Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

489. spurningaþraut: Hvar er Przedmieście Szczebrzeszyńskie?

489. spurningaþraut: Hvar er Przedmieście Szczebrzeszyńskie?

Fyrri myndaspurning:

Leikkonan til vinstri á myndinni hér að ofan var ein sú vinsælasta í veröld vorri á næstsíðasta áratug 20. aldar. Hvað heitir hún? Þið fáið ekkert stig fyrir að vita hver er til hægri á myndinni en megið þó vera ánægð með ykkur ef þið vitið það líka.

***

1.  Í landi einu er tæplega 400 manna þorp sem heitir Przedmieście Szczebrzeszyńskie, og er Przedmieście Szczebrzeszyńskie lengsta staðarheitið í því landi. Hvaða land ætli það sé?

2.  Hversu gömul varð Elísabet Bretadrottning þann 21. apríl síðastliðinn?

3.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Vanuatu?

4.  Röddum söngkvenna er yfirleitt skipt í þrjár týpur. Hér þurfiði að nefna tvær til að fá stig.

5.  Karlarómum er hins vegar yfirleitt skipt í fernt. Nefnið þrjár raddtýpur. Þótt þið hafið allar fjórar réttar, þá fæst aðeins eitt stig.

6.  Og fyrst við erum að nefna söng, hvað heitir óperuhúsið fræga í Mílanóborg?

7.  Hver sagðist flögra eins og fiðrildi en stinga eins og býfluga?

8.  Hver samdi aftur á móti óperu um konu eina sem var greinilega óttalegt fiðrildi?

9.  Hver er langvinsælasti þýski bíllinn um þessar mundir? Hér þarf nokkuð nákvæmt svar, það er að segja bæði framleiðanda og týpu.

10.  Hvað nefnist hótelkeðjan sem er að reisa lúxushótel við hlið Hörpu við Reykjavíkurhöfn?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað nefnist (á alþjóðlegum málum) pizzan sem á myndinni hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pólland.

2.  95 ára.

3.  Eyjaálfu.

4.  Sópran, mezzosópran og contralto, eða alt.

5.  Kontratenór, tenór, barítón og bassi.

6.  La Scala.

7.  Muhammed Ali.

8.  Puccini — átt er við óperuna Madame Butterfly.

9.  Volkswagen Golf.

10.  Marriott.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Jessica Lange vinstra megin.

Hægra megin er Dustin Hoffman.

Á neðri myndinni er Calzone-pizza.

***

Hér neðar eru hlekkir á fleiri þrautir!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár