489. spurningaþraut: Hvar er Przedmieście Szczebrzeszyńskie?

489. spurningaþraut: Hvar er Przedmieście Szczebrzeszyńskie?

Fyrri myndaspurning:

Leikkonan til vinstri á myndinni hér að ofan var ein sú vinsælasta í veröld vorri á næstsíðasta áratug 20. aldar. Hvað heitir hún? Þið fáið ekkert stig fyrir að vita hver er til hægri á myndinni en megið þó vera ánægð með ykkur ef þið vitið það líka.

***

1.  Í landi einu er tæplega 400 manna þorp sem heitir Przedmieście Szczebrzeszyńskie, og er Przedmieście Szczebrzeszyńskie lengsta staðarheitið í því landi. Hvaða land ætli það sé?

2.  Hversu gömul varð Elísabet Bretadrottning þann 21. apríl síðastliðinn?

3.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Vanuatu?

4.  Röddum söngkvenna er yfirleitt skipt í þrjár týpur. Hér þurfiði að nefna tvær til að fá stig.

5.  Karlarómum er hins vegar yfirleitt skipt í fernt. Nefnið þrjár raddtýpur. Þótt þið hafið allar fjórar réttar, þá fæst aðeins eitt stig.

6.  Og fyrst við erum að nefna söng, hvað heitir óperuhúsið fræga í Mílanóborg?

7.  Hver sagðist flögra eins og fiðrildi en stinga eins og býfluga?

8.  Hver samdi aftur á móti óperu um konu eina sem var greinilega óttalegt fiðrildi?

9.  Hver er langvinsælasti þýski bíllinn um þessar mundir? Hér þarf nokkuð nákvæmt svar, það er að segja bæði framleiðanda og týpu.

10.  Hvað nefnist hótelkeðjan sem er að reisa lúxushótel við hlið Hörpu við Reykjavíkurhöfn?

***

Seinni myndaspurning:

Hvað nefnist (á alþjóðlegum málum) pizzan sem á myndinni hér að neðan sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pólland.

2.  95 ára.

3.  Eyjaálfu.

4.  Sópran, mezzosópran og contralto, eða alt.

5.  Kontratenór, tenór, barítón og bassi.

6.  La Scala.

7.  Muhammed Ali.

8.  Puccini — átt er við óperuna Madame Butterfly.

9.  Volkswagen Golf.

10.  Marriott.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Jessica Lange vinstra megin.

Hægra megin er Dustin Hoffman.

Á neðri myndinni er Calzone-pizza.

***

Hér neðar eru hlekkir á fleiri þrautir!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu