægt og rólega upp og reyna að finna að hvernig náum við sem bestum árangri. Það eru alveg lögreglumenn sem hafa verið dæmdir fyrir spillingu og það eru lögreglumenn sem hafa verið sagt upp störfum án dóms. Þannig að þessum málum er búið að fjölga töluvert og eftirlitið er orðið miklu meira en það var og við erum áfram að þróa það og ég held að það sé bara rétti farvegurinn. Það er enginn að reyna ýta þessu frá sér og er engin stoppa þetta einn eða neinn hátt.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár