Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

BHM varar við ótímabæru aðhaldi í ríkisfjármálum

Fram­lengja þarf úr­ræði til að verja vel­ferð og at­vinnu­stig í bar­átt­unni við Covid-19 að mati Banda­lags há­skóla­manna. Greiða ætti fram­lín­u­starfs­fólki aukn­ar álags­greiðsl­ur til að koma til móts við for­dæma­laust álag á það síð­ustu miss­eri.

BHM varar við ótímabæru aðhaldi í ríkisfjármálum
Vilja að úrræði verði framlengd BHM leggur áherslu á að stjórnvöld verji velferð og atvinnustig en hefji ekki „ótímabært aðhald í ríkisfjármálum“. Friðrik Jónsson er formaður BHM. Mynd: BHM

Framlengja ætti þau úrræði sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar til að verja velferð og atvinnustig en ekki að hefja það sem Bandalag háskólamanna (BHM) kallar „ótímabært aðhald í ríkisfjármálum“. Greiða á heilbrigðisstarfsfólki og öðru framlínustarfsfólki sem staðið hefur í stafni í baráttunni í Covid-19 faraldrinum auknar álagsgreiðslur eða launauppbætur, til að koma til móts við fordæmalaust álag síðustu missera.

Þetta kemur fram í minnisblaði BHM til ráðherranefndar um samræmingu mála vegna Covid, sem sent var í framhaldi af fundi með fulltrúum samtaka launafólks 3. ágúst. Þar er því fagnað að stjórnvöld leggi aukna áherslu á samráð við helstu hagaðila um viðbrögð og áherslur í baráttunni við Covid-19.

Í minnisblaðinu er lögð áhersla á að stjórnvöld gefi skýr skilaboð og marki stefnu þar sem ásættanlegt jafnvægi náist á milli lýðheilsulegra sjónarmiða og efnahagslegra sjónarmiða. BHM vill þannig að úrræði eins og hlutabótaleið, úrræðið Hefjum störf og tekjutengingar atvinnuleysisbóta verði framlengdar. Atvinnulausum verði gert kleift að sækja sé menntun án þess að það skerði bótarétt.

BHM leggur áherslu á að marka þurfi stefnu til að verja heilbrigðiskerfið til skemmri og lengri tíma og tryggja framlínustarfsfólki í ýmsum greinum hvíld, öryggi og umbun, ef ekki eigi illa að fara. Þá skiptir miklu máli í því samhengi að stytting vinnuviku verði fest í sessi. Þá þarf að tryggja að skólastarf skerðist ekki frekar.

Að mati BHM þurfa stjórnvöld m.a. að svara eftirfarandi spurningum:

1. Verður einblínt á smittölur framvegis eða aðra mælikvarða s.s. fjölda veikra í stað fjölda smitaðra?

2. Hvernig verða viðkvæmir hópar varðir og hvaða áhrif mun það hafa á almenn lífsgæði þeirra?

3. Hver er stefnan að því er varðar hugsanlega bólusetningu ungmenna?

4. Hafa stjórnvöld í huga að innleiða bólusetningarskyldu?

5. Munu stjórnvöld taka upp hraðpróf hér á landi í meiri mæli eins og tíðkast m.a. í Bretlandi og Danmörku?

6. Verður sóttvörnum komið í kerfisbundinn farveg til frambúðar t.d. með stofnun Sóttvarnarráðs eða viðeigandi stofnunar?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár