„Ég fæ engar upplýsingar frá stjórnvöldum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, trekk í trekk varðandi þær ákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið um sóttvarnaraðgerðir. Hann segist bæði vera gagnrýninn á stjórnvöld, sóttvarnalækni og stjórnarliða sem gagnrýna stefnu ríkisstjórnarinnar í sóttvarnarmálum.
„Í fyrsta lagi þá er það skorturinn á upplýsingum frá stjórnvöldum, segir hann. Þau eru í rosa miklum samskiptum við sóttvarnayfirvöld og fá upplýsingar um allar mögulegar og ómögulegar sviðsmyndir. Þau taka ákvörðun en útskýra ekki hvað annað var í boði og hvað var á bak við þá ákvörðun. Þetta er búið að vera gegnumgangandi allan faraldurinn.“
Þá segir hann einnig að stjórnvöld þurfi að rökstyðja það af hverju þau fylgi eða fylgi ekki tillögum sóttvarnalæknis út frá fleiri forsendum en einungis tillögum hans. „Það er á ábyrgð stjórnvalda að pota í tillögur Þórólfs. Stjórnvöld segir hann firra sig ábyrgð með því að færa hana á sóttvarnalækni. „Þau færa ábyrgðina …
Athugasemdir