Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, þarf að greiða 80 milljónir króna í þrotabú Pressunnar, fjölmiðlafyrirtækisins sem hann rak um árabil. Hæstiréttur hefur hafnað beiðni hans um áfrýjun í málinu og dómur Landsréttar þess efnis mun því standa.
„Annars er ég bara léttur og ákveðinn í að berjast þótt Hæstiréttur hafi ekki gefið mér áfrýjunarleyfi,“ skrifar Björn Ingi á Facebook. „Hann gerir það víst sjaldnast. Lífið heldur áfram og fortíðinni verður ekki breytt.“
Hæstiréttur segir í ákvörðun sinni að ekki fáist séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og hafnar því beiðninni. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert í bókhaldi Pressunnar sýndi að Björn Ingi hefði lánað félaginu 80 milljónir króna, en Frjáls fjölmiðlun yfirtók þá skuld við kaup á félaginu. Þrotabú Pressunnar sagði Björn Inga hafa með þessu tryggt hagsmuni sína á kostnað annarra kröfuhafa í búið.
Seldi eignir úr Pressunni án vitneskju fjárfesta
Þar með lýkur áralöngum …
Athugasemdir