Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

BHM varar við ótímabæru aðhaldi í ríkisfjármálum

Fram­lengja þarf úr­ræði til að verja vel­ferð og at­vinnu­stig í bar­átt­unni við Covid-19 að mati Banda­lags há­skóla­manna. Greiða ætti fram­lín­u­starfs­fólki aukn­ar álags­greiðsl­ur til að koma til móts við for­dæma­laust álag á það síð­ustu miss­eri.

BHM varar við ótímabæru aðhaldi í ríkisfjármálum
Vilja að úrræði verði framlengd BHM leggur áherslu á að stjórnvöld verji velferð og atvinnustig en hefji ekki „ótímabært aðhald í ríkisfjármálum“. Friðrik Jónsson er formaður BHM. Mynd: BHM

Framlengja ætti þau úrræði sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar til að verja velferð og atvinnustig en ekki að hefja það sem Bandalag háskólamanna (BHM) kallar „ótímabært aðhald í ríkisfjármálum“. Greiða á heilbrigðisstarfsfólki og öðru framlínustarfsfólki sem staðið hefur í stafni í baráttunni í Covid-19 faraldrinum auknar álagsgreiðslur eða launauppbætur, til að koma til móts við fordæmalaust álag síðustu missera.

Þetta kemur fram í minnisblaði BHM til ráðherranefndar um samræmingu mála vegna Covid, sem sent var í framhaldi af fundi með fulltrúum samtaka launafólks 3. ágúst. Þar er því fagnað að stjórnvöld leggi aukna áherslu á samráð við helstu hagaðila um viðbrögð og áherslur í baráttunni við Covid-19.

Í minnisblaðinu er lögð áhersla á að stjórnvöld gefi skýr skilaboð og marki stefnu þar sem ásættanlegt jafnvægi náist á milli lýðheilsulegra sjónarmiða og efnahagslegra sjónarmiða. BHM vill þannig að úrræði eins og hlutabótaleið, úrræðið Hefjum störf og tekjutengingar atvinnuleysisbóta verði framlengdar. Atvinnulausum verði gert kleift að sækja sé menntun án þess að það skerði bótarétt.

BHM leggur áherslu á að marka þurfi stefnu til að verja heilbrigðiskerfið til skemmri og lengri tíma og tryggja framlínustarfsfólki í ýmsum greinum hvíld, öryggi og umbun, ef ekki eigi illa að fara. Þá skiptir miklu máli í því samhengi að stytting vinnuviku verði fest í sessi. Þá þarf að tryggja að skólastarf skerðist ekki frekar.

Að mati BHM þurfa stjórnvöld m.a. að svara eftirfarandi spurningum:

1. Verður einblínt á smittölur framvegis eða aðra mælikvarða s.s. fjölda veikra í stað fjölda smitaðra?

2. Hvernig verða viðkvæmir hópar varðir og hvaða áhrif mun það hafa á almenn lífsgæði þeirra?

3. Hver er stefnan að því er varðar hugsanlega bólusetningu ungmenna?

4. Hafa stjórnvöld í huga að innleiða bólusetningarskyldu?

5. Munu stjórnvöld taka upp hraðpróf hér á landi í meiri mæli eins og tíðkast m.a. í Bretlandi og Danmörku?

6. Verður sóttvörnum komið í kerfisbundinn farveg til frambúðar t.d. með stofnun Sóttvarnarráðs eða viðeigandi stofnunar?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár