Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þolinmæðin gegn hörðum aðgerðum þrotin

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir seg­ir það stjórn­valda að taka ákvörð­un um hvort þau séu til­bú­in að grípa til harða að­gerða til að kveða Covid-bylgj­una nið­ur eða ekki. Víð­ir Reyn­is­son seg­ir að al­manna­varn­ir finni mjög skýrt að þol­in­mæð­in gegn hörð­um sótt­varn­ar­að­gerð­um sé þrot­in hjá mjög mörg­um.

Þolinmæðin gegn hörðum aðgerðum þrotin
Stjórnvalda að ákveða aðgerðir Þórólfur sagði að stjórnvöld yrði að taka ákvörðun um hvort þau grípi til harðra aðgerða til að kveða niður yfirstandandi Covid-19 bylgju eða ekki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útbreiðsla kórónuveirunnar í samfélaginu er orðin mikil og eftir því sem tíminn líður verður erfiðara að ná utan um bylgju faraldursins og kveða hana niður. Það er stjórnvalda að taka ákvörðun um til hvort þau séu tilbúin að grípa til harðra aðgerða til að svo megi verða.

Þetta sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins í dag. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá og þá sérstaklega því álagi sem getur skapast á heilbrigðiskerfið okkar,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist jafnframt vera í stöðugum samskiptum við heilbrigðisráðherra, formlegum og óformlegum. „Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfa að huga vel að því til hvaða aðgera eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverja ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft, með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til, og við vitum hvað virkar og hvað ekki. Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harða aðgerða til að kveða bylgjuna hérna niður eða ekki.“

„Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harða aðgerða til að kveða bylgjuna hérna niður eða ekki“
Þórólfur Guðnason
sóttvarnarlæknir

Þórólfur lýsti því að honum þætti miður hvernig umræðan um Landspítala, og þær áhyggjur sem stjórnendur þar á bæ hefðu viðrað af álaginu sem á spítalanum væri, hefði verið síðustu daga. Málsmetandi fólk hefði þannig gert lítið úr þeim áhyggjum en enginn væri betur til þess fallin að meta stöðuna en spítalinn sjálfur. Spurður hvort hann hefði lýst þeirri skoðun sinni við stjórnvöld að styrkja þyrfti heilbrigðiskerfið svaraði hann því til að það hefði hann margoft gert. Það yrði hins vegar ekki gert í einu hendingskasti. „Helsta ráðið til að vernda heilbrigðiskerifið og Landspítalann, ef fram fer sem horfir að innlögnum fer að fjölga og alvarlegum veikindum, það er að reyna að minnka útbreiðsluna í samfélaginu. Það er sú leið sem við getum farið núna og gripið hraðast inn í.“

Hafa áhyggjur af afleiðingum helgarinnar

Hópamyndanir helgarinnar áhyggjuefniVíðir segir að eftir eigi að koma í ljós hvaða áhrif hópamyndanir um verslunarmannahelgina kunni að hafa.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði að svo virtist sem verslunarmannahelgin hefði gengið stóráfallalaust fyrir sig. Engu að síður hefði verið mikill erill og mikið um hópamyndanir og af því hefðu almannavarnir áhyggjur, í ljósi þess hversu smit væru útbreidd í samfélaginu. Það ætti eftir að koma í ljós hvort að samkomur myndu hafa frekari áhrif á útbreiðslu veirunnar.  

Þórólfur benti á að Delta-afbrigði veirunna hefði því sem næst alveg tekið yfir hér á landi og ljóst væri að bólusettir bæði smituðust og smituðu aðra. Útbreiðsla smits í landinu væri mjög hröð og raðgreiningar sýndu að uppruna flestra smitanna mætti rekja til hópamyndunar, til að mynda á skemmtistöðum og hópferðum Íslendinga erlendis.

Í þessari bylgju kórónaveirufaraldursins hafa um 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, af ríflega 1.470 smitum innanlands frá því í byrjun júlí. Það samsvarar um 1,6 prósentum en í fyrri bylgjum hefur hlutfall þeirra sem hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda verið á bilinu 4 til 5 prósent. Um 70 prósent þeirra sem greinst hafa með veiruna frá 1. júlí hafa verið fullbólusettir og af þeim hefur 1 prósent þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Hlutfall þeirra sem hafa veikst og þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda er hins vegar 2,4 prósent. Þórólfur sagði því ljóst að bólusetning veitti vörn gegn alvarlegum veikindum en ekki væri vitað hversu góða vörn hún veitt til að mynda öldruðum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.

„Þolinmæðin fyrir þessari veiru og fyrir þessum aðgerðum og þessu stóra verkefni okkar er þrotin hjá mjög mörgum“
Víðir Reynisson
yfirlögregluþjónn

Um 30 þúsund manns eldri en 16 ára eru nú óbólusettir og um 70 þúsund börn yngri en 16 ára. Stefnt er að því að bjóða börnum á aldrinum 12 til 15 ára bólusetningu á næstu vikum og er unnið að útfærslu á því verkefni.

Boltinn hjá stjórnvöldum

Þórólfur var spurður hvort hann væri hræddur um að smit í samfélaginu væri orðið of útbreitt til að hægt yrði að ná því niður, nema með mjög hörðum viðbrögðum sem lítil stemning væri fyrir í samfélaginu. „Vissulega er rétt að eftir því sem tíminn líður og útbreiðslan verður meiri verður erfiðara að ná utan um þessa bylgju. Því fyrr sem gripið verður til aðgerða því betri árangur næst,“ sagði Þórólfur og bætti því við að þolið í samfélaginu gegn sóttvarnaraðgerðum væri orðið minna en verið hefði. Því riði á að stjórnvöld tækju ákvörðun um hvernig halda skyldi áfram.

„Eins og Þórólfur nefndi þá finnum við það mjög skýrt að þolinmæðin fyrir þessari veiru og fyrir þessum aðgerðum og þessu stóra verkefni okkar er þrotin hjá mjög mörgum. Maður skilur það alveg en því miður er það þannig að við þurfum að halda áfram og það er ekkert annað í stöðunni. Við þurfum ekkert öll að vera sammála um allt en markmiðin okkar þurfa að vera skýr, og það sem meira er að hagsmunir okkar allra fara saman í því að við náum sem bestum tökum á þessari veiru, lifum með henni eins lengi og við þurfum því það er veiran sem er óvinurinnn en ekki við hvert annað. Það skiptir bara miklu máli að sýna mismunundi skoðunum hvers annars skilning, reyna að setja okkur í spor annarra og skilja hvað það er sem býr að baki. Fyrst og fremst þurfum við að vera almennilegt fólk og vera góð hvert við annað,“ sagði Víðir.

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár