Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Pressumál Björns Inga á enda: „Lífið heldur áfram“

Björn Ingi Hrafns­son þarf að greiða 80 millj­ón­ir króna í þrota­bú fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins sem hann rak. Ára­löng dóms­mál tóku við eft­ir við­skipt­in og Björgólf­ur Thor Björgólfs­son fjár­magn­aði DV leyni­lega í kjöl­far­ið.

Pressumál Björns Inga á enda: „Lífið heldur áfram“
Björn Ingi Hrafnsson Deilur hafa staðið yfir um sölu eigna úr Pressunni og gjaldþrot félagsins um árabil. Mynd: RÚV

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, þarf að greiða 80 milljónir króna í þrotabú Pressunnar, fjölmiðlafyrirtækisins sem hann rak um árabil. Hæstiréttur hefur hafnað beiðni hans um áfrýjun í málinu og dómur Landsréttar þess efnis mun því standa.

„Annars er ég bara léttur og ákveðinn í að berjast þótt Hæstiréttur hafi ekki gefið mér áfrýjunarleyfi,“ skrifar Björn Ingi á Facebook. „Hann gerir það víst sjaldnast. Lífið heldur áfram og fortíðinni verður ekki breytt.“

Hæstiréttur segir í ákvörðun sinni að ekki fáist séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og hafnar því beiðninni. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert í bókhaldi Pressunnar sýndi að Björn Ingi hefði lánað félaginu 80 milljónir króna, en Frjáls fjölmiðlun yfirtók þá skuld við kaup á félaginu. Þrotabú Pressunnar sagði Björn Inga hafa með þessu tryggt hagsmuni sína á kostnað annarra kröfuhafa í búið.

Seldi eignir úr Pressunni án vitneskju fjárfesta

Þar með lýkur áralöngum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár